Íslenski boltinn

Valur nældi í silfrið | Þór/KA lagði ÍBV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Ýr, Elín Metta og Dóra María gátu fagnað í dag.
Kristín Ýr, Elín Metta og Dóra María gátu fagnað í dag. Mynd/Anton
Valur vann 4-0 sigur á Selfossi og Þór/KA lagði ÍBV 3-1 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Edda Garðarsdóttir og Hildur Antonsdóttir komu Valskonum yfir í fyrri hálfleik. María Soffía Júlíusdóttir og Dóra María Lárusdóttir bættu við mörkum í síðari hálfeik.

Norðan heiða skoraði Sandra María Jessen tvívegis fyrir Íslandsmeistarana frá því í fyrra. Thanai Annis skoraði einnig fyrir norðankonur en Shaneka Gordon fyrir gestina.

Eftir úrslit dagins skaust Valur upp fyrir ÍBV í 2. sæti deildarinnar. ÍBV hafnar í þriðja sæti og Þór/KA situr í fjórða sæti.

Umferðinni lýkur á morgun með þremur leikjum. Viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13. Garðbæingar fá bikarinn afhentan í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×