Saga stangveiða: Stóra-Laxá gaf 10 laxa á þrettándanum Svavar Hávarðsson skrifar 26. janúar 2013 07:00 Á 19. öld þekktu menn lítið til hegðunar á efstu svæðum Stóru-Láxár, að því kemur fram í grein frá 1897. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Árið 1896 skrifaði Bjarni Sæmundsson, (1867 - 1940) náttúrufræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands, skýrslu til landshöfðingja um fiskirannsóknir sínar sem hann vann fyrir styrk frá Alþingi sumarið 1896. Í skýrslu sinni víkur hann að mikilli nákvæmni að veiði í ám á Suðurlandi, og er þar mikinn og skemmtilegan fróðleik að finna, en texti skýrslunnar var birtur í Andvara árið 1897. Þar sem ég er áhugamaður um veiðisvæði Hvítár/Ölfusár og ekki síst um Stóru-Laxá í Hreppum langar mig til þess að deila með ykkur smá pælingum Bjarna um ána, þar sem hann vitnar til Brynjólfs Einarssonar, bónda á Sóleyjarbakka, sem þekkti veiði í ánni marga áratugi aftur í tímann.„Brynjólfur Einarsson, bóndi á Sóleyjarbakka, hefir um langan tima stundað veiði í ánni og jafnframt veitt lifnaðarháttum laxins og ánni nákvæma eptirtekt. [...] Hann hyggur, að lax þurfi langan tíma til að ganga frá Ölvesárósi upp í uppárnar, en hve langan, veit hann ekki, og er ekki auðið að segja um nú. En liklegt er, að hann hraði sjer undan selnum neðan til í ánni, og meðan hann er óþreyttur að synda á strauminn. Menn hafa einnig tekið eptir því í öðrum löndum, að hann hafi neðan til í á á einu dægri farið þann veg, sem hann ofan til í henni hefir þurft 8 daga til að fara, og að mótvindur hvetji hann á göngunni. Selur sjest mjög sjaldan eða aldrei í Stóru Laxá, en tíðari í Hvítá fyrir ofan ármótin, og álítur Brynjólfur, að laxinn flýi undan selnum upp í Laxá. Aldrei hefir hann orðið var við neitt í laxmögum, og aldrei sjeð lús á laxi." Bjarni pælir töluvert í hrygningu laxins í Stóru, en það er athyglisvert að svo torvelt var að komast um stórskorið landið – kannski á svæði IV eins og við þekkjum það? En í lok 19. aldar var enginn ákveðinn veiðitími og veturinn alveg jafn sjálfsagður tími, ef þannig lá á mönnum. „Riðblettir voru áður í Laxá uppi hjá Sólheimum (þar byrjar fyrst malarbotninn í ánni) og eflaust líka í öllum hyljum lengra upp frá, því þar var ekki auðið að komast að laxinum fyrir torfærum. Fugl segir hann að sje að minnka við uppárnar, og smásilungur (smálax ?) í lækjum að hverfa." [...] Þegar Bryniólfur fór að búa, fyrir 20 árum, fjekk hann um 200 laxa á sumri og stundum meir. Einu sinni veiddi hann 110 laxa einn dag, og annað sumar 200 laxa á einum degi. Þá var veitt langt fram á vetur; þannig veiddi hann einu sinni 8 eða 10 laxa á þrettánda, og eina hrygnu, ekki mjög magra, á góuþrælinn." Og það fór aldrei svo nema að hnignun í laxveiðinni í uppánum væri skýrð með of mikilli netaveiði neðar í vatnakerfinu, en það virðist engu skipta á hvaða tíma veiði á svæðinu er undir smásjánni, alltaf eru sömu álitamálin uppi. „Nú er veiðin mjög lítil, 4 — 5 laxar á sumri. Í sumar var hún þó óvanalega góð: 30 laxar, en fremur smáir. Þeir laxar sem veiðzt hafa á síðari árum hafa opt verið með netaförum. Ekki segir hann að laxinn sje smærri nú en áður, og honum bar saman við Sigurð á Kópsvatni um margt, sem snerti hætti laxins. Hann telur hina miklu veiði niður frá vera aðalorsökina til hnignunarinnar í veiði í uppánum." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Árið 1896 skrifaði Bjarni Sæmundsson, (1867 - 1940) náttúrufræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands, skýrslu til landshöfðingja um fiskirannsóknir sínar sem hann vann fyrir styrk frá Alþingi sumarið 1896. Í skýrslu sinni víkur hann að mikilli nákvæmni að veiði í ám á Suðurlandi, og er þar mikinn og skemmtilegan fróðleik að finna, en texti skýrslunnar var birtur í Andvara árið 1897. Þar sem ég er áhugamaður um veiðisvæði Hvítár/Ölfusár og ekki síst um Stóru-Laxá í Hreppum langar mig til þess að deila með ykkur smá pælingum Bjarna um ána, þar sem hann vitnar til Brynjólfs Einarssonar, bónda á Sóleyjarbakka, sem þekkti veiði í ánni marga áratugi aftur í tímann.„Brynjólfur Einarsson, bóndi á Sóleyjarbakka, hefir um langan tima stundað veiði í ánni og jafnframt veitt lifnaðarháttum laxins og ánni nákvæma eptirtekt. [...] Hann hyggur, að lax þurfi langan tíma til að ganga frá Ölvesárósi upp í uppárnar, en hve langan, veit hann ekki, og er ekki auðið að segja um nú. En liklegt er, að hann hraði sjer undan selnum neðan til í ánni, og meðan hann er óþreyttur að synda á strauminn. Menn hafa einnig tekið eptir því í öðrum löndum, að hann hafi neðan til í á á einu dægri farið þann veg, sem hann ofan til í henni hefir þurft 8 daga til að fara, og að mótvindur hvetji hann á göngunni. Selur sjest mjög sjaldan eða aldrei í Stóru Laxá, en tíðari í Hvítá fyrir ofan ármótin, og álítur Brynjólfur, að laxinn flýi undan selnum upp í Laxá. Aldrei hefir hann orðið var við neitt í laxmögum, og aldrei sjeð lús á laxi." Bjarni pælir töluvert í hrygningu laxins í Stóru, en það er athyglisvert að svo torvelt var að komast um stórskorið landið – kannski á svæði IV eins og við þekkjum það? En í lok 19. aldar var enginn ákveðinn veiðitími og veturinn alveg jafn sjálfsagður tími, ef þannig lá á mönnum. „Riðblettir voru áður í Laxá uppi hjá Sólheimum (þar byrjar fyrst malarbotninn í ánni) og eflaust líka í öllum hyljum lengra upp frá, því þar var ekki auðið að komast að laxinum fyrir torfærum. Fugl segir hann að sje að minnka við uppárnar, og smásilungur (smálax ?) í lækjum að hverfa." [...] Þegar Bryniólfur fór að búa, fyrir 20 árum, fjekk hann um 200 laxa á sumri og stundum meir. Einu sinni veiddi hann 110 laxa einn dag, og annað sumar 200 laxa á einum degi. Þá var veitt langt fram á vetur; þannig veiddi hann einu sinni 8 eða 10 laxa á þrettánda, og eina hrygnu, ekki mjög magra, á góuþrælinn." Og það fór aldrei svo nema að hnignun í laxveiðinni í uppánum væri skýrð með of mikilli netaveiði neðar í vatnakerfinu, en það virðist engu skipta á hvaða tíma veiði á svæðinu er undir smásjánni, alltaf eru sömu álitamálin uppi. „Nú er veiðin mjög lítil, 4 — 5 laxar á sumri. Í sumar var hún þó óvanalega góð: 30 laxar, en fremur smáir. Þeir laxar sem veiðzt hafa á síðari árum hafa opt verið með netaförum. Ekki segir hann að laxinn sje smærri nú en áður, og honum bar saman við Sigurð á Kópsvatni um margt, sem snerti hætti laxins. Hann telur hina miklu veiði niður frá vera aðalorsökina til hnignunarinnar í veiði í uppánum." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði