Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Tal segir fyrirtækið ekki brjóta höfundalög

Valur Grettisson skrifar
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.
„Eina sem ég hef um það að segja er að öllum er frjálst að leita réttar síns,“ segir Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Tals, þegar hún er innt eftir viðbrögðum vegna Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), sem hyggjast kæra fyrirtækið fyrir brot á lögum um höfundarétt.

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að samtökin hygðust kæra Tal og Flix.is fyrir að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast ólöglega efnisveitur eins og Netflix og Hulu. Hann telur þjónustu fyrirtækjanna skýrt brot á lögum um höfundarétt.

„Ég vil taka fram að Tal hafnar því að Lúxusnet Tals sé ólöglegt. Við teljum að þessi nýja leið sé einfaldlega hluti af þeirri þróun sem á sér stað í netheimum,“ segir Petrea og bætir við: „Tal telur að internetið sé alþjóðlegt fyrirbæri og án landamæra.“

Petrea bendir ennfremur á að samkvæmt norskri rannsókn á ólöglegu niðurhali, hafi komið í ljós að með tilkomu Spotify og Netflix þar í landi, dróst stórlega úr ólöglegri dreifingu á afþreyingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×