Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:30 Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira