Óheppið dádýr á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2013 08:45 Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Þegar ekið er á 180 kílómetra hraða á Renault Megane RS á Nürburgring brautinni vilja fáir hitta fyrir hlaupandi dádýr því engin leið er að forða árekstri. Þetta fékk ökumaðurinn í meðfylgjandi myndskeiði að reyna, sér til lítillar gleði. Ekki þarf að efast um afdrif dýrsins og jafnvel fíll hefði ekki staðið af sér slíkan árekstur. Þó það sjáist ekki vel í myndskeiðinu þá hlýtur að hafa sést talsvert á bílnum kraftmikla eftir dádýrið. Ökumaðurinn verður að teljast heppinn að dýrir lenti ekki á framrúðunni, en þá hefði ekki verið að sökum að spyrja á þessum hraða. Rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu en áreksturinn gerist eftir að 23 sekúndur eru liðnar af því.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent