Nýtt sýnishorn hefur verið birt úr kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug, en hún er önnur myndin í Hobbitaþríleik leikstjórans Peters Jackson sem byggður er á bók J.R.R. Tolkien.
Þetta er fyrsta langa stiklan úr myndinni en áður hafði verið birt svokölluð kitla, eða „teaser“. Í helstu hlutverkum myndarinnar eru þau Martin Freeman, Ian McKellen, Benedict Cumberbatch, Orlando Bloom, Cate Blanchett og Hugo Weaving.
Myndin verður frumsýnd þann 26. desember hér á landi og stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
