Leikkonan Amanda Bynes er útskrifuð af geðdeild og flutt heim til foreldra sinna. Hún heldur áfram að sækja reglulega meðferð hjá geðlækni.
Hún stefnir á nám í fatahönnun. Áður hefur hún lýst yfir áhuga sínum á því að starfa í tískuheiminum og áhugaleysi sínu á því að halda áfram að leika.
Amanda Bynes var nauðungarvistuð á geðdeild í júlí eftir umferðarlagabrot. Fljótlega bárust fréttir af því að ekki var einfaldlega um óhlýðni ungstirnisins að ræða, því Amanda var greind með geðrofssjúkdóm.
Amanda Bynes stefnir á nám í fatahönnun
UE skrifar
