Handbolti

Rússajeppinn kominn á leiðarenda

Sigfús ásamt Degi Sigurðssyni.
Sigfús ásamt Degi Sigurðssyni.
Handboltakempan og silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Peking, Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Þetta tilkynnir Sigfús á Facebook-síðu sinni í kvöld.

"Þá eru skórnir komnir upp í hillu. Gamli hættur að spila boltann og er að fara inn á nýjar leiðir. Langar að þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér að komast jafn langt og ég komst. Er stoltur af ferlinum og núna tekur eitthvað nýtt og spennandi við. Takk allir," segir Sigfús á Facebook í kvöld.

Rússajeppinn, eins og Sigfús var oft kallaður, er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og ávallt komið á óvart með endurkomum sínum. Allt hefur þó sinn tíma.

Sigfús er uppalinn Valsari og lauk ferlinum á heimavelli. Hann lék einnig með þýsku liðunum Magdeburg og Emsdetten sem og spænska liðinu Ademar Leon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×