Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 105-83 | Logi með 41 stig Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 22. nóvember 2013 11:45 Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson skoruðu saman 65 stig í kvöld. Mynd/ÓskarÓ Logi Gunnarsson skoraði 41 stig þegar Njarðvík vann 22 stiga sigur á nýliðum Hauka, 105-83, þegar liðin mættust í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík fór upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Logi hitti úr 15 af 26 skotum sínum þar af 7 af 11 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Elvar Már Friðriksson var með 24 stig og 11 stoðsendingar. Njarðvík var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, en stakk af í lokin með því að vinna fjórða leikhlutann 33-20. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leikinn betur í kvöld en þeir skoruðu fyrstu sjö stigin og komust í 12-5 þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Eini leikmaður Hauka sem virtist vita að það væri byrjaður körfuboltaleikur var Terrence Watson en hann skoraði fyrstu 9 stig gestanna og tók þjálfari þeirra leikhlé þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður. Það virtist duga því Haukarnir komust yfir þegar rúmar tvær mínútur lifðu af leikhlutanum 19-20 og fór um Einar Árna þjálfara heimamanna og tók hann því leikhlé. Heimamenn skoruðu fyrstu fimm stigin eftir leikhlé en Haukar minnkuðu muninn aftur niður í eitt stig áður en Njarðvíkingar kláruðu leikhlutann á 4-0 sprett og leiddu þeir með einu stigi eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti var fjörugur svo ekki sé meira sagt. Liðin skiptust á að skora framan af og á köflum var leikinn flottur varnarleikur ásamt því að boðið var upp á tilþrif af bestu gerð. Munurinn varð aldrei meiri en 6 stig Njarðvíkingum í vil en þeir náðu ekki að hrista gestina af sér eins og þeir hefður viljað. Komu Haukar alltaf aftur og komust yfir einu sinni í leikhlutanum. Hálfleiknum lauk svo eins og fyrsta leikhluta hafði lokið, heimamenn skoruðu seinustu stigin í hálfleiknum og voru þau sex talsins að þessu sinni og leiddu þeir með fimm stigum í hálfleik. Terrence Watson leikmaður Hauka var einu frákasti frá því að ná tvöfaldri tvennu í fyrir hálfleik en hann skoraði 19 stig og reif niður 9 fráköst, þar af fimm í sókninni. Logi Gunnarsson fór fyrir heimamönnum og hafði skorað 15 stig í hálfleik, Elvar Már var honum næstur með 14 stig ásamt því að senda 5 stoðsendingar. Seinni hálfleikur var eins og fyrri hálfleikurinn, góð skemmtun. Liðin byrjuðu í þriðja leikhluta eins og aðra leikhluta, á því að skiptast á að skora og var munurinn enn sex stig þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Það má segja að Logi Gunnarsson hafi fundið fjölina sína í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta byrjaði að skilja að á milli liðanna, heimamenn juku ákafanna í vörninni og neyddu gestina í erfiðari skot heldur en þeir höfðu náð að skapa sér í fyrri hálfleik. Tíu stig varð mesti munur á liðunum þegar þriðji leikhluti var hálfnaður en eins og áður í leiknum komu Haukar til baka og minnkuðu muninn í fimm stig. Þá tóku heimamenn smá sprett og leiddu með níu stigum fyrir lokafjórðunginn, 72-63. Kári Jónsson, enn eitt ungstirnið í íslenskum körfubolta lauk fjórðungnum með flautukörfu og var kominn með 17 stig á þeim tímapunkti. Njarðvíkingar héldu áfram að spila eins og þeir sem valdið höfðu í upphafi fjórða leikhluta og tognaði á muninum eftir því sem leið á fjórðunginn. Var munurinn orðinn 15 stig þegar rúmar fjórar mínútur voru liðna. Logi Gunnarsson fór hamförum í fjórða leikhluta og skoraði til að mynda fjórar af sjö þriggja stiga körfum sínum í fjórðungnum. Haukarnir sýndu samt sem áður góðann leik þó munurinn hafi verið orðinn svona mikill í lokafjórðungnum og voru liði sínu til sóma. Heimamenn sigldu síðan lygnum sjó til hafna með sigurinn sem var að veði fyrir leikinn og voru lokatölur 105-83. Logi Gunnarsson var eins og áður segir atkvæðamestur en hann skilaði 41 stigi í hús og að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Elvar Már Friðriksson átti einnig fínan leik en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Haukum var Terrence Watson bestur með 31 stig og 12 fráköst þar sem átta fráköst voru tekin í sókninni. Kári Jónsson bætti við 17 stigum fyrir gestina.Ívar Ásgrímsson: Mér fannst við ekkert slakir, þeir voru bara frábærir Þjálfari Hauka var ánægður með leik sinna manna í kvöld, þó að þeir hafi ekki náð að landa sigri. „Það sem ég er ánægðastur með er að við vorum að leggja okkur fram og varnarlega vorum við að mörgu leyti allt í lagi. Við gleymdum okkur stundum og Njarðvíkingarnir áttu frábæran leik í kvöld og refsuðu okkur í hvert einasta skiptið sem við gerðum mistök í vörninni. Það er erfitt að eiga við þá þegar Logi er í þessum ham og Elvar var líka frábær. Við réðum illa við þá og þeir hittu úr stóru skotunum sínum og þegar Logi hittir svona úr þriggja stiga er erfitt að eiga við Njarðvíkinga. Þeir voru góðir í kvöld en mér fannst við ekkert slakir, þeir voru bara frábærir.“ „Við erum á pari við það sem við ætluðum okkur í upphafi tímabils. Þannig að það er í lagi en við þurfum líka að vinna þessi stóru lið og það kemur vonandi með reynslunni. Njarðvíkingar eiga hrós skilið, þeir koma til baka eftir slakan leik á móti KR, þeir voru dýrvitlausir. Strákar sem voru lélegir þá, eins og Logi og Elvar voru frábærir í dag.“ Um Kára Jónsson, ungan leikmann Hauka sem átti flottan dag og fleiri leikmenn sína, sagði Ívar: „Hann er góður þessi strákur og spilaði mjög vel í dag. Útlendingurinn okkar var frábær og mér fannst Emil spila mjög vel í þessum leik en það kannski vantaði þriggja stiga skotin. Haukur var ekki að setja hann í dag. Það er kannski munurinn í dag, þeir hitta úr öllum sínum þriggja stiga skotum en við hittum illa. Þar liggur munurinn.“Logi Gunnarsson: Boltinn fór ofan í og hélt ég því áfram að skjóta Maður leiksins var að vonum ánægður með liðið sitt og sína frammistöðu. Um leikinn sagði hann: „Við vildum náttúrulega halda þeim í færri stigum í fyrri hálfleik en Haukarnir eru í þriðja sæti með okkur Grindvíkingum og þetta er hörkulið. Þeir skoruðu samt allt of mikið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik þá settum við í lás.“ „Ég spila alltaf eins, reyni að vera ákveðinn og í dag fóru skotin niður. Ég held áfram að skjóta þegar ég fæ góð skot og í dag var það bara þannig að boltinn fór ofan í og hélt ég því áfram að skjóta“, sagði Logi um sína eigin frammistöðu í kvöld. Seinasti leikur Njarðvíkur fór heldur illa og taldi Logi að þessi sigur hjálpaði liðinu að rífa sig upp úr þeirri lægð. „Það er alltaf einn og einn leikur á hverju tímabili þar sem allt hrynur og það var leikurinn á móti KR. Nú er hann bara búinn og núna höldum við bara áfram. Það er svo sem ekkert stórmál þó að það hafi gerst í einum leik, við höldum bara áfram á okkar braut og mér fannst við koma vel til baka eftir það tap.“ „Við vitum alveg að við erum jafngóðir og bestu liðin í deildinni og við eigum að vera við toppinn en ef við slökum á og eigum slaka leiki þá töpum við, eins og í síðasta leik. Ef við spilum eins og við erum vanir að gera þá erum við með bestu liðunum í deildinni.“Njarðvík-Haukar 105-83 (26-23, 22-20, 24-20, 33-20)Njarðvík: Logi Gunnarsson 41/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 24/4 fráköst/11 stoðsendingar, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 6, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 3, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 1/7 fráköst.Haukar: Terrence Watson 32/12 fráköst, Kári Jónsson 17, Haukur Óskarsson 13/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst, Emil Barja 7/9 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7.Leiklýsing: Njarðvík - Haukar4. leikhluti | 105-83: Leiknum er lokið. Stórskemmtilegur leikur og stórleikur hjá Loga Gunnarssyni.4. leikhluti | 100-83: Logi tekinn útaf þegar mínúta er eftir. Terrence Watson er líka með flottan leik, en hann hefur skorað 31 stig og tekið 12 fráköst.4. leikhluti | 98-75: Þriggja stiga karfa frá Loga og þar með eru stigin orðin 41. Stórkostlegt að horfa á hann spila. 2:24 eftir.4. leikhluti | 95-73: Logi bætir tveimur við, 38 stig í heild, þetta flokkast undir stórleik. 2:56 eftir.4. leikhluti | 93-71: Logi Gunnarsson með tvo þrista í röð. Eftir þann fyrri stálu heimamenn boltanum áður en Haukar komust yfir miðju og barst boltinn á Loga sem þrumaði boltanum í körfuna. Haukar taka leikhlé í kjölfarið. 3:40 eftir.4. leikhluti | 87-69: Og Logi rýfur 30 stiga múrinn en það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist. 4:15 eftir.4. leikhluti | 85-67: Þeir virðast ætla að sigla þessum sigri heim Njarðvíkingar. Þriggja stiga karfa frá Ágústi Orrasyni kemur muninum í 18 stig. 4:59 eftir.4. leikhluti | 82-67: Logi Gunnarsson bætir þremur stigum við í sarpinn og er kominn með 28 stig. 6:13 eftir.4. leikhluti | 79-65: 14 stiga munur og er það vörn heimamanna sem hefur skilað muninum í hús. 7:15 eftir.4. leikhluti | 75-63: Lítið skorað á upphafsmínútum fjórðungsins. Watson er kominn með 8 sóknarfráköst og 12 í heild. 8:12 eftir.4. leikhluti | 75-63: Lokafjórðungurinn er hafinn og heimamenn stálu boltanum í tvígang og náðu að nýta sér annað skiptið. Þá skoraði Logi Gunnarss. körfu og fékk vítaskot að auki sem hann nýtti. 9:23 eftir.3. leikhluti | 72-63: Þriðja fjórðung lýkur með flautukörfu frá Kára Jónssyni, sem kominn er með 17 stig. Njarðvíkingar náðu góðum sprettum en Haukar náðu alltaf að vinna sig inn í leikinn aftur. Stórgott.3. leikhluti | 72-60: Kári Jónsson lá eftir en er staðinn upp. Á meðan negldi Elvar Már þrist í körfuna. 20 sek eftir.3. leikhluti | 69-60: Heimamenn svara með því að skora sex stig í röð. Það ætlar að vera harka í þessu í allt kvöld. Það eru góðar fréttir. 50 sek. eftir.3. leikhluti | 63-58: Sjö stig í röð núna frá Haukunum, þeir leggja árarnar ekki svo auðveldlega í bátinn. 2:41 eftir.3. leikhluti | 63-53: Watson með sóknarfrákast og skilar boltanum strax aftur í körfuna með troðslu. 3:37 eftir.3. leikhluti | 61-51: Mesti munur á liðunum hingað til, heimamenn eru að auka ákafann í vörninni og það er að skila sér. 4:22 eftir.3. leikhluti | 57-51: Haukar taka leikhlé þegar 6:07 eru eftir. Þetta heldur áfram að vera stórskemmtilegur leikur. Nú er einnig hlaupin barátta í spilið, það er kastað sér á eftir öllum boltum.3. leikhluti | 55-49: Ennþá halda liðin áfram að skiptast á því að skora sem þýðir að munurinn verður aldrei mikill á liðunum. 7:30 eftir.3. leikhluti | 50-45: Heimamenn skora fyrstu stigin í hálfleiknum, stela boltanum en tapa honum fljótlega aftur og Haukar komast á blað í seinni. 9:02 eftir.3. leikhluti | 48-43: Seinni hálfleikur er hafinn, Njarðvík byrjar með boltann. 9:55 eftir. 2. leikhluti | 48-43: Hálfleikur. Njarðvíkingar leiða með fimm stigum. Logi Gunnarsson fer fyrir sínum mönnum með 15 stig. Watson er kominn með 19 stig og 9 fráköst. Vonandi heldur þessi leikur áfram að vera spennandi.2. leikhluti | 44-43: Haukar náðu að komast einu stigi yfir en heimamenn fljótir að leiðrétta það. 45 sek. eftir.2. leikhluti | 40-38: Spenna í þessum leik. Njarðvíkingar ná ekki að hrista Haukana af sér. 1:52 eftir.2. leikhluti | 37-34: Watson að bjóða upp á flottustu tilþrifin hingað til. Hann tróð með krafti yfir Friðrik Stefánsson og fékk villu þar að auki. Svona kætir augað. 3:25 eftir.2. leikhluti | 37-31: Nú voru það heimamenn sem tóku fjögur sóknarfráköst í sömu sókninni en náðu svo loksins að setja boltann í körfuna. 3:41 eftir.2. leikhluti | 35-31: Liðin skiptast á að skora, mjög góð skemmtun þessi leikur. Fínar varnir hjá báðum liðum á köflum. 4:46 eftir.2. leikhluti | 32-29: Kári Jónsson er með góða innkomu kominn með 8 stig. 5:55 eftir.2. leikhluti | 30-26: Watson er kominn með 7 fráköst og þar af fjögur sóknarfráköst. 7:10 eftir.2. leikhluti | 28-23: Annar leikhluti er hafinn og Njarðvíkingar skora fyrstu stigin, Elvar Már með gott hraðaupphlaup eftir stolinn bolta. 9:07 eftir.1. leikhluti | 26-23: Leikhlutanum er lokið og heimamenn leiða með þremur stigum. Þeir byrjuðu af meiri krafti en Haukar náðu að hrista af sér slenið og þetta er hörkuleikur enn sem komið er.1. leikhluti | 24-23: Njarðvík skoraði fimm stig eftir leikhléið en Haukar svara með þriggja stiga körfu og munurinn er eins lítill og hann gerist. 1 mín eftir.1. leikhluti | 19-20: Haukar komast yfir í fyrsta sinn í leiknum og heimamenn taka leikhlé, ansi slæmur leikkafli hjá þeim undanfarnar mínútur. 2:05 eftir.1. leikhluti | 19-18: Logi Gunnarsson og Watson eru báðir komnir með 10 stig. 2:26 eftir.1. leikhluti | 17-15: Fjögur sóknarfráköst í sömu sókninni hjá Haukum og loksins fór boltinn ofan í. 3:41 eftir.1. leikhluti | 17-9: Logi Gunnarsson eykur muninn í átta stig, fékk villu í þriggja stiga skoti og það fóru öll vítin ofan í. 5:14 eftir.1. leikhluti | 14-9: Leikhlé tekið af Haukum, fleiri leikmenn þyrftu að fara að leggja eitthvað í stigasöfnunina hjá þeim. 5:18 eftir.1. leikhluti | 14-9: Terrence Watson hefur skorað öll stig gestanna og tekið 2 fráköst að auki, Emil Barja er duglegur að finna hann, kominn með 3 stoðsendingar. 5:30 eftir.1. leikhluti | 12-5: Góð byrjun hjá heimamönnum, Logi Gunnarsson er kominn með 5 stig. 6:24 eftir.1. leikhluti | 7-2: Watson kemur gestunum á blað með því að leggja boltann í körfuna og nýta vítaskot sem hann fékk að auki. 7:24 eftir.1. leikhluti | 5-0: Nigel Moore opnar leikinn með þriggja stiga körfu og Logi Gunnarsson bætir síðan við tveimur stigum með flottu gegnumbroti. 8:43 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem hefja sókn. 9:55 eftir.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks og allt fer að verða tilbúið fyrir leik kvöldsins.Fyrir leik: Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík lítur einnig nokkuð vel út í tölfræðidálkinum en hann skorar að meðaltali 26 stig og þefar uppi samherja sína með 7 stigum.Fyrir leik: Terrence Watson hjá Haukum hefur farið mikinn það sem af er vetri. Að meðaltali skilar hann tvöfaldri tvennu í hverjum leik. 28 stig og 16 fráköst að meðaltali, sem verður að segjast að er ansi myndarlegt. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig stóru strákarnir í Njarðvík ráða við hann undir körfunni.Fyrir leik: Njarðvíkingar töpuðu seinasta leik sínum nokkuð illa, þegar þeir steinlágu fyrir KR í DHL-höllinni 96-72 og vilja væntanlega bæta upp fyrir það slys. Haukar hinsvegar mörðu KFÍ með sex stigum á heimavelli í Schenker-höllinni. Haukar gætu með sigri í kvöld komið sér í þriðja sæti deildarinnar.Fyrir leik: Liðin sem mætast hér í kvöld eru jöfn að stigum en bæði lið eru með átta stig. Haukar eru skráðir í fjórða sæti deildarinnar og heimamenn í Njarðvík eru settir í það sjötta. Þess vegna á pappírnum getum við gert ráð fyrir hörkuleik í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Leikurinn í Ljónagryfjunni er eini leikur kvöldsins í Dominos-deildinni en leik KFÍ og Grindavíkur var frestað þangað til á morgun kl. 17. Það var vegna veðurs held ég.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Hauka lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Logi Gunnarsson skoraði 41 stig þegar Njarðvík vann 22 stiga sigur á nýliðum Hauka, 105-83, þegar liðin mættust í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík fór upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Logi hitti úr 15 af 26 skotum sínum þar af 7 af 11 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Elvar Már Friðriksson var með 24 stig og 11 stoðsendingar. Njarðvík var fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43, en stakk af í lokin með því að vinna fjórða leikhlutann 33-20. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leikinn betur í kvöld en þeir skoruðu fyrstu sjö stigin og komust í 12-5 þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Eini leikmaður Hauka sem virtist vita að það væri byrjaður körfuboltaleikur var Terrence Watson en hann skoraði fyrstu 9 stig gestanna og tók þjálfari þeirra leikhlé þegar fyrsti fjórðungur var hálfnaður. Það virtist duga því Haukarnir komust yfir þegar rúmar tvær mínútur lifðu af leikhlutanum 19-20 og fór um Einar Árna þjálfara heimamanna og tók hann því leikhlé. Heimamenn skoruðu fyrstu fimm stigin eftir leikhlé en Haukar minnkuðu muninn aftur niður í eitt stig áður en Njarðvíkingar kláruðu leikhlutann á 4-0 sprett og leiddu þeir með einu stigi eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti var fjörugur svo ekki sé meira sagt. Liðin skiptust á að skora framan af og á köflum var leikinn flottur varnarleikur ásamt því að boðið var upp á tilþrif af bestu gerð. Munurinn varð aldrei meiri en 6 stig Njarðvíkingum í vil en þeir náðu ekki að hrista gestina af sér eins og þeir hefður viljað. Komu Haukar alltaf aftur og komust yfir einu sinni í leikhlutanum. Hálfleiknum lauk svo eins og fyrsta leikhluta hafði lokið, heimamenn skoruðu seinustu stigin í hálfleiknum og voru þau sex talsins að þessu sinni og leiddu þeir með fimm stigum í hálfleik. Terrence Watson leikmaður Hauka var einu frákasti frá því að ná tvöfaldri tvennu í fyrir hálfleik en hann skoraði 19 stig og reif niður 9 fráköst, þar af fimm í sókninni. Logi Gunnarsson fór fyrir heimamönnum og hafði skorað 15 stig í hálfleik, Elvar Már var honum næstur með 14 stig ásamt því að senda 5 stoðsendingar. Seinni hálfleikur var eins og fyrri hálfleikurinn, góð skemmtun. Liðin byrjuðu í þriðja leikhluta eins og aðra leikhluta, á því að skiptast á að skora og var munurinn enn sex stig þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Það má segja að Logi Gunnarsson hafi fundið fjölina sína í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta byrjaði að skilja að á milli liðanna, heimamenn juku ákafanna í vörninni og neyddu gestina í erfiðari skot heldur en þeir höfðu náð að skapa sér í fyrri hálfleik. Tíu stig varð mesti munur á liðunum þegar þriðji leikhluti var hálfnaður en eins og áður í leiknum komu Haukar til baka og minnkuðu muninn í fimm stig. Þá tóku heimamenn smá sprett og leiddu með níu stigum fyrir lokafjórðunginn, 72-63. Kári Jónsson, enn eitt ungstirnið í íslenskum körfubolta lauk fjórðungnum með flautukörfu og var kominn með 17 stig á þeim tímapunkti. Njarðvíkingar héldu áfram að spila eins og þeir sem valdið höfðu í upphafi fjórða leikhluta og tognaði á muninum eftir því sem leið á fjórðunginn. Var munurinn orðinn 15 stig þegar rúmar fjórar mínútur voru liðna. Logi Gunnarsson fór hamförum í fjórða leikhluta og skoraði til að mynda fjórar af sjö þriggja stiga körfum sínum í fjórðungnum. Haukarnir sýndu samt sem áður góðann leik þó munurinn hafi verið orðinn svona mikill í lokafjórðungnum og voru liði sínu til sóma. Heimamenn sigldu síðan lygnum sjó til hafna með sigurinn sem var að veði fyrir leikinn og voru lokatölur 105-83. Logi Gunnarsson var eins og áður segir atkvæðamestur en hann skilaði 41 stigi í hús og að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Elvar Már Friðriksson átti einnig fínan leik en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Haukum var Terrence Watson bestur með 31 stig og 12 fráköst þar sem átta fráköst voru tekin í sókninni. Kári Jónsson bætti við 17 stigum fyrir gestina.Ívar Ásgrímsson: Mér fannst við ekkert slakir, þeir voru bara frábærir Þjálfari Hauka var ánægður með leik sinna manna í kvöld, þó að þeir hafi ekki náð að landa sigri. „Það sem ég er ánægðastur með er að við vorum að leggja okkur fram og varnarlega vorum við að mörgu leyti allt í lagi. Við gleymdum okkur stundum og Njarðvíkingarnir áttu frábæran leik í kvöld og refsuðu okkur í hvert einasta skiptið sem við gerðum mistök í vörninni. Það er erfitt að eiga við þá þegar Logi er í þessum ham og Elvar var líka frábær. Við réðum illa við þá og þeir hittu úr stóru skotunum sínum og þegar Logi hittir svona úr þriggja stiga er erfitt að eiga við Njarðvíkinga. Þeir voru góðir í kvöld en mér fannst við ekkert slakir, þeir voru bara frábærir.“ „Við erum á pari við það sem við ætluðum okkur í upphafi tímabils. Þannig að það er í lagi en við þurfum líka að vinna þessi stóru lið og það kemur vonandi með reynslunni. Njarðvíkingar eiga hrós skilið, þeir koma til baka eftir slakan leik á móti KR, þeir voru dýrvitlausir. Strákar sem voru lélegir þá, eins og Logi og Elvar voru frábærir í dag.“ Um Kára Jónsson, ungan leikmann Hauka sem átti flottan dag og fleiri leikmenn sína, sagði Ívar: „Hann er góður þessi strákur og spilaði mjög vel í dag. Útlendingurinn okkar var frábær og mér fannst Emil spila mjög vel í þessum leik en það kannski vantaði þriggja stiga skotin. Haukur var ekki að setja hann í dag. Það er kannski munurinn í dag, þeir hitta úr öllum sínum þriggja stiga skotum en við hittum illa. Þar liggur munurinn.“Logi Gunnarsson: Boltinn fór ofan í og hélt ég því áfram að skjóta Maður leiksins var að vonum ánægður með liðið sitt og sína frammistöðu. Um leikinn sagði hann: „Við vildum náttúrulega halda þeim í færri stigum í fyrri hálfleik en Haukarnir eru í þriðja sæti með okkur Grindvíkingum og þetta er hörkulið. Þeir skoruðu samt allt of mikið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik þá settum við í lás.“ „Ég spila alltaf eins, reyni að vera ákveðinn og í dag fóru skotin niður. Ég held áfram að skjóta þegar ég fæ góð skot og í dag var það bara þannig að boltinn fór ofan í og hélt ég því áfram að skjóta“, sagði Logi um sína eigin frammistöðu í kvöld. Seinasti leikur Njarðvíkur fór heldur illa og taldi Logi að þessi sigur hjálpaði liðinu að rífa sig upp úr þeirri lægð. „Það er alltaf einn og einn leikur á hverju tímabili þar sem allt hrynur og það var leikurinn á móti KR. Nú er hann bara búinn og núna höldum við bara áfram. Það er svo sem ekkert stórmál þó að það hafi gerst í einum leik, við höldum bara áfram á okkar braut og mér fannst við koma vel til baka eftir það tap.“ „Við vitum alveg að við erum jafngóðir og bestu liðin í deildinni og við eigum að vera við toppinn en ef við slökum á og eigum slaka leiki þá töpum við, eins og í síðasta leik. Ef við spilum eins og við erum vanir að gera þá erum við með bestu liðunum í deildinni.“Njarðvík-Haukar 105-83 (26-23, 22-20, 24-20, 33-20)Njarðvík: Logi Gunnarsson 41/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 24/4 fráköst/11 stoðsendingar, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 6, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 3, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 1/7 fráköst.Haukar: Terrence Watson 32/12 fráköst, Kári Jónsson 17, Haukur Óskarsson 13/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst, Emil Barja 7/9 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7.Leiklýsing: Njarðvík - Haukar4. leikhluti | 105-83: Leiknum er lokið. Stórskemmtilegur leikur og stórleikur hjá Loga Gunnarssyni.4. leikhluti | 100-83: Logi tekinn útaf þegar mínúta er eftir. Terrence Watson er líka með flottan leik, en hann hefur skorað 31 stig og tekið 12 fráköst.4. leikhluti | 98-75: Þriggja stiga karfa frá Loga og þar með eru stigin orðin 41. Stórkostlegt að horfa á hann spila. 2:24 eftir.4. leikhluti | 95-73: Logi bætir tveimur við, 38 stig í heild, þetta flokkast undir stórleik. 2:56 eftir.4. leikhluti | 93-71: Logi Gunnarsson með tvo þrista í röð. Eftir þann fyrri stálu heimamenn boltanum áður en Haukar komust yfir miðju og barst boltinn á Loga sem þrumaði boltanum í körfuna. Haukar taka leikhlé í kjölfarið. 3:40 eftir.4. leikhluti | 87-69: Og Logi rýfur 30 stiga múrinn en það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist. 4:15 eftir.4. leikhluti | 85-67: Þeir virðast ætla að sigla þessum sigri heim Njarðvíkingar. Þriggja stiga karfa frá Ágústi Orrasyni kemur muninum í 18 stig. 4:59 eftir.4. leikhluti | 82-67: Logi Gunnarsson bætir þremur stigum við í sarpinn og er kominn með 28 stig. 6:13 eftir.4. leikhluti | 79-65: 14 stiga munur og er það vörn heimamanna sem hefur skilað muninum í hús. 7:15 eftir.4. leikhluti | 75-63: Lítið skorað á upphafsmínútum fjórðungsins. Watson er kominn með 8 sóknarfráköst og 12 í heild. 8:12 eftir.4. leikhluti | 75-63: Lokafjórðungurinn er hafinn og heimamenn stálu boltanum í tvígang og náðu að nýta sér annað skiptið. Þá skoraði Logi Gunnarss. körfu og fékk vítaskot að auki sem hann nýtti. 9:23 eftir.3. leikhluti | 72-63: Þriðja fjórðung lýkur með flautukörfu frá Kára Jónssyni, sem kominn er með 17 stig. Njarðvíkingar náðu góðum sprettum en Haukar náðu alltaf að vinna sig inn í leikinn aftur. Stórgott.3. leikhluti | 72-60: Kári Jónsson lá eftir en er staðinn upp. Á meðan negldi Elvar Már þrist í körfuna. 20 sek eftir.3. leikhluti | 69-60: Heimamenn svara með því að skora sex stig í röð. Það ætlar að vera harka í þessu í allt kvöld. Það eru góðar fréttir. 50 sek. eftir.3. leikhluti | 63-58: Sjö stig í röð núna frá Haukunum, þeir leggja árarnar ekki svo auðveldlega í bátinn. 2:41 eftir.3. leikhluti | 63-53: Watson með sóknarfrákast og skilar boltanum strax aftur í körfuna með troðslu. 3:37 eftir.3. leikhluti | 61-51: Mesti munur á liðunum hingað til, heimamenn eru að auka ákafann í vörninni og það er að skila sér. 4:22 eftir.3. leikhluti | 57-51: Haukar taka leikhlé þegar 6:07 eru eftir. Þetta heldur áfram að vera stórskemmtilegur leikur. Nú er einnig hlaupin barátta í spilið, það er kastað sér á eftir öllum boltum.3. leikhluti | 55-49: Ennþá halda liðin áfram að skiptast á því að skora sem þýðir að munurinn verður aldrei mikill á liðunum. 7:30 eftir.3. leikhluti | 50-45: Heimamenn skora fyrstu stigin í hálfleiknum, stela boltanum en tapa honum fljótlega aftur og Haukar komast á blað í seinni. 9:02 eftir.3. leikhluti | 48-43: Seinni hálfleikur er hafinn, Njarðvík byrjar með boltann. 9:55 eftir. 2. leikhluti | 48-43: Hálfleikur. Njarðvíkingar leiða með fimm stigum. Logi Gunnarsson fer fyrir sínum mönnum með 15 stig. Watson er kominn með 19 stig og 9 fráköst. Vonandi heldur þessi leikur áfram að vera spennandi.2. leikhluti | 44-43: Haukar náðu að komast einu stigi yfir en heimamenn fljótir að leiðrétta það. 45 sek. eftir.2. leikhluti | 40-38: Spenna í þessum leik. Njarðvíkingar ná ekki að hrista Haukana af sér. 1:52 eftir.2. leikhluti | 37-34: Watson að bjóða upp á flottustu tilþrifin hingað til. Hann tróð með krafti yfir Friðrik Stefánsson og fékk villu þar að auki. Svona kætir augað. 3:25 eftir.2. leikhluti | 37-31: Nú voru það heimamenn sem tóku fjögur sóknarfráköst í sömu sókninni en náðu svo loksins að setja boltann í körfuna. 3:41 eftir.2. leikhluti | 35-31: Liðin skiptast á að skora, mjög góð skemmtun þessi leikur. Fínar varnir hjá báðum liðum á köflum. 4:46 eftir.2. leikhluti | 32-29: Kári Jónsson er með góða innkomu kominn með 8 stig. 5:55 eftir.2. leikhluti | 30-26: Watson er kominn með 7 fráköst og þar af fjögur sóknarfráköst. 7:10 eftir.2. leikhluti | 28-23: Annar leikhluti er hafinn og Njarðvíkingar skora fyrstu stigin, Elvar Már með gott hraðaupphlaup eftir stolinn bolta. 9:07 eftir.1. leikhluti | 26-23: Leikhlutanum er lokið og heimamenn leiða með þremur stigum. Þeir byrjuðu af meiri krafti en Haukar náðu að hrista af sér slenið og þetta er hörkuleikur enn sem komið er.1. leikhluti | 24-23: Njarðvík skoraði fimm stig eftir leikhléið en Haukar svara með þriggja stiga körfu og munurinn er eins lítill og hann gerist. 1 mín eftir.1. leikhluti | 19-20: Haukar komast yfir í fyrsta sinn í leiknum og heimamenn taka leikhlé, ansi slæmur leikkafli hjá þeim undanfarnar mínútur. 2:05 eftir.1. leikhluti | 19-18: Logi Gunnarsson og Watson eru báðir komnir með 10 stig. 2:26 eftir.1. leikhluti | 17-15: Fjögur sóknarfráköst í sömu sókninni hjá Haukum og loksins fór boltinn ofan í. 3:41 eftir.1. leikhluti | 17-9: Logi Gunnarsson eykur muninn í átta stig, fékk villu í þriggja stiga skoti og það fóru öll vítin ofan í. 5:14 eftir.1. leikhluti | 14-9: Leikhlé tekið af Haukum, fleiri leikmenn þyrftu að fara að leggja eitthvað í stigasöfnunina hjá þeim. 5:18 eftir.1. leikhluti | 14-9: Terrence Watson hefur skorað öll stig gestanna og tekið 2 fráköst að auki, Emil Barja er duglegur að finna hann, kominn með 3 stoðsendingar. 5:30 eftir.1. leikhluti | 12-5: Góð byrjun hjá heimamönnum, Logi Gunnarsson er kominn með 5 stig. 6:24 eftir.1. leikhluti | 7-2: Watson kemur gestunum á blað með því að leggja boltann í körfuna og nýta vítaskot sem hann fékk að auki. 7:24 eftir.1. leikhluti | 5-0: Nigel Moore opnar leikinn með þriggja stiga körfu og Logi Gunnarsson bætir síðan við tveimur stigum með flottu gegnumbroti. 8:43 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Haukar sem hefja sókn. 9:55 eftir.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks og allt fer að verða tilbúið fyrir leik kvöldsins.Fyrir leik: Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík lítur einnig nokkuð vel út í tölfræðidálkinum en hann skorar að meðaltali 26 stig og þefar uppi samherja sína með 7 stigum.Fyrir leik: Terrence Watson hjá Haukum hefur farið mikinn það sem af er vetri. Að meðaltali skilar hann tvöfaldri tvennu í hverjum leik. 28 stig og 16 fráköst að meðaltali, sem verður að segjast að er ansi myndarlegt. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig stóru strákarnir í Njarðvík ráða við hann undir körfunni.Fyrir leik: Njarðvíkingar töpuðu seinasta leik sínum nokkuð illa, þegar þeir steinlágu fyrir KR í DHL-höllinni 96-72 og vilja væntanlega bæta upp fyrir það slys. Haukar hinsvegar mörðu KFÍ með sex stigum á heimavelli í Schenker-höllinni. Haukar gætu með sigri í kvöld komið sér í þriðja sæti deildarinnar.Fyrir leik: Liðin sem mætast hér í kvöld eru jöfn að stigum en bæði lið eru með átta stig. Haukar eru skráðir í fjórða sæti deildarinnar og heimamenn í Njarðvík eru settir í það sjötta. Þess vegna á pappírnum getum við gert ráð fyrir hörkuleik í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Leikurinn í Ljónagryfjunni er eini leikur kvöldsins í Dominos-deildinni en leik KFÍ og Grindavíkur var frestað þangað til á morgun kl. 17. Það var vegna veðurs held ég.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Njarðvíkur og Hauka lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira