Handbolti

Naumur en nauðsynlegur sigur Fram á Nesinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framstelpur fagna hér sigri.
Framstelpur fagna hér sigri. Mynd/Daníel
Íslandsmeistarar Fram unnu eins marks sigur á Gróttu í Hertz höllinni á Seltjarnarnesinu í kvöld, 23-22, þegar liðin mættust í tíundu umferð Olís-deild kvenna.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Nesinu í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér fyrir ofan en hér fyrir neðan eru einnig útvaldar myndir frá leiknum.

Sigurbjörg Jóhannssdóttir skoraði níu mörk fyrir Framliðið en hún hefur dregið vagninn ásamt hinni ungu Ragnheiði Júlíusdóttur (6 mörk) eftir að Íslandsmeistarnir misstu tvær landsliðskonur í meiðsli.

Grótta átti möguleika á því að ná fimm stiga forskoti á Fram og ÍBV í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en Fram er nú aðeins stigi á eftir Gróttuliðinu.

Grótta var fyrir leikinn búið að vinna fimm leiki í röð en Framkonur hafa klárað tvo síðustu leiki sína með minnsta mun, fyrst unnu þær 22-21 á Selfossi og svo 23-22 á Neisnu í kvöld.

Grótta - Fram 22-23 (12-12)

Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 10, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Lene Burmo 4, Anett Köbli 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannssdóttir 9, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Hafdís Shizuka Iura 3, Marthe Sördal  2, Hekla Rún Ámundadóttir 1, María Karlsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1.

Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×