Af hverju selur fólk Ólympíu-verðlaunin sín? 17. október 2013 15:15 Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira