Creed eldri (t.v.) og Balboa börðust í fyrstu tveimur Rocky-myndunum. Seinna varð Creed þjálfari Balboa.
Sylvester Stallone er sagður ætla að taka að sér hlutverk boxarans Rocky Balboa í sjöunda sinn, en í þetta sinn verður hetjan í aukahlutverki. Það er Deadline sem greinir frá.
Michael B. Jordan mun fara með hlutverk hins unga Creed.mynd/gettyKvikmyndin ber nafnið Creed og fjallar um afabarn Apollo Creed, fyrrverandi andstæðings Balboa, en hann hyggur á frama í hnefaleikum undir handleiðslu ítalska folans.
Það er leikstjórinn Ryan Coogler (Fruitvale Station) sem verður við stjórnvölinn og hinn ungi Creed verður leikinn af Michael B. Jordan (The Wire, Chronicle).
Stóra spurningin er svo auðvitað hvort Balboa sjálfur setji á sig hanskana í myndinni.