Lífið

Söngkonan Svala Björgvins í hnapphelduna

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Svala Björgvinsdóttir giftist unnusta sínum, Einari Egilssyni, í sumar.
Svala Björgvinsdóttir giftist unnusta sínum, Einari Egilssyni, í sumar.

„Einar bað mín í fyrra. Við byrjuðum saman 4. mars 1994. Það er því kominn tími á að gifta sig,“ segir Svala Björgvinsdóttir.

Söngkonan er búsett í Los Angeles með unnusta sínum, Einari Egilssyni, og bróður hans Edda. Saman mynda þau hljómsveitina Steed Lord. Þríeykið hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár.

„Við giftum okkur 27. júlí í Landakotskirkju en mig langaði að gifta mig í sömu kirkju og foreldrar mínir. Athöfnin í Landakotskirkju þykir mjög falleg, hátíðleg og hefðbundin kaþólsk giftingarathöfn sem hentar svo vel því móðurfjölskyldan mín er kaþólsk og ég var alin upp í kaþólskri trú,“ segir Svala.

Kjólinn segist Svala hafa fundið fyrir mörgum árum en það er vintage kjóll frá 70‘s tímabilinu. „Þetta verður stórt brúðkaup með fjölskyldum okkar, vinum og mikið af tónlistarfólki. Þetta verður dásamlegt. Við erum bara ofsalega þakklát að hafa svona mikið af fólki sem aðstoðar okkur við að skipuleggja skemmtilega veislu sem verður ógleymanleg í alla staði,“ segir Svala Björgvinsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.