„Hún er fyrsta stúlkan sem hann fellur fyrir frá sambandsslitunum við Kristen og þeim þykir gaman að eyða tíma saman,“ hafði tímaritið Us Weekly eftir innanbúðarmanni. Keough, sem átti áður í sambandi við leikarann Alex Pettyfer, lék ásamt Stewart í kvikmyndinni Runaways frá árinu 2010.
Pattinson og Stewart enduðu fjögurra ára samband sitt í maí. Stewart hélt framhjá Pattinson í fyrrasumar og setti það mark sitt á sambandið.