Gagnrýni

Íslenska tónlistarárið

Fimm stjörnur. Hjaltalín var eina poppsveitin sem fékk fimm stjörnur á árinu, eða fyrir plötuna Enter 4.
Fimm stjörnur. Hjaltalín var eina poppsveitin sem fékk fimm stjörnur á árinu, eða fyrir plötuna Enter 4.
Fimm íslenskar plötur fengu fimm stjörnur hjá gagnrýnendum Fréttablaðsins árið 2012. Þar af voru þrjár þeirra safnplötur. Hér fylgir yfirlit stjörnugjafar á íslenskum plötum sem voru dæmdar í Fréttablaðinu, alls 96. Næstum helmingur fékk fjórar stjörnur,

Fimm stjörnur

Hjaltalín - Enter 4

Hjaltalín hugsar hlutina upp á nýtt á frábærri plötu. tj

Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson - Stafnbúi

Tónlist Hilmars Arnar fellur sérstaklega vel að rímnasöng Steindórs Andersen. tj

Valgeir Guðjónsson - Spilaðu lag fyrir mig

Öll þekktustu lög Valgeirs Guðjónssonar í þreföldum afmælispakka. tj

Bjartmar - Sumarliði, hippinn og allir hinir

Langþráð safn bestu laga Bjartmars Guðlaugssonar. tj

Stuðmenn og Grýlurnar - Astralterta

Djúsí terta bökuð af Stuðmönnum og Grýlunum. tj



Fjórar stjörnur

GP! - Elabórat

Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu. tj

Introbeats - Halftime

Frekar mjúk og þægileg tónlist og ætti að höfða til margra. tj

Helgi Júlíus - Kominn heim

Kominn heim er frábær plata. tj

Ýmsir flytjendur - Hljómskálinn

Flott útgáfa sem hefði mátt innihalda efnismeiri DVD. tj

Náttfari- Töf

Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf. tj

Eivör - Room

Eivør og eiginmaðurinn Tróndur með frábæra plötu. tj

Futuregrapher - LP

Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. tj

Sudden Weather Change - Sculpture

Strákarnir í SWC fylgja frumsmíðinni eftir með þyngri og dimmari plötu. tj

Ásgeir Trausti

Hinn tvítugi höfundur lagsins Sumargestur á greinilega fullt af flottum lögum. tj

Andrea Gylfadóttir - Stelpurokk

Andrea Gylfadóttir gerir upp ferilinn á flottri safnplötu. tj

Cheek Mountain Thief - Cheek Mountain Thief

Frábær plata frá fyrrum meðlimi Tunng og íslenskum meðspilurum. tj

Ojba Rasta - Ojba Rasta

Hin stóra reggíhljómsveitin á Íslandi með frábæra frumsmíð. tj

Retro Stefson- Retro Stefson

Sjömenningarnir í Retro Stefson með flott framhald af síðustu plötu.tj

Valgeir Sigurðsson - Architecture of Loss -

Þriðja sólóplata Valgeirs Sigurðssonar er gæðagripur. tj

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson - The Box Tree

Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. tj

Borko - Born to be Free

Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. tj

Valdimar - Um stund

Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl.tj

Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Þar sem himinn ber við haf

Jónas Sigurðsson gerði góða ferð til Þorlákshafnar. tj

Friðrik Dór - Vélrænn

Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu. tj

Skálmöld - Börn Loka

Skálmöld snarar út rokkóperu númer tvö. tj

Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Okkar menn í Havana

Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum. tj

Björk - Bastards

Þrettán ólíkar en áhrifamiklar endurgerðir af lögum af Biophiliu. tj

Pascal Pinon - Twosomeness

Tvíburasysturnar hæfileikaríku úr Vesturbænum með frábæra jaðarpoppplötu. tj

Pétur Ben - God"s Lonely Man

Sterk og persónuleg rokkplata frá Pétri Ben. tj

Megas - Megas raular lögin sín

Glæsilegur fjórfaldur safnpakki með bestu lögum Megasar og áður óútgefnu efni. tj

Ghostigital - Division of Culture and Tourism

Einar Örn og Curver fá hjálp frá David Byrne, Alan Vega og fleiri góðum gestum á nýju plötunni. tj

Moses Hightower - Önnur Mósebók

Önnur Mósebók gefur snilldarplötunni Búum til börn ekkert eftir. tj

Mannakorn - Í blómabrekkunni

Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn.tj

Nóra - Himinbrim

Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. tj

Bubbi - Þorpið

Bubbi og Sólskuggarnir með enn þá betri plötu en síðast. tj

Kiriyama Family - Kiriyama Family

Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit. tj

Legend- Fearless

Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu. tj

Sigur Rós - Valtari

Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu. tj

Múgsefjun - Múgsefjun

Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata. tj

Melchior - Matur fyrir tvo

Fjölbreytt og fáguð fullorðinspoppplata frá þessari gömlu MR-sveit. tj

Myrra Rós - Kveldúlfur

Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur. tj

Muck - Slaves

Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu tj

Low Roar - Low Roar

Kaliforníumaðurinn og Reykvíkingurinn Ryan Karazija með firnasterka frumsmíð. tj

Dream Central Station- Dream Central Station

Dúett sem púllar að vera með sólgleraugu innandyra með flotta plötu. bt

Magnús og Jóhann - Í tíma

Óhætt að mæla með Í tíma fyrir alla, sjálfbærar kynslóðir sem og aðrar. bt

Stafrænn Hákon - Sound in Silence

Prammi lætur lítið yfir sér en er fín viðbót í flóru íslenskrar indítónlistar. bt

Skúli Mennski - Blússinn í fangið

Plata sem er vel yfir meðallagi frá mjög frambærilegum blúsara. Blúsaðdáendur ættu að gæða sér á skífunni hið snarasta. bt

Þórunn Antonía - Star Crossed

Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu. kg

Tilbury - Exorcise

Stórfín frumraun, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. kg



Þrjár stjörnur

Stereo Hypnosis & Pulse tj

Solla Soulful - Open a Window tj

Hallgrímur Oddsson - Einfaldlega flókið tj

Blágresi - Hvað ef himininn brotnar? tj

Steve Sampling - Distance tj

Hamlette OK - Víkartindur tj

Hot Eskimos - Songs From the Top of the World tj

Human Woman - Human Woman tj

Helgi Júlís - Haustlauf tj

Beatmakin Troopa - If You Fall You Fly tj

Klaufar - Óbyggðir tj

Egill Ólafsson - Vetur tj

Ýmsir flytjendur - Ég sé Akureyri tj

Ýmsir flytjendur - Bara grín! tj

Vicky - Cast a Light tj

My Bubba & Mi - Wild & You tj

Asonat - Love in Times of Repetision tj

Dætrasynir - Á ferð og flugi tj

Innvortis - Reykjavík er ömurleg tj

Vintage Caravan - Voyage tj

Raggi Bjarna -Dúettar tj

Biggi Hilmars- All We Can Be tj

The Pollock Brothers - EP tj

Hreimur - Eftir langa bið tj

Ingvi Þór Kormáksson og ýmsir flytjendur - Latínudeildin tj

Elíza Newman - Heimþrá tj

Herbertson - Tree of Life tj

Lára - Moment tj

Múm - Early Birds tj

Gálan - Gálan tj

Svavar Knútur - Ölduslóð tj

Yagya - The Inescapable Decay Of My Heart tj

Magni - Í huganum heim. bt

Ylja - Ylja bt

Þórir Georg - I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright bt

Retrobot - Blackout bt

Tvær stjörnur

Raggi Dan - Hughrif tj

Arnar Ástráðsson - State of Mind tj

Contalgen Funeral - Pretty Red Dress tj

Grasasnar - Til í tuskið tj

Friðrik Ómar - Outside the Ring tj

Þormar Ingimarsson - Vegferð tj

Dans á rósum - Dans á rósum. tj

Joddi"s Dream - Lost in Paradise tj

Ingo Hansen - Walking up the Wall tj

Greta Salóme - In the Silence bt



Ein stjarna

Sverrir Bergmann - Fallið lauf bt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×