Þetta var ekki heppni Benedikt Grétarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 FH-ingar tolleruðu Einar Rafn Eiðsson í leikslok eftir að hann skoraði sigurmarkið. Mynd/Stefán FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011. Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011.
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira