Japanar hrifnir af Farmers Market 2. febrúar 2013 16:00 Góðar viðtökur Jóel Pálsson hjá Farmers Market segir þau halda öllum útlimum á jörðinni þrátt fyrir góðar viðtökur á tískuvikunum í Berlín og Kaupmannahöfn. Hér ásamt konu sinni Bergþóru Guðnadóttur, yfirhönnuði Farmers Market. Fréttablaðið/stefán „Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hafi gengið mjög vel í haust sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi. Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður Farmers Market en þau Jóel eru nýkomin frá Berlín og eru núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Viðtökur íslenska merkisins, sem er hvað frægast fyrir fallegar prjónaflíkur, hafa verið mjög góðar hingað til. „Við erum á fullu að kynna haust- og vetrarlínu fyrir 2013-14 og höfum bætt við okkur slatta af nýjum söluaðilum hingað og þangað um Evrópu,“ segir Jóel og bætir við að Japan hafi frá upphafi verið þeirra stærsti útflutningsmarkaður. „Nú í haust bættust 15 nýir söluaðilar við í Japan, meðal annars verslanir Loftman og Journal Standard sem eru mjög þekktar keðjur þar í landi. Við stillum þó öllum væntingum í hóf með framhaldið og höldum öllum útlimum á jörðinni. Hlutirnir breytast hratt í þessum bransa.“ Farmers Market er ekki eina íslenska fatamerkið sem freistar gæfunnar á sölu- og tískusýningunum í Kaupmannahöfn en þar eru einnig hönnunarteymi Andersen&Lauth að kynna nýja línu sína. Bæði merkin taka þátt í Reykjavík Fashion Festival í ár. Einnig eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með merki sitt Kron by Kronkron í Kaupmannahöfn en þau hafa tekið þátt í tískuvikunni þar síðustu misseri. - áp RFF Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
„Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hafi gengið mjög vel í haust sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi. Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður Farmers Market en þau Jóel eru nýkomin frá Berlín og eru núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Viðtökur íslenska merkisins, sem er hvað frægast fyrir fallegar prjónaflíkur, hafa verið mjög góðar hingað til. „Við erum á fullu að kynna haust- og vetrarlínu fyrir 2013-14 og höfum bætt við okkur slatta af nýjum söluaðilum hingað og þangað um Evrópu,“ segir Jóel og bætir við að Japan hafi frá upphafi verið þeirra stærsti útflutningsmarkaður. „Nú í haust bættust 15 nýir söluaðilar við í Japan, meðal annars verslanir Loftman og Journal Standard sem eru mjög þekktar keðjur þar í landi. Við stillum þó öllum væntingum í hóf með framhaldið og höldum öllum útlimum á jörðinni. Hlutirnir breytast hratt í þessum bransa.“ Farmers Market er ekki eina íslenska fatamerkið sem freistar gæfunnar á sölu- og tískusýningunum í Kaupmannahöfn en þar eru einnig hönnunarteymi Andersen&Lauth að kynna nýja línu sína. Bæði merkin taka þátt í Reykjavík Fashion Festival í ár. Einnig eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með merki sitt Kron by Kronkron í Kaupmannahöfn en þau hafa tekið þátt í tískuvikunni þar síðustu misseri. - áp
RFF Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira