Misskilinn óskapnaður Jón Ormur Halldórsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Norður-Kórea hótar nú nágrönnum sínum og minnir á það hvers vegna þetta furðulega ríki hefur lengi verið kallað hættulegasti staður í heimi. Ógnarstjórn ríkir yfir algerri fátækt en hefur þó mátt til þess að valda miklum óskunda í fjölmennum heimshluta. Að ekki sé minnst á þær ótrúlegu þjáningar sem hún veldur heima fyrir. Fangabúðir landsins eru með verstu stöðum á jörðinni og frelsið utan þeirra lítið.Ráðgátur Norður-Kórea hefur lengi verið mönnum ráðgáta. Það er ekki bara vegna erfiðleika við að afla upplýsinga frá þessu lokaða landi, heldur líka vegna þess að ráðamenn virðast sífellt taka ákvarðanir sem á venjulega mælikvarða koma sér illa fyrir þá sjálfa. Það er ekki aðeins að þeir hafni augljósum aðferðum við að gera landið ríkara heldur einangra þeir sig æ meira með því að reyna á þolrif Kína, eina ríkisins sem reynir að hlífa þeim. Þar er önnur ráðgáta. Hvers vegna gefast Kínverjar ekki upp á þessari skelfilegu stjórn?Röng merking Algeng svör við báðum þessum spurningum byggja á misskilningi á eðli stjórnarinnar í N-Kóreu. Menn segja að landinu sé stjórnað af kommúnistum sem komi í veg fyrir hagvöxt og að Kína hafi pólitíska samúð með N-Kóreu. Hvort tveggja er alrangt. Það er augljós rökvilla að kommúnismi leiði til eymdar í N-Kóreu en mesta hagvaxtar í heimi í Kína. Þekking á kommúnisma hjálpar heldur engum til að skilja furðuheima stjórnarinnar í N-Kóreu. Stjórnin í Peking hefur líka núorðið lítið með þau fræði að gera.Þjóðernishyggja og einangrun Á sínum tíma kenndi valdaklíkan í Pyongyang sig raunar við kommúnisma. Þetta er löngu liðin tíð enda snerust tengslin mest um pólitíska hentugleika á þeim tíma. Hugmyndafræði valdamanna hefur alla tíð byggt á róttækri þjóðernishyggju sem hafnar algerlega alþjóðahyggju marxismans. Hugtökin hægri og vinstri verða fljótt merkingarlaus í heimi þjóðernishyggjunnar, hvað þá í furðuheimum algerra einangrunarsinna. Þarna er það þjóðernið sjálft og svo her landsins sem eru algerlega til miðju, ekki stéttaátök og alþýða. Þetta skiptir máli og skýrir margt.Sjálfstætt fólk Heimur ráðamanna byggir á rasisma og útlendingahatri. Af þessu leiðir einhver sterkasta einangrunarhyggja sem finnst í nútímanum. Veröldin skiptist í hreina og göfuga Kóreumenn og óæðri útlendinga sem jafnan sitja á svikráðum við Kóreu. Suður-Kóreumenn eru sama þjóðin en þeir eru sagðir líða fyrir mengandi áhrif útlendinga sem eru sögð magnast með blóðblöndun við Bandaríkjamenn og aðrar óþjóðir. Stjórnvöld segja að Kóreumönnum muni þá einungis vegna vel ef þeir forðast sem allra mest náin samskipti við umheiminn. Lausnarorðin eru sjálfsþurftarbúskapur og algert sjálfstæði frá útlöndum. Kjarnorkusprengjum er ætlað að tryggja fortakslaust sjálfstæði.Leið út Þetta skýrir hvers vegna valdaklíkan í N-Kóreu hefur ekki reynt að auðgast með sama hætti og einræðisstjórnir Asíu gerðu um langa hríð. Þær efnuðust með því að selja útlendum fyrirtækjum aðgang að ódýru vinnuafli heimamanna. Þetta kom af stað hagvexti en leiddi líka til krafna um nýja stjórnarhætti. Kínverjar hafa í áratugi reynt að lokka stjórn N-Kóreu til að fara þessa leið, sem gæti lagað hroðalegt efnahagsástand í landinu. Síðasti Kim var leiddur í gegnum verksmiðju eftir verksmiðju í Kína og honum sagt að þarna lægju lyklarnir að gullinni framtíð. Athafnamenn frá S-Kóreu reyndu það sama. En fátt gerðist. Þegar nýr Kim tók við völdum fyrir ári vöknuðu aftur vonir. Margir telja raunar að ekki sé útséð um að hinn ungi Kim feti sig inn á braut ábatasamra alþjóðaviðskipta eftir að friða harðlínumenn með hótunum við útlendinga. En hugmyndafræðin sem helgar líf stjórnarinnar meinar stór skref í þeim efnum.Vandi Kína Í Kína er deilt um stefnuna gagnvart N-Kóreu. Sumir áhrifamenn telja að Kína eigi að snúa bakinu við ættarveldinu í Pyongyang og finna leiðir til að lágmarka kostnaðinn af hruni N-Kóreu. Aðrir vilja halda áfram að hlífa stjórninni og það af tveimur ástæðum. Ein er að koma í veg fyrir óstöðugleika við landamæri Kína. Hin að halda N-Kóreu sem eins konar stuðara á milli Kína og áhrifasvæðis Bandaríkjanna. Kínverjum finnst nóg um að hafa bandarískan her í S-Kóreu og Japan og vilja ekki láta þrengja frekar að sér.Venjulegt fólk Trúir almenningur í N-Kóreu tröllasögum ráðamanna um yfirburði þjóðarinnar, umsátur útlendinga og kraftaverk leiðtoganna? Það vita menn ekki. Áróðurinn virkar undarlega heimskulegur en það gerir þjóðernisáróður líka alltaf á þá sem utan standa. Sagan sýnir þó að fyrir fáu eru menn eins ginnkeyptir og áróðri um yfirburði eigin þjóðar og landlæga sviksemi útlendinga. Stjórninni stafar hins vegar hætta af vaxandi útbreiðslu mynddiska frá S-Kóreu. Menn horfa á velsældina sunnan megin í ömurlegum vistarverum og sjá hvers Kóreumenn eru megnugir. Og það er ekki lítið. S-Kórea er eitt af þróuðustu ríkjum heims. Landamærin rétt fyrir norðan Sól, þá risavöxnu og mögnuðu borg, virka eins ótrúleg og múrinn gerði í Berlín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Norður-Kórea hótar nú nágrönnum sínum og minnir á það hvers vegna þetta furðulega ríki hefur lengi verið kallað hættulegasti staður í heimi. Ógnarstjórn ríkir yfir algerri fátækt en hefur þó mátt til þess að valda miklum óskunda í fjölmennum heimshluta. Að ekki sé minnst á þær ótrúlegu þjáningar sem hún veldur heima fyrir. Fangabúðir landsins eru með verstu stöðum á jörðinni og frelsið utan þeirra lítið.Ráðgátur Norður-Kórea hefur lengi verið mönnum ráðgáta. Það er ekki bara vegna erfiðleika við að afla upplýsinga frá þessu lokaða landi, heldur líka vegna þess að ráðamenn virðast sífellt taka ákvarðanir sem á venjulega mælikvarða koma sér illa fyrir þá sjálfa. Það er ekki aðeins að þeir hafni augljósum aðferðum við að gera landið ríkara heldur einangra þeir sig æ meira með því að reyna á þolrif Kína, eina ríkisins sem reynir að hlífa þeim. Þar er önnur ráðgáta. Hvers vegna gefast Kínverjar ekki upp á þessari skelfilegu stjórn?Röng merking Algeng svör við báðum þessum spurningum byggja á misskilningi á eðli stjórnarinnar í N-Kóreu. Menn segja að landinu sé stjórnað af kommúnistum sem komi í veg fyrir hagvöxt og að Kína hafi pólitíska samúð með N-Kóreu. Hvort tveggja er alrangt. Það er augljós rökvilla að kommúnismi leiði til eymdar í N-Kóreu en mesta hagvaxtar í heimi í Kína. Þekking á kommúnisma hjálpar heldur engum til að skilja furðuheima stjórnarinnar í N-Kóreu. Stjórnin í Peking hefur líka núorðið lítið með þau fræði að gera.Þjóðernishyggja og einangrun Á sínum tíma kenndi valdaklíkan í Pyongyang sig raunar við kommúnisma. Þetta er löngu liðin tíð enda snerust tengslin mest um pólitíska hentugleika á þeim tíma. Hugmyndafræði valdamanna hefur alla tíð byggt á róttækri þjóðernishyggju sem hafnar algerlega alþjóðahyggju marxismans. Hugtökin hægri og vinstri verða fljótt merkingarlaus í heimi þjóðernishyggjunnar, hvað þá í furðuheimum algerra einangrunarsinna. Þarna er það þjóðernið sjálft og svo her landsins sem eru algerlega til miðju, ekki stéttaátök og alþýða. Þetta skiptir máli og skýrir margt.Sjálfstætt fólk Heimur ráðamanna byggir á rasisma og útlendingahatri. Af þessu leiðir einhver sterkasta einangrunarhyggja sem finnst í nútímanum. Veröldin skiptist í hreina og göfuga Kóreumenn og óæðri útlendinga sem jafnan sitja á svikráðum við Kóreu. Suður-Kóreumenn eru sama þjóðin en þeir eru sagðir líða fyrir mengandi áhrif útlendinga sem eru sögð magnast með blóðblöndun við Bandaríkjamenn og aðrar óþjóðir. Stjórnvöld segja að Kóreumönnum muni þá einungis vegna vel ef þeir forðast sem allra mest náin samskipti við umheiminn. Lausnarorðin eru sjálfsþurftarbúskapur og algert sjálfstæði frá útlöndum. Kjarnorkusprengjum er ætlað að tryggja fortakslaust sjálfstæði.Leið út Þetta skýrir hvers vegna valdaklíkan í N-Kóreu hefur ekki reynt að auðgast með sama hætti og einræðisstjórnir Asíu gerðu um langa hríð. Þær efnuðust með því að selja útlendum fyrirtækjum aðgang að ódýru vinnuafli heimamanna. Þetta kom af stað hagvexti en leiddi líka til krafna um nýja stjórnarhætti. Kínverjar hafa í áratugi reynt að lokka stjórn N-Kóreu til að fara þessa leið, sem gæti lagað hroðalegt efnahagsástand í landinu. Síðasti Kim var leiddur í gegnum verksmiðju eftir verksmiðju í Kína og honum sagt að þarna lægju lyklarnir að gullinni framtíð. Athafnamenn frá S-Kóreu reyndu það sama. En fátt gerðist. Þegar nýr Kim tók við völdum fyrir ári vöknuðu aftur vonir. Margir telja raunar að ekki sé útséð um að hinn ungi Kim feti sig inn á braut ábatasamra alþjóðaviðskipta eftir að friða harðlínumenn með hótunum við útlendinga. En hugmyndafræðin sem helgar líf stjórnarinnar meinar stór skref í þeim efnum.Vandi Kína Í Kína er deilt um stefnuna gagnvart N-Kóreu. Sumir áhrifamenn telja að Kína eigi að snúa bakinu við ættarveldinu í Pyongyang og finna leiðir til að lágmarka kostnaðinn af hruni N-Kóreu. Aðrir vilja halda áfram að hlífa stjórninni og það af tveimur ástæðum. Ein er að koma í veg fyrir óstöðugleika við landamæri Kína. Hin að halda N-Kóreu sem eins konar stuðara á milli Kína og áhrifasvæðis Bandaríkjanna. Kínverjum finnst nóg um að hafa bandarískan her í S-Kóreu og Japan og vilja ekki láta þrengja frekar að sér.Venjulegt fólk Trúir almenningur í N-Kóreu tröllasögum ráðamanna um yfirburði þjóðarinnar, umsátur útlendinga og kraftaverk leiðtoganna? Það vita menn ekki. Áróðurinn virkar undarlega heimskulegur en það gerir þjóðernisáróður líka alltaf á þá sem utan standa. Sagan sýnir þó að fyrir fáu eru menn eins ginnkeyptir og áróðri um yfirburði eigin þjóðar og landlæga sviksemi útlendinga. Stjórninni stafar hins vegar hætta af vaxandi útbreiðslu mynddiska frá S-Kóreu. Menn horfa á velsældina sunnan megin í ömurlegum vistarverum og sjá hvers Kóreumenn eru megnugir. Og það er ekki lítið. S-Kórea er eitt af þróuðustu ríkjum heims. Landamærin rétt fyrir norðan Sól, þá risavöxnu og mögnuðu borg, virka eins ótrúleg og múrinn gerði í Berlín.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun