Munntóbakið valdi hrinu krabbameina Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, óttast að aukin notkun munntóbaks eigi eftir að skila sér í holskeflu krabbameinstilvika hjá fólki á besta aldri þegar fram líða stundir.Fréttablaðið/Anton Slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár, og það er heldur ungt til að fá krabbamein." Hingað til segir Agnes mjög erfitt hafa verið að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. „Þau dreifa sér ekki mikið, en vaxa mjög aggressívt, þannig að kannski þarf að taka kjálkann eða tunguna. Það er meiriháttar mál að fá þessa tegund krabbameins." Agnes varar við fullyrðingum, sér í lagi í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja. „Ég veit nú samt ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á íslensku tóbaki, en geri ekki ráð fyrir að það sé bráðhollt í samanburði við erlent munntóbak, þótt vissulega geti það verið misjafnt." Margbúið er að sýna fram á skaðsemi munntóbaks í erlendum rannsóknum, þar á meðal nýjum rannsóknum á „sænsku snusi" sem bendi til að notkun þess leiði til aukinnar hættu á krabbameini í munnholi og hálsi. „Og maður hefur af þessu verulegar áhyggjur því markhópurinn sem er að nota þetta eru ungir íþróttamenn." Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reykinga." Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár, og það er heldur ungt til að fá krabbamein." Hingað til segir Agnes mjög erfitt hafa verið að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. „Þau dreifa sér ekki mikið, en vaxa mjög aggressívt, þannig að kannski þarf að taka kjálkann eða tunguna. Það er meiriháttar mál að fá þessa tegund krabbameins." Agnes varar við fullyrðingum, sér í lagi í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja. „Ég veit nú samt ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á íslensku tóbaki, en geri ekki ráð fyrir að það sé bráðhollt í samanburði við erlent munntóbak, þótt vissulega geti það verið misjafnt." Margbúið er að sýna fram á skaðsemi munntóbaks í erlendum rannsóknum, þar á meðal nýjum rannsóknum á „sænsku snusi" sem bendi til að notkun þess leiði til aukinnar hættu á krabbameini í munnholi og hálsi. „Og maður hefur af þessu verulegar áhyggjur því markhópurinn sem er að nota þetta eru ungir íþróttamenn." Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reykinga."
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira