Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. Grímsstaðir á Fjöllum ná til að mynda yfir 300 ferkílómetra en síðan er fjöldi lögbýla ekkert nema lóð undir gróðurhús, svo dæmi sé nefnt. Hér kemur hins vegar að öðrum vanda, ekki eru til uppmælingar á nema broti af þeim jörðum sem skráðar eru. Það er því ógerningur að segja til um hver heildarstærð lögbýla á Íslandi er. Meira um það síðar. Annað er að erfitt er að gera sér grein fyrir verðmæti jarða, enda liggur verðmætið auðvitað í því hvað einhver er tilbúinn að greiða fyrir viðkomandi jörð, óháð því hvað aðrir telja eðlilegt verð. Þjóðskrá hefur hins vegar á skrá fasteignamat allra jarða á Íslandi sem hafa landnúmer. Fréttablaðið bar saman lögbýlaskrá og fasteignaskrá í uppflettikerfi Þjóðskrár á vefnum og sú keyrsla leiðir í ljós að heildarfasteignamat lögbýla á landinu er 121,3 milljarðar króna. Það segir auðvitað ekki allt um raunverulegt verðmæti en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fasteignamatið þó yfirleitt nokkuð nærri lagi, að meðaltali. Það mun vera heldur vægt mat. Ljóst er að fasteignamat jarða hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár. Í svari við fyrirspurn á Alþingi, frá árinu 1996, kemur fram að heildarfasteignamat þeirra 638 jarða sem ríkið átti þá nam 3,8 milljörðum króna. Fréttablaðið skoðaði heildarfasteignamat þeirra 322 jarða sem ríkið er eigandi að í dag og er það 7,6 milljarðar króna. Helmingi færri jarðir eru því helmingi verðmætari nú sautján árum síðar. Skyldi engan undra, fasteignamat almennt hefur snarhækkað á síðustu árum og áratugum. Rétt er að taka það fram að fasteignamatið tekur ekki einungis til jarðarinnar sjálfrar, heldur alls sem á henni er, svo sem húsakosts, og einnig þeirra hlunninda sem jörðinni fylgja. Æðarvarp á jörð þýðir því hærra fasteignamat, svo dæmi sé tekið.Fjöldi eignarhaldsfélaga.Eignarhaldsfélög Eins og sést hér fyrir ofan eru til upplýsingar um fjölda jarða í eigu einstaklinga og félaga. Það er því hægt að brjóta niður upplýsingar um eignarhald á jörðum, að nokkru leyti. Gallinn er sá að á bak við félögin, sem flest eru eignarhaldsfélög, geta verið margir einstaklingar. Og til að flækja málið enn frekar geta þeir verið af hvaða þjóðerni sem er. Yfir 600 eignarhaldsfélög eiga, að hluta eða heild, 760 lögbýli á Íslandi. Í umræðunni um hve margar jarðir útlendingar eiga verður að hafa það í huga. Til eru tölur um þær jarðir sem eru skráðar á einstaklinga með erlent ríkisfang, en við það geta bæst jarðir, eða jarðahlutar, sem eru í eigu eignarhaldsfélaga. Langflest eignarhaldsfélög eiga aðeins í einni jörð. Þar getur verið um að ræða félagsskap erfingja eða ábúenda, svo dæmi séu tekin, en einnig fyrirtækja, veiðifélaga eða fjárfestingafélaga. Í þessu, eins og mörgu öðru í málaflokknum, getur því reynst erfitt að ákvarða nákvæmlega hvernig eignarhaldi er háttað. Kannski er svarið við spurningunni um hver á Ísland einfaldlega, það er ekki vitað.Lítil jarðasöfnun Jarðasöfnun hefur verið mörgum áhyggjuefni og eins og komið verður inn á síðar í þessum greinaflokki hafa þær áhyggjur náð inn á borð ríkisstjórnarinnar og í tveimur ráðuneytum er verið að vinna að lögum og reglugerð sem gæti komið í veg fyrir hana. Einnig er unnið að því að takmarka eignarhald útlendinga á íslenskum jörðum. Sé saga síðustu ára skoðuð sést hins vegar að jarðasöfnun hefur ekki verið mikil. Af eignarhaldsfélögunum eiga fimmtán þeirra í þremur jörðum eða fleirum og af þeim aðeins sjö í fjórum eða fleirum. Jarðasöfnun síðustu ára hefur, að flestu ef ekki öllu leyti, verið bundin við fyrirtækið Lífsval. Lífsval á eitt og sér í dag 29 lögbýli og fjögur í félagi við aðra, meðal annars Nýjabæ í Skaftárhreppi sem Lífsval á í félagi við ríkissjóð. Félagið var stofnað beinlínis til þess að safna jörðum og keypti fjölda jarða, oftar en ekki á verði sem var yfir markaðsverði. Kaupin reyndust félaginu ofviða og í dag er það að hluta í eigu lánardrottins síns, Landsbankans, sem er, í gegnum Hömlur ehf., 36. stærsti hluthafinn. Hömlur ehf. á því hlut í jörðum Lífsvals, en að auki á fyrirtækið, og þar með ríkisbankinn Landsbankinn, fimm jarðir að fullu og eina með öðrum.Óttinn við útlendinga Einu sinni þótti það forfrömunarmerki ef útlendir auðmenn keyptu jarðir í íslenskum sveitum. Menn skildu kannski ekki búskaparhugmyndir barónsins á Hvítárbökkum en voru ánægðir með umsvif hans. Nú óttast menn umsvif útlendinga, enda hafa tímarnir breyst og áhyggjur af til að mynda auðlindum í jörðu, svo sem vatni, vaxið. Staðreyndin er sú að útlendingar eru á meðal eigenda í 73 jörðum og eiga 28 að fullu. Jarðir í fullri eigu útlendinga eru 0,37 prósent af heildarfjöldanum og sé þeim sem þeir eiga hlut í bætt við nær talan 1,33 prósentum. Aftur skal þó varað við því að útlendingar geta átt fleiri jarðir í gegnum eignarhaldsfélög. Heiðarlax ehf. er til að mynda í fullri eigu Svisslendingsins Rudolphs Walters Lamprecht, en fyrirtækið á þrjár jarðir að fullu og eina í félagi við annan. Lamprecht á síðan þrjú lögbýli í eigin nafni. Aðeins þau koma fram í opinberum tölum um jarðir í eigu útlendinga. Nánar verður rætt við Lamprecht í blaðinu á morgun. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að slá því föstu hve margar jarðir útlendingar eiga á Íslandi, nokkuð sem einhverjum gætu þótt tíðindi, miðað við þær áhyggjur sem ríkja um eignarhald þeirra. Óhætt er þó að slá því föstu að útlendingar eiga hlutfallslega fáar jarðir á Íslandi.Grafík/Jónas. Tengdar fréttir Mun fremur Íslendingar sem loka Miklar áhyggjur voru af því að Lamprecht myndi loka Heiðardalnum. Þær áhyggjur hafa ekki ræst og einu girðingarnar sem settar hafa verið upp lúta að skógrækt. Sveitarstjóri segir erlent eignarhald ekki vandamál en vonbrigði séu að áform um uppbyggingu haf 16. febrúar 2013 06:00 Afar fáar jarðir eru uppmældar Langfæstar jarðir á Íslandi eru hnitsettar og því ekki skráð nákvæmlega hve stórar þær eru. Þær ganga hins vegar kaupum og sölum þrátt fyrir að landamerki séu óljós. Búnaðarsamband hefur kallað eftir því að jarðir verði hnitsettar. Enginn kortagrunnur er 21. febrúar 2013 07:00 Tilfinningar ráða gjarnan för Upplýsingar liggja ekki á lausu um eignarhald á jörðum, kort eru ófullkomin og stjórnvöld hafa ekki skýra stefnu í málaflokknum. Engu að síður hafa allir skoðun á ástandinu og hvert skal stefnt. Stefnan verður hins vegar að byggja á réttum upplýsingum sem 23. febrúar 2013 09:00 Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Ögmundur Jónasson telur erlenda auðmenn vera að leggja undir sig stór landsvæði á Íslandi og hefur látið smíða frumvarp til að koma í veg fyrir það. Hugsunin ekki sú að girða fyrir fjárfestingar, segir Ögmundur. 28. janúar 2013 06:00 Reglur vantar um jarðnot á Íslandi Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht á nú allan Heiðardal við Mýrdal og jarðir í Álftafirði. Hann hefur staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt í Heiðardal og vill endurheimta votlendi. Hann segir náttúruvernd hafa rekið hann til að eyða stórfé í íslenskt land. 16. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. Grímsstaðir á Fjöllum ná til að mynda yfir 300 ferkílómetra en síðan er fjöldi lögbýla ekkert nema lóð undir gróðurhús, svo dæmi sé nefnt. Hér kemur hins vegar að öðrum vanda, ekki eru til uppmælingar á nema broti af þeim jörðum sem skráðar eru. Það er því ógerningur að segja til um hver heildarstærð lögbýla á Íslandi er. Meira um það síðar. Annað er að erfitt er að gera sér grein fyrir verðmæti jarða, enda liggur verðmætið auðvitað í því hvað einhver er tilbúinn að greiða fyrir viðkomandi jörð, óháð því hvað aðrir telja eðlilegt verð. Þjóðskrá hefur hins vegar á skrá fasteignamat allra jarða á Íslandi sem hafa landnúmer. Fréttablaðið bar saman lögbýlaskrá og fasteignaskrá í uppflettikerfi Þjóðskrár á vefnum og sú keyrsla leiðir í ljós að heildarfasteignamat lögbýla á landinu er 121,3 milljarðar króna. Það segir auðvitað ekki allt um raunverulegt verðmæti en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fasteignamatið þó yfirleitt nokkuð nærri lagi, að meðaltali. Það mun vera heldur vægt mat. Ljóst er að fasteignamat jarða hefur hækkað umtalsvert undanfarin ár. Í svari við fyrirspurn á Alþingi, frá árinu 1996, kemur fram að heildarfasteignamat þeirra 638 jarða sem ríkið átti þá nam 3,8 milljörðum króna. Fréttablaðið skoðaði heildarfasteignamat þeirra 322 jarða sem ríkið er eigandi að í dag og er það 7,6 milljarðar króna. Helmingi færri jarðir eru því helmingi verðmætari nú sautján árum síðar. Skyldi engan undra, fasteignamat almennt hefur snarhækkað á síðustu árum og áratugum. Rétt er að taka það fram að fasteignamatið tekur ekki einungis til jarðarinnar sjálfrar, heldur alls sem á henni er, svo sem húsakosts, og einnig þeirra hlunninda sem jörðinni fylgja. Æðarvarp á jörð þýðir því hærra fasteignamat, svo dæmi sé tekið.Fjöldi eignarhaldsfélaga.Eignarhaldsfélög Eins og sést hér fyrir ofan eru til upplýsingar um fjölda jarða í eigu einstaklinga og félaga. Það er því hægt að brjóta niður upplýsingar um eignarhald á jörðum, að nokkru leyti. Gallinn er sá að á bak við félögin, sem flest eru eignarhaldsfélög, geta verið margir einstaklingar. Og til að flækja málið enn frekar geta þeir verið af hvaða þjóðerni sem er. Yfir 600 eignarhaldsfélög eiga, að hluta eða heild, 760 lögbýli á Íslandi. Í umræðunni um hve margar jarðir útlendingar eiga verður að hafa það í huga. Til eru tölur um þær jarðir sem eru skráðar á einstaklinga með erlent ríkisfang, en við það geta bæst jarðir, eða jarðahlutar, sem eru í eigu eignarhaldsfélaga. Langflest eignarhaldsfélög eiga aðeins í einni jörð. Þar getur verið um að ræða félagsskap erfingja eða ábúenda, svo dæmi séu tekin, en einnig fyrirtækja, veiðifélaga eða fjárfestingafélaga. Í þessu, eins og mörgu öðru í málaflokknum, getur því reynst erfitt að ákvarða nákvæmlega hvernig eignarhaldi er háttað. Kannski er svarið við spurningunni um hver á Ísland einfaldlega, það er ekki vitað.Lítil jarðasöfnun Jarðasöfnun hefur verið mörgum áhyggjuefni og eins og komið verður inn á síðar í þessum greinaflokki hafa þær áhyggjur náð inn á borð ríkisstjórnarinnar og í tveimur ráðuneytum er verið að vinna að lögum og reglugerð sem gæti komið í veg fyrir hana. Einnig er unnið að því að takmarka eignarhald útlendinga á íslenskum jörðum. Sé saga síðustu ára skoðuð sést hins vegar að jarðasöfnun hefur ekki verið mikil. Af eignarhaldsfélögunum eiga fimmtán þeirra í þremur jörðum eða fleirum og af þeim aðeins sjö í fjórum eða fleirum. Jarðasöfnun síðustu ára hefur, að flestu ef ekki öllu leyti, verið bundin við fyrirtækið Lífsval. Lífsval á eitt og sér í dag 29 lögbýli og fjögur í félagi við aðra, meðal annars Nýjabæ í Skaftárhreppi sem Lífsval á í félagi við ríkissjóð. Félagið var stofnað beinlínis til þess að safna jörðum og keypti fjölda jarða, oftar en ekki á verði sem var yfir markaðsverði. Kaupin reyndust félaginu ofviða og í dag er það að hluta í eigu lánardrottins síns, Landsbankans, sem er, í gegnum Hömlur ehf., 36. stærsti hluthafinn. Hömlur ehf. á því hlut í jörðum Lífsvals, en að auki á fyrirtækið, og þar með ríkisbankinn Landsbankinn, fimm jarðir að fullu og eina með öðrum.Óttinn við útlendinga Einu sinni þótti það forfrömunarmerki ef útlendir auðmenn keyptu jarðir í íslenskum sveitum. Menn skildu kannski ekki búskaparhugmyndir barónsins á Hvítárbökkum en voru ánægðir með umsvif hans. Nú óttast menn umsvif útlendinga, enda hafa tímarnir breyst og áhyggjur af til að mynda auðlindum í jörðu, svo sem vatni, vaxið. Staðreyndin er sú að útlendingar eru á meðal eigenda í 73 jörðum og eiga 28 að fullu. Jarðir í fullri eigu útlendinga eru 0,37 prósent af heildarfjöldanum og sé þeim sem þeir eiga hlut í bætt við nær talan 1,33 prósentum. Aftur skal þó varað við því að útlendingar geta átt fleiri jarðir í gegnum eignarhaldsfélög. Heiðarlax ehf. er til að mynda í fullri eigu Svisslendingsins Rudolphs Walters Lamprecht, en fyrirtækið á þrjár jarðir að fullu og eina í félagi við annan. Lamprecht á síðan þrjú lögbýli í eigin nafni. Aðeins þau koma fram í opinberum tölum um jarðir í eigu útlendinga. Nánar verður rætt við Lamprecht í blaðinu á morgun. Þetta gerir það að verkum að erfitt er að slá því föstu hve margar jarðir útlendingar eiga á Íslandi, nokkuð sem einhverjum gætu þótt tíðindi, miðað við þær áhyggjur sem ríkja um eignarhald þeirra. Óhætt er þó að slá því föstu að útlendingar eiga hlutfallslega fáar jarðir á Íslandi.Grafík/Jónas.
Mun fremur Íslendingar sem loka Miklar áhyggjur voru af því að Lamprecht myndi loka Heiðardalnum. Þær áhyggjur hafa ekki ræst og einu girðingarnar sem settar hafa verið upp lúta að skógrækt. Sveitarstjóri segir erlent eignarhald ekki vandamál en vonbrigði séu að áform um uppbyggingu haf 16. febrúar 2013 06:00
Afar fáar jarðir eru uppmældar Langfæstar jarðir á Íslandi eru hnitsettar og því ekki skráð nákvæmlega hve stórar þær eru. Þær ganga hins vegar kaupum og sölum þrátt fyrir að landamerki séu óljós. Búnaðarsamband hefur kallað eftir því að jarðir verði hnitsettar. Enginn kortagrunnur er 21. febrúar 2013 07:00
Tilfinningar ráða gjarnan för Upplýsingar liggja ekki á lausu um eignarhald á jörðum, kort eru ófullkomin og stjórnvöld hafa ekki skýra stefnu í málaflokknum. Engu að síður hafa allir skoðun á ástandinu og hvert skal stefnt. Stefnan verður hins vegar að byggja á réttum upplýsingum sem 23. febrúar 2013 09:00
Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Ögmundur Jónasson telur erlenda auðmenn vera að leggja undir sig stór landsvæði á Íslandi og hefur látið smíða frumvarp til að koma í veg fyrir það. Hugsunin ekki sú að girða fyrir fjárfestingar, segir Ögmundur. 28. janúar 2013 06:00
Reglur vantar um jarðnot á Íslandi Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht á nú allan Heiðardal við Mýrdal og jarðir í Álftafirði. Hann hefur staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt í Heiðardal og vill endurheimta votlendi. Hann segir náttúruvernd hafa rekið hann til að eyða stórfé í íslenskt land. 16. febrúar 2013 06:00