Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 08:00 vígalegur Gunnar Nelson sækir hér að Jorge Santiago.Nordicphotos/getty Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar. Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar.
Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti