Mannvonska dulbúin sem mannúð Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2013 06:00 „Frelsið skiptir máli, að geta haft þá tilfinningu að maður geti vaknað á morgnana og gert hvað sem mann lystir ef gangi maður ekki á rétt annarra." Svo komst Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, að máli í hreint afbragðsgóðri ræðu sem hún hélt á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina. Með nýjum formanni blása ferskir vindar um vinstri græn og af umræðum um fundinn í fjölmiðlum að dæma virðast þeir auk þess hafa feykt „órólegu deild" flokksins lengst út á hafsjó þar sem hróp þeirra og köll drukkna í öldugný. Yfirvegun og öfgaleysi hafa skinið úr málflutningi Katrínar í viðtölum. Hún leggur áherslu á nauðsyn málamiðlana og mikilvægi þess að fólk geti verið andstæðra skoðana án þess að allt fari í bál og brand. Og hún virðist ekki ætla að ýta undir þá loforðaverðbólgu sem nú þegar hrjáir kosningabaráttuna: „Ég hef lagt áherslu á það að við getum ekki gengið fram með alls konar fyrir alla, eins og mér hefur þótt formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gera núna," sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Ef bornar eru saman þær ályktanir landsfundar VG sem mesta athygli fengu í fjölmiðlum um helgina og ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem fór fram á sama tíma gætir óvæntrar hófsemdar í málefnastarfi VG en nokkurs trúarhita í ályktunum Sjálfstæðisflokksins. Nefna má viðhorf til Evrópusambandsins sem dæmi. Öllum að óvörum samþykkti landsfundur VG ályktun þess efnis að ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jafnvel þótt flokksmenn séu upp til hópa andvígir inngöngu virðast þeir ekki styðja að gengið sé frá hálfkláruðu verki. Samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins voru aftur á móti furðuofstækisfullar. Þær kváðu á um að aðildarviðræðunum yrði hreinlega hætt og að upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins hér á landi yrði lokað. Flokkurinn sem kenndur hefur verið við ofstopa virðist skyndilega hófsamur en flokkurinn sem fjöldinn tengir við skynsemi er orðinn heiftúðleg skrumskæling í anda teboðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Ein er þó sú ályktun sem samþykkt var á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem fer gegn ferskum vindunum sem þar blása, gegn þeim anda hófsemdar sem hvílir yfir nýja formanninum og þeim góðu orðum sem hann lét falla um frelsi í ræðu sinni á landsfundinum.Af melludólgum og glæpahyski Í janúar í fyrra samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um skipan starfshóps sem semja átti frumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið að ljóst væri að ekkert yrði úr málinu á þessu þingi. Enn mega konur bíða sem ekki geta gengið með börn sjálfar af ástæðum eins og þeim að þær fæddust ekki með leg eða misstu það. Kannanir sýna að um 87% landsmanna eru hlynnt staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Yfirgnæfandi meirihluti gesta landsfundar VG samþykkti hins vegar ályktun þess efnis að leggjast gegn staðgöngumæðrun hvort heldur sem er í hagnaðar- eða velgjörðarskyni. Í ályktuninni segir: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði." Orðalag þeirra sem gagnrýnt hafa staðgöngumæðrun undanfarin misseri hefur verið heiftúðugt. Hefur staðgöngumæðrun gjarnan verið líkt við vændi og mansal. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni getur vissulega leitt af sér að neyð kvenna verði til þess að þær leiðist út í að „selja" líkama sinn til meðgöngu og má vel færa rök fyrir því að slíkur gjörningur eigi ýmislegt skylt við vændi. En að setja staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni undir sama hatt og staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni eru hreinar og klárar öfgar – þar er allsherjar hugmyndafræði hafin ofar raunsæi og mannúð. Hvers vegna má kona ekki ganga með barn fyrir systur sína eða vinkonu sé hún reiðubúin til að gera slíkt góðverk? Er það eitthvað öðruvísi en ef manneskja vill gefa annarri manneskju sem á þarf að halda nýra? Og eigi að banna með öllu að „nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði" á þá ekki einnig, auk líffæragjafar, að taka fyrir blóðgjöf, sæðisgjöf og eggjagjöf? Það er ótrúleg mannvonska að nánast líkja þeim sem þrá að eignast barn en geta ekki gengið með það við melludólga og glæpahyski sem stundar mansal. Enn þá meiri mannvonska er að neita þeim um þá einu von sem þeir hafa til að öðlast það sem flestir taka sem sjálfsögðum hlut.Misnotkun á femínisma Auður Alfífa Ketilsdóttir, ein þeirra sem stóðu að ályktun VG um staðgöngumæðrun, sagði í fréttum Stöðvar tvö um helgina: „Á meðan að samfélagið tryggir ekki konum jafna stöðu á við karla eða yfirráðin yfir eigin líkama, þá sé ég ekki að það sé tímabært að leyfa þetta." Sem gallharður femínisti fæ ég ekki með nokkru móti séð að það að kona gangi með barn fyrir systur sína, frænku eða vinkonu stefni stöðu íslenskra kvenna og umráðum þeirra yfir eigin líkama í nokkra hættu. Og mér gremst að lögmæt baráttumál femínismans séu misnotuð til að réttlæta ofangreinda mannvonsku, dulbúin sem mannúð. Reynir Tómas Geirsson, prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og yfirlæknir á Landspítalanum, skrifaði grein um staðgöngumæðrun í Fréttablaðið í desember 2011. Þar segir: „Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel…Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu." Hvaða rétt hefur samfélagið til að skerða frelsi þessara velviljuðu kvenna til að láta gott af sér leiða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
„Frelsið skiptir máli, að geta haft þá tilfinningu að maður geti vaknað á morgnana og gert hvað sem mann lystir ef gangi maður ekki á rétt annarra." Svo komst Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, að máli í hreint afbragðsgóðri ræðu sem hún hélt á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina. Með nýjum formanni blása ferskir vindar um vinstri græn og af umræðum um fundinn í fjölmiðlum að dæma virðast þeir auk þess hafa feykt „órólegu deild" flokksins lengst út á hafsjó þar sem hróp þeirra og köll drukkna í öldugný. Yfirvegun og öfgaleysi hafa skinið úr málflutningi Katrínar í viðtölum. Hún leggur áherslu á nauðsyn málamiðlana og mikilvægi þess að fólk geti verið andstæðra skoðana án þess að allt fari í bál og brand. Og hún virðist ekki ætla að ýta undir þá loforðaverðbólgu sem nú þegar hrjáir kosningabaráttuna: „Ég hef lagt áherslu á það að við getum ekki gengið fram með alls konar fyrir alla, eins og mér hefur þótt formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gera núna," sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Ef bornar eru saman þær ályktanir landsfundar VG sem mesta athygli fengu í fjölmiðlum um helgina og ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem fór fram á sama tíma gætir óvæntrar hófsemdar í málefnastarfi VG en nokkurs trúarhita í ályktunum Sjálfstæðisflokksins. Nefna má viðhorf til Evrópusambandsins sem dæmi. Öllum að óvörum samþykkti landsfundur VG ályktun þess efnis að ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Jafnvel þótt flokksmenn séu upp til hópa andvígir inngöngu virðast þeir ekki styðja að gengið sé frá hálfkláruðu verki. Samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins voru aftur á móti furðuofstækisfullar. Þær kváðu á um að aðildarviðræðunum yrði hreinlega hætt og að upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins hér á landi yrði lokað. Flokkurinn sem kenndur hefur verið við ofstopa virðist skyndilega hófsamur en flokkurinn sem fjöldinn tengir við skynsemi er orðinn heiftúðleg skrumskæling í anda teboðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Ein er þó sú ályktun sem samþykkt var á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem fer gegn ferskum vindunum sem þar blása, gegn þeim anda hófsemdar sem hvílir yfir nýja formanninum og þeim góðu orðum sem hann lét falla um frelsi í ræðu sinni á landsfundinum.Af melludólgum og glæpahyski Í janúar í fyrra samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um skipan starfshóps sem semja átti frumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, sagði hins vegar í samtali við Fréttablaðið að ljóst væri að ekkert yrði úr málinu á þessu þingi. Enn mega konur bíða sem ekki geta gengið með börn sjálfar af ástæðum eins og þeim að þær fæddust ekki með leg eða misstu það. Kannanir sýna að um 87% landsmanna eru hlynnt staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Yfirgnæfandi meirihluti gesta landsfundar VG samþykkti hins vegar ályktun þess efnis að leggjast gegn staðgöngumæðrun hvort heldur sem er í hagnaðar- eða velgjörðarskyni. Í ályktuninni segir: „Með því að leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri verið að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði." Orðalag þeirra sem gagnrýnt hafa staðgöngumæðrun undanfarin misseri hefur verið heiftúðugt. Hefur staðgöngumæðrun gjarnan verið líkt við vændi og mansal. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni getur vissulega leitt af sér að neyð kvenna verði til þess að þær leiðist út í að „selja" líkama sinn til meðgöngu og má vel færa rök fyrir því að slíkur gjörningur eigi ýmislegt skylt við vændi. En að setja staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni undir sama hatt og staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni eru hreinar og klárar öfgar – þar er allsherjar hugmyndafræði hafin ofar raunsæi og mannúð. Hvers vegna má kona ekki ganga með barn fyrir systur sína eða vinkonu sé hún reiðubúin til að gera slíkt góðverk? Er það eitthvað öðruvísi en ef manneskja vill gefa annarri manneskju sem á þarf að halda nýra? Og eigi að banna með öllu að „nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði" á þá ekki einnig, auk líffæragjafar, að taka fyrir blóðgjöf, sæðisgjöf og eggjagjöf? Það er ótrúleg mannvonska að nánast líkja þeim sem þrá að eignast barn en geta ekki gengið með það við melludólga og glæpahyski sem stundar mansal. Enn þá meiri mannvonska er að neita þeim um þá einu von sem þeir hafa til að öðlast það sem flestir taka sem sjálfsögðum hlut.Misnotkun á femínisma Auður Alfífa Ketilsdóttir, ein þeirra sem stóðu að ályktun VG um staðgöngumæðrun, sagði í fréttum Stöðvar tvö um helgina: „Á meðan að samfélagið tryggir ekki konum jafna stöðu á við karla eða yfirráðin yfir eigin líkama, þá sé ég ekki að það sé tímabært að leyfa þetta." Sem gallharður femínisti fæ ég ekki með nokkru móti séð að það að kona gangi með barn fyrir systur sína, frænku eða vinkonu stefni stöðu íslenskra kvenna og umráðum þeirra yfir eigin líkama í nokkra hættu. Og mér gremst að lögmæt baráttumál femínismans séu misnotuð til að réttlæta ofangreinda mannvonsku, dulbúin sem mannúð. Reynir Tómas Geirsson, prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og yfirlæknir á Landspítalanum, skrifaði grein um staðgöngumæðrun í Fréttablaðið í desember 2011. Þar segir: „Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel…Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu." Hvaða rétt hefur samfélagið til að skerða frelsi þessara velviljuðu kvenna til að láta gott af sér leiða?