Forysta og "forysta“ Pawel Bartoszek skrifar 1. mars 2013 06:00 Einhverra hluta vegna amast mörg hinna nýju framboða til Alþingis við formönnum. Þetta á sérstaklega við um byltingarþríeykið: Dögun, Lýðræðisvaktina og Pírata. Ýmist þykjast þessar stjórnmálahreyfingar alls ekki hafa formenn eða reyna að fela þá bak við orð eins og „talsmaður", „málsvari" eða „vaktstjóri". Kannski er þetta gott PR, að reyna að láta líta út fyrir að nýi stjórnmálaflokkurinn manns sé ferskur og formannslaus, ekki með þennan steinaldarvaldapíramída eins og hinir. „Hér verða sko allir jafnir!" En það er ekkert víst að það sé sérstaklega sniðugt. Eða sérstaklega ferskt. Ég gæti nefnt ýmsa byltingarmenn í upphafi seinustu aldar sem hugsuðu eins og jafnvel heil ríki þar sem þessi hugmyndafræði virtist ráðandi. Æðstu stjórnendur kommúnistaríkja voru oft hvorki forsetar né forsætisráðherrar heldur báru titla á borð við „aðalritari Sameinaða verkamannaflokksins" eða „formaður þjóðarráðsins". Deng Xiaoping hafði einn titil undir lokin: Hann var heiðursforseti kínverska briddssambandsins. Það má ef til vill saka mig um að reyna að skapa hér ódýr hugrenningatengsl: Fyrst kemur formannslaus flokkur, svo Gúlagið. Gott og vel. Ég játa að ég hef jákvæða tilfinningu fyrir hinum vestræna valdastrúktur þar sem einhver er valinn til valda og hann sannarlega veldur. Versti formaður sem hægt er að hugsa sér er formaður sem ekki er hægt að losa sig við. Og hvenær er ekki hægt að losna við formann? Jú, til dæmis ef hann þykist ekki einu sinni vera formaður. Í einni seinustu opinberu sjónvarpsræðu sem Gaddafí hélt sagðist hann ekki skilja hvað hann ætti að gera til að fara frá völdum, hann hefði jú, engin völd. Hann væri bara óbreyttur borgari!Á kantinum Þegar flokksfeður eins og Steingrímur J. segjast stíga til hliðar (svona aðeins) þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þeir verði virkilega færir um það að láta aðra halda um stjórnartaumana. Ég þekki þess ekki mörg dæmi úr Evrópu eða Bandaríkjunum að fyrrum leiðtogar taki sér slíka stöðu á kantinum. Kannski að ástæður séu fyrir því. Þegar Ari hefur verið yfirmaður Bjarna í á hálfan annan áratug er Bjarni vanur að hlýða Ara. Menn venjast hlutverkum sínum.Landsfundurinn Víkjum aðeins að landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir helgina þá stefnu að pása aðildarviðræðurnar og kjósa svo um framhaldið. Eftir helgina hefur hann þá stefnu að hætta við og kjósa ekkert sérstaklega um framhaldið. Þar með var vikið frá ákveðinni sátt frá 2011 svo þeir sem að henni stóðu, til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hljóta nú vera óbundnir af henni. En gott og vel, auðvitað getur stjórnmálaflokkur haft afdráttarlausa stefnu í ESB-málum. En eitt er að fara meðal fólks og útskýra að meirihluti Sjálfstæðismanna vilji sjá Ísland utan ESB og annað er að reyna að réttlæta þá þvælu að menn vilji loka húsnæði Evrópusambandsins vegna þess að Evrópusambandið dreifi þar bæklingum um sjálft sig. Kommon. Það þarf enginn að elska Brussel. Það er samt óþarfi að láta eins og fáviti. Evrópuumræðan á landsfundinum var reyndar mjög athyglisverð. Það var til dæmis merkilegt að sjá að þegar Evrópumálin voru rædd í Laugardalshöllinni þá töluðu formaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður gegn því að horfið yrði frá þeirri sátt sem náðst hafði fyrir tveimur árum. En salurinn fylgdi öðrum formanni, sem stóð út við hliðarvegg og fylgdist með meðan gamlir undirmenn hans fluttu málstað sinn í ræðupúltinu. Þannig má segja að á landsfundi hafi myndast ágreiningur milli hinnar hálffimmtugu kjörnu forystu Sjálfstæðisflokksins og hinnar hálfsjötugu fyrrum forystu hans. Auðvitað mega allir mæta á fund og rétta upp hönd. En engu að síður: Björn Bjarnason, Davíð Oddson og Tómas Ingi Olrich þurfa ekki lengur að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Þeir þurfa heldur ekki að mynda ríkisstjórn að kosningum liðnum. Engu að síður fara þeir gegn forystu flokksins, sem mun vonandi þurfa að gera hvort tveggja. Það er athyglisvert, svo ekki sé minna sagt. En ég ætla ekki að vorkenna forystum. Forystur verða bara að bíta frá sér. Það að vera í forystu snýst um það að leiða, en ekki bara um það að vera fyrstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Einhverra hluta vegna amast mörg hinna nýju framboða til Alþingis við formönnum. Þetta á sérstaklega við um byltingarþríeykið: Dögun, Lýðræðisvaktina og Pírata. Ýmist þykjast þessar stjórnmálahreyfingar alls ekki hafa formenn eða reyna að fela þá bak við orð eins og „talsmaður", „málsvari" eða „vaktstjóri". Kannski er þetta gott PR, að reyna að láta líta út fyrir að nýi stjórnmálaflokkurinn manns sé ferskur og formannslaus, ekki með þennan steinaldarvaldapíramída eins og hinir. „Hér verða sko allir jafnir!" En það er ekkert víst að það sé sérstaklega sniðugt. Eða sérstaklega ferskt. Ég gæti nefnt ýmsa byltingarmenn í upphafi seinustu aldar sem hugsuðu eins og jafnvel heil ríki þar sem þessi hugmyndafræði virtist ráðandi. Æðstu stjórnendur kommúnistaríkja voru oft hvorki forsetar né forsætisráðherrar heldur báru titla á borð við „aðalritari Sameinaða verkamannaflokksins" eða „formaður þjóðarráðsins". Deng Xiaoping hafði einn titil undir lokin: Hann var heiðursforseti kínverska briddssambandsins. Það má ef til vill saka mig um að reyna að skapa hér ódýr hugrenningatengsl: Fyrst kemur formannslaus flokkur, svo Gúlagið. Gott og vel. Ég játa að ég hef jákvæða tilfinningu fyrir hinum vestræna valdastrúktur þar sem einhver er valinn til valda og hann sannarlega veldur. Versti formaður sem hægt er að hugsa sér er formaður sem ekki er hægt að losa sig við. Og hvenær er ekki hægt að losna við formann? Jú, til dæmis ef hann þykist ekki einu sinni vera formaður. Í einni seinustu opinberu sjónvarpsræðu sem Gaddafí hélt sagðist hann ekki skilja hvað hann ætti að gera til að fara frá völdum, hann hefði jú, engin völd. Hann væri bara óbreyttur borgari!Á kantinum Þegar flokksfeður eins og Steingrímur J. segjast stíga til hliðar (svona aðeins) þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þeir verði virkilega færir um það að láta aðra halda um stjórnartaumana. Ég þekki þess ekki mörg dæmi úr Evrópu eða Bandaríkjunum að fyrrum leiðtogar taki sér slíka stöðu á kantinum. Kannski að ástæður séu fyrir því. Þegar Ari hefur verið yfirmaður Bjarna í á hálfan annan áratug er Bjarni vanur að hlýða Ara. Menn venjast hlutverkum sínum.Landsfundurinn Víkjum aðeins að landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir helgina þá stefnu að pása aðildarviðræðurnar og kjósa svo um framhaldið. Eftir helgina hefur hann þá stefnu að hætta við og kjósa ekkert sérstaklega um framhaldið. Þar með var vikið frá ákveðinni sátt frá 2011 svo þeir sem að henni stóðu, til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hljóta nú vera óbundnir af henni. En gott og vel, auðvitað getur stjórnmálaflokkur haft afdráttarlausa stefnu í ESB-málum. En eitt er að fara meðal fólks og útskýra að meirihluti Sjálfstæðismanna vilji sjá Ísland utan ESB og annað er að reyna að réttlæta þá þvælu að menn vilji loka húsnæði Evrópusambandsins vegna þess að Evrópusambandið dreifi þar bæklingum um sjálft sig. Kommon. Það þarf enginn að elska Brussel. Það er samt óþarfi að láta eins og fáviti. Evrópuumræðan á landsfundinum var reyndar mjög athyglisverð. Það var til dæmis merkilegt að sjá að þegar Evrópumálin voru rædd í Laugardalshöllinni þá töluðu formaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður gegn því að horfið yrði frá þeirri sátt sem náðst hafði fyrir tveimur árum. En salurinn fylgdi öðrum formanni, sem stóð út við hliðarvegg og fylgdist með meðan gamlir undirmenn hans fluttu málstað sinn í ræðupúltinu. Þannig má segja að á landsfundi hafi myndast ágreiningur milli hinnar hálffimmtugu kjörnu forystu Sjálfstæðisflokksins og hinnar hálfsjötugu fyrrum forystu hans. Auðvitað mega allir mæta á fund og rétta upp hönd. En engu að síður: Björn Bjarnason, Davíð Oddson og Tómas Ingi Olrich þurfa ekki lengur að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Þeir þurfa heldur ekki að mynda ríkisstjórn að kosningum liðnum. Engu að síður fara þeir gegn forystu flokksins, sem mun vonandi þurfa að gera hvort tveggja. Það er athyglisvert, svo ekki sé minna sagt. En ég ætla ekki að vorkenna forystum. Forystur verða bara að bíta frá sér. Það að vera í forystu snýst um það að leiða, en ekki bara um það að vera fyrstur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun