Stóllinn Hugleikur lítur dagsins ljós Sara McMahon skrifar 4. mars 2013 15:00 Andrés Þór Björnsson innanhúsarkitekt. Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt frumsýnir stólinn Hugleik á Hönnunarmars helgina 14. til 17. mars. Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dagsson prýða stólinn. Andrés Þór kveðst hafa fengið hugmyndina að stólnum fyrir rúmum áratug, þegar hann stundaði nám í innanhússarkitektúr á Ítalíu. "Ég var á einhverri hönnunarsýningu og sá þar stól sem var skreyttur teiknimyndum og varð mjög hrifinn af honum. Hugmyndin að stólnum hefur blundað í mér síðan þá,“ útskýrir hann. Andrés er mikill aðdáandi Hugleiks og ákvað því að leita til hans í von um samstarf. "Hann tók strax vel í hugmyndina og við erum báðir sannfærðir um að við séum með mjög söluvæna vöru í höndunum.“ Andrés og Hugleikur hittust nokkrum sinnum og ræddu hönnun og útlit stólsins. Andrés fékk svo það vandasama verk að velja teikningar á stólinn. "Það var erfitt að velja úr öllum teikningunum því þær voru allar svo fyndnar. Ég sleppti þessum grófustu því þær hefðu til dæmis ekki hentað inn á heimili þar sem eru börn.“ Andrés útilokar ekki áframhaldandi samstarf við Hugleik og segir möguleika á stærri vörulínu í sama dúr, til dæmis púða og kolla. Aðspurður kveðst Hugleikur hafa slegið til vegna þess að stólar eru húsgagn sem eru honum að skapi. "Ég sagði já af því þetta er stóll, sem er jákvætt fyrirbæri í mínum huga, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Teikningar Hugleiks prýða nú stuttermaboli, húsgagn og líkama fólks, því einhverjir hafa látið húðflúra teikningar hans á sig. "Það verður forvitnilegt að sjá hvert hægt er að setja þær næst. Ég mundi allaveganna ekki vilja sjá þær allstaðar, ég vil ekki að þær séu eins og Coka Cola.“ Stóllinn Hugleikur verður frumsýndur á HönnunarMars. HönnunarMars Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt frumsýnir stólinn Hugleik á Hönnunarmars helgina 14. til 17. mars. Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dagsson prýða stólinn. Andrés Þór kveðst hafa fengið hugmyndina að stólnum fyrir rúmum áratug, þegar hann stundaði nám í innanhússarkitektúr á Ítalíu. "Ég var á einhverri hönnunarsýningu og sá þar stól sem var skreyttur teiknimyndum og varð mjög hrifinn af honum. Hugmyndin að stólnum hefur blundað í mér síðan þá,“ útskýrir hann. Andrés er mikill aðdáandi Hugleiks og ákvað því að leita til hans í von um samstarf. "Hann tók strax vel í hugmyndina og við erum báðir sannfærðir um að við séum með mjög söluvæna vöru í höndunum.“ Andrés og Hugleikur hittust nokkrum sinnum og ræddu hönnun og útlit stólsins. Andrés fékk svo það vandasama verk að velja teikningar á stólinn. "Það var erfitt að velja úr öllum teikningunum því þær voru allar svo fyndnar. Ég sleppti þessum grófustu því þær hefðu til dæmis ekki hentað inn á heimili þar sem eru börn.“ Andrés útilokar ekki áframhaldandi samstarf við Hugleik og segir möguleika á stærri vörulínu í sama dúr, til dæmis púða og kolla. Aðspurður kveðst Hugleikur hafa slegið til vegna þess að stólar eru húsgagn sem eru honum að skapi. "Ég sagði já af því þetta er stóll, sem er jákvætt fyrirbæri í mínum huga, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Teikningar Hugleiks prýða nú stuttermaboli, húsgagn og líkama fólks, því einhverjir hafa látið húðflúra teikningar hans á sig. "Það verður forvitnilegt að sjá hvert hægt er að setja þær næst. Ég mundi allaveganna ekki vilja sjá þær allstaðar, ég vil ekki að þær séu eins og Coka Cola.“ Stóllinn Hugleikur verður frumsýndur á HönnunarMars.
HönnunarMars Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira