Keppir í jójólistinni úti um allan heim Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. mars 2013 06:00 Hálfgerður atvinnumaður Páll Valdimar Guðmundsson Kolka lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó í Búdapest um síðustu helgi.Fréttablaðið/gva Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“ Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira