Blaðamennska er lífsskoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Árið 1870 skrifaði Jón Ólafsson greinargerð fyrir frjálsri blaðamennsku í blaðið sem hann ritstýrði þá, Baldur. Hann var átján ára og hafði ritstýrt Baldri frá sautján ára aldri – fyrsta barnastjarna íslenskrar blaðamennsku og átti í vændum að flýja land fyrir að yrkja Íslendingabrag þar sem þeir "fólar er frelsi vort svíkja" fá að heyra það og skáldið staðhæfir að maður finni "ei djöfullegra dáðlaust þing / en danskan Íslending". Það gneistaði af hverju orði í skrifum hans og hann átti í vændum ótal stríð. Hann átti líka eftir að fara nokkra hringi í pólitíkinni eins og títt er um friðlausa og frjálsa anda. Hann var fyrsti nútímablaðamaður okkar. Og þetta skrifaði hann í Baldur, 3. árgang árið 1870:Ráðgjafi lýðsins „Blaðamaður verður að fylgja því, er hann ætlar sannast og réttast, án þess að láta það aftra sér, þó alþýða hafi annað álit. Blöðin eiga ekki að vera eins og lúður, er hver sem vill getur básúnað í [?] Með einu orði, blaðamaður á að vera ráðgjafi lýðsins. [...] Sjerlega athugaverð er staða blaðanna andspænis fulltrúum þjóðarinnar, þar sem fulltrúaþing eru. Þá er blöðin hafa fasta stefnu og fylgja henni fram á sæmilegan hátt, þá mega þau ávallt ganga að því vísu, að fulltrúar þjóðarinnar gefi orðum þeirra hæfilegan gaum. [...] Köllun blaðamannsins er því háleit og fögur, og menn gætu sagt, eitt hið háleitasta og fegursta sem nokkur maður getur tekið sjer fyrir hendur að starfa að. En því æðri, fegurri, helgari og háleitari sem sú köllun er, því meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara. [...] Hann má aldrei tala þvert um huga sjer, og eigi láta hræða sig frá sannfæring sinni, því að hennar má hann aldrei ganga á bak, þótt það gildi líf hans og mannorð, fje og fjör. Hann má því eigi láta það aftra sér, þótt alþýðuhylli hans liggi við, því sannleikurinn er meira verður; hann má eigi óttast það, þótt hann sjái, að sannleiksást hans gjöri vini hans að óvinum hans, og eigi óttast óvild manna, því að sannleikurinn er meira verður; hann má eigi þegja yfir sannleikanum, eða gjöra móti betri vitund til að geðjast öðrum, hvort sem þeir eru háir eða lágir, því sannleikurinn er meira verður. [...] Hvorki hatur nje vinátta má hafa nein áhrif á starf hans í þjónustu sannleikans."Sannleikurinn er meira verður Þetta kann að virðast hörð kenning en í þessum skrifum Jóns Ólafssonar sjáum við í rauninni grundvöllinn að hugmyndinni um fjölmiðla sem „fjórða valdið" í samfélaginu: að blöðin veiti „fulltrúum þjóðarinnar" aðhald með stefnufestu sinni og „þjónustu við sannleikann" sem er meira verður en alþýðuhylli eða óttinn við óvild manna, „hvort sem þeir eru háir eða lágir". Átján ára prestssonur austan af Kolfreyjustað kann árið 1870 betri skil á grundvallaratriðum blaðamennsku en ýmsir á okkar dögum sem maður kynni að ætla að hefðu betri forsendur til þess en hann. Það að vera blaðamaður eða fréttamaður er lífsskoðun í sjálfu sér. Hún kann að vera einfeldningsleg og vonlaus en raunverulegur blaðamaður er samt ekki í öðrum flokki en blaðamannaflokkinum, ekki í annarri klíku en sannleiksleitendaklíkunni, þjónar aðeins sannleikanum og því fólki sem þarf að fá að vita sannleikann. Hvað sem það kostar. Nú hef ég moggann séð um hríð út af einhverju vinatilboði. Þar er margt prýðilega gert enda starfa enn á blaðinu nokkrir af ágætustu blaðamönnum landsins – en mér finnst hins vegar beinlínis líkamlega óþægilegt að lesa daglegar og ofsalegar árásir Davíðs Oddssonar á fréttastofu RÚV og það fólk sem þar reynir að sinna vinnu sinni – kannski vegna þess að þar fór nú einu sinni fram ævistarf móður minnar. Davíð Oddsson er ekki blaðamaður heldur gamall valdamaður sem skynjar aflið sem í blöðunum býr og vill virkja það í eigin prívatþágu; taka þennan lúður og blása í hann. Munurinn á Davíð Oddssyni og raunverulegum blaðamönnum er sá að blaðamenn telja sig hafa skyldur við samfélagið og sannleikann en Davíð telur sig hafa skyldur við sjálfan sig og arfleifð sína; í stað þess að vera bara heima hjá sér og senda greinar í blaðið eins og annað fólk gerir hefur hann hlammað sér í stól ritstjóra. Barátta blaðamanna Fréttablaðsins undir forystu Ólafs Stephensen við eigendur og stjórnendur 365 miðla er af sama toga – Ólafur og hans áhöfn hefur verið að kljást við sams konar skilningsleysi á eðli frjálsrar blaðamennsku. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur óneitanlega staðið í fréttnæmum stórræðum og það að hann sé eigandi (eða eiginmaður eiganda) gerir að verkum að enn brýnna er en ella að hann láti blaðamenn í friði við að sinna vinnu sinni þegar kemur að því að greina frá viðskiptaævintýrum hans og eftirmálum þeirra. Af hverju? Hvers vegna að eiga blað ef maður má svo ekkert njóta þess í umfjöllun? Á því er sú einfalda skýring að sjálf söluvaran er trúverðugleiki blaðsins og um leið og maður fer að skipta sér af skrifum blaðsins – um leið og vaknar grunsemdarvottur um slíkt – þá hverfur trúverðugleikinn. Og maður nýtur einskis í umfjölluninni en situr uppi með ónýta vöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Árið 1870 skrifaði Jón Ólafsson greinargerð fyrir frjálsri blaðamennsku í blaðið sem hann ritstýrði þá, Baldur. Hann var átján ára og hafði ritstýrt Baldri frá sautján ára aldri – fyrsta barnastjarna íslenskrar blaðamennsku og átti í vændum að flýja land fyrir að yrkja Íslendingabrag þar sem þeir "fólar er frelsi vort svíkja" fá að heyra það og skáldið staðhæfir að maður finni "ei djöfullegra dáðlaust þing / en danskan Íslending". Það gneistaði af hverju orði í skrifum hans og hann átti í vændum ótal stríð. Hann átti líka eftir að fara nokkra hringi í pólitíkinni eins og títt er um friðlausa og frjálsa anda. Hann var fyrsti nútímablaðamaður okkar. Og þetta skrifaði hann í Baldur, 3. árgang árið 1870:Ráðgjafi lýðsins „Blaðamaður verður að fylgja því, er hann ætlar sannast og réttast, án þess að láta það aftra sér, þó alþýða hafi annað álit. Blöðin eiga ekki að vera eins og lúður, er hver sem vill getur básúnað í [?] Með einu orði, blaðamaður á að vera ráðgjafi lýðsins. [...] Sjerlega athugaverð er staða blaðanna andspænis fulltrúum þjóðarinnar, þar sem fulltrúaþing eru. Þá er blöðin hafa fasta stefnu og fylgja henni fram á sæmilegan hátt, þá mega þau ávallt ganga að því vísu, að fulltrúar þjóðarinnar gefi orðum þeirra hæfilegan gaum. [...] Köllun blaðamannsins er því háleit og fögur, og menn gætu sagt, eitt hið háleitasta og fegursta sem nokkur maður getur tekið sjer fyrir hendur að starfa að. En því æðri, fegurri, helgari og háleitari sem sú köllun er, því meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara. [...] Hann má aldrei tala þvert um huga sjer, og eigi láta hræða sig frá sannfæring sinni, því að hennar má hann aldrei ganga á bak, þótt það gildi líf hans og mannorð, fje og fjör. Hann má því eigi láta það aftra sér, þótt alþýðuhylli hans liggi við, því sannleikurinn er meira verður; hann má eigi óttast það, þótt hann sjái, að sannleiksást hans gjöri vini hans að óvinum hans, og eigi óttast óvild manna, því að sannleikurinn er meira verður; hann má eigi þegja yfir sannleikanum, eða gjöra móti betri vitund til að geðjast öðrum, hvort sem þeir eru háir eða lágir, því sannleikurinn er meira verður. [...] Hvorki hatur nje vinátta má hafa nein áhrif á starf hans í þjónustu sannleikans."Sannleikurinn er meira verður Þetta kann að virðast hörð kenning en í þessum skrifum Jóns Ólafssonar sjáum við í rauninni grundvöllinn að hugmyndinni um fjölmiðla sem „fjórða valdið" í samfélaginu: að blöðin veiti „fulltrúum þjóðarinnar" aðhald með stefnufestu sinni og „þjónustu við sannleikann" sem er meira verður en alþýðuhylli eða óttinn við óvild manna, „hvort sem þeir eru háir eða lágir". Átján ára prestssonur austan af Kolfreyjustað kann árið 1870 betri skil á grundvallaratriðum blaðamennsku en ýmsir á okkar dögum sem maður kynni að ætla að hefðu betri forsendur til þess en hann. Það að vera blaðamaður eða fréttamaður er lífsskoðun í sjálfu sér. Hún kann að vera einfeldningsleg og vonlaus en raunverulegur blaðamaður er samt ekki í öðrum flokki en blaðamannaflokkinum, ekki í annarri klíku en sannleiksleitendaklíkunni, þjónar aðeins sannleikanum og því fólki sem þarf að fá að vita sannleikann. Hvað sem það kostar. Nú hef ég moggann séð um hríð út af einhverju vinatilboði. Þar er margt prýðilega gert enda starfa enn á blaðinu nokkrir af ágætustu blaðamönnum landsins – en mér finnst hins vegar beinlínis líkamlega óþægilegt að lesa daglegar og ofsalegar árásir Davíðs Oddssonar á fréttastofu RÚV og það fólk sem þar reynir að sinna vinnu sinni – kannski vegna þess að þar fór nú einu sinni fram ævistarf móður minnar. Davíð Oddsson er ekki blaðamaður heldur gamall valdamaður sem skynjar aflið sem í blöðunum býr og vill virkja það í eigin prívatþágu; taka þennan lúður og blása í hann. Munurinn á Davíð Oddssyni og raunverulegum blaðamönnum er sá að blaðamenn telja sig hafa skyldur við samfélagið og sannleikann en Davíð telur sig hafa skyldur við sjálfan sig og arfleifð sína; í stað þess að vera bara heima hjá sér og senda greinar í blaðið eins og annað fólk gerir hefur hann hlammað sér í stól ritstjóra. Barátta blaðamanna Fréttablaðsins undir forystu Ólafs Stephensen við eigendur og stjórnendur 365 miðla er af sama toga – Ólafur og hans áhöfn hefur verið að kljást við sams konar skilningsleysi á eðli frjálsrar blaðamennsku. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur óneitanlega staðið í fréttnæmum stórræðum og það að hann sé eigandi (eða eiginmaður eiganda) gerir að verkum að enn brýnna er en ella að hann láti blaðamenn í friði við að sinna vinnu sinni þegar kemur að því að greina frá viðskiptaævintýrum hans og eftirmálum þeirra. Af hverju? Hvers vegna að eiga blað ef maður má svo ekkert njóta þess í umfjöllun? Á því er sú einfalda skýring að sjálf söluvaran er trúverðugleiki blaðsins og um leið og maður fer að skipta sér af skrifum blaðsins – um leið og vaknar grunsemdarvottur um slíkt – þá hverfur trúverðugleikinn. Og maður nýtur einskis í umfjölluninni en situr uppi með ónýta vöru.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun