Eiga að vera í formi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2013 07:30 Fékk hrós Glódís Perla Viggósdóttir lék vel á Algarve-mótinu og fékk hrós frá þjálfaranum.Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Stelpurnar okkar náðu að rífa sig upp og enda Algarve-mótið á flottum 4-1 sigri á Ungverjum í gær en liðið hafði áður tapað fyrir Bandaríkjunum (0-3), Svíþjóð (1-6) og Kína (0-1) í fyrri leikjum sínum á þessu sterka móti. Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sandra María Jessen skoruðu mörk íslenska liðsins í gær en Sandra María hefur þar með skorað 3 mörk á aðeins 119 mínútum í íslenska landsliðsbúningnum. „Það var rosa gott að hafa endað á sigri. Við bættum leik okkar aftur og vorum ánægð með það að enda þetta vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. „Ef ég geri upp mótið þá höfum við lært ýmislegt af þessu eins og það að okkur finnst undirbúningurinn vera of stuttur.Við komum hingað degi fyrir fyrsta leik á móti besta liði í heimi og það er ekki nóg að undirbúa sig bara í einn dag fyrir svoleiðis leik eftir að hafa ekki hist í fimm mánuði fram að því," segir Sigurður Ragnar.Lykilmenn í lélegu formi Íslenska liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum með markatölunni 1-9. „Þegar ég gerði upp þessa fyrstu tvo leiki þá fannst mér liðið ekki í góðu formi og margir lykilmenn ekki í góðu spilformi," sagði Sigurður Ragnar. „Við eigum alltaf að gera hlaupið, barist og verið í góðu formi. Mér fannst vanta upp á það hjá okkur á þessu móti en góðu fréttirnar eru kannski að við höfum fjóra mánuði til að bæta þann þátt," sagði Sigurður Ragnar sem sendir atvinnumönnum liðsins skýr skilaboð. „Leikmennirnir hjá íslensku liðunum voru heilt yfir í betra formi en atvinnumennirnir okkar og það er áhyggjuefni. Einhverjar eru þó að koma til baka eftir meiðsli. Svo voru líka leikmenn sem mér fannst geta gert betur og hafa ekki afsökunina að vera stíga upp úr meiðslum eða veikindum. Þær eiga bara að vera í betra formi og bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Sigurður. „Ég held að þær hafi lært heilmikið af þessu móti og við öll. Við náðum að þjappa okkur vel saman eftir fyrstu tvo leikina, áttum góða fundi og vorum staðráðin í að gera betur. Mér fannst þeim takast það í seinni tveimur leikjunum því það var mikil breyting til batnaðar í þeim leikjum. Síðasti leikurinn var fínn," sagði Sigurður Ragnar sem hrósaði sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur.Glódís Perla átti gott mót „Glódís Perla átti mjög gott mót og spilaði þrjá heila leiki í hafsent. Hún verður átján ára á þessu ári og það var mjög jákvætt og ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar. „Næst tökum við stutta ferð til Svíþjóðar og sjáum til hvort við náum eitthvað að bæta okkur. Þá erum við að spila við Svíþjóð á þeirra heimavelli sem verður mjög erfitt. Þá eiga okkar leikmenn að vera komnar í örlítið betra stand en það er líka samt stutt í þennan leik. Svo erum við óðum að nálgast mótið," sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira