Passa betur upp á boltann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 07:00 Þjálfarateymi Íslands – Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Guðmundur Hreiðarsson.fréttablaðið/valli Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira