Fríverslun við Bandaríkin Þorsteinn Pálsson skrifar 16. mars 2013 06:00 Mikilvægasta pólitíska umræða liðinnar viku fór fram á fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins um stöðu Íslands gagnvart fyrirhuguðum fríverslunarviðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Við þetta mat er hvorki undanskilin "rökræðan" um vantraust á ríkisstjórnina né kappræðan á eldhúsdegi Alþingis. Stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum er að bæta samkeppnisstöðu landsins. Áform Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru einhver umfangsmesta og metnaðarfyllsta tilraun sem gerð hefur verið til að bæta samkeppnisstöðu vestrænna ríkja. Á fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins voru menn að hefja umræðu um hvernig Ísland kæmi ár sinni best fyrir borð í því samhengi. Á Alþingi virðast spurningar af því tagi vera jafn fjarlægar og tunglið. Forseti Íslands hefur á hinn bóginn skýra sýn. Hans áform eru að Ísland tengist fremur Kína og Indlandi en Evrópu og Bandaríkjunum. Sterk samkeppnisstaða þeirra ríkja gagnvart vestrænum þjóðum byggist á lágum launum. Það er vissulega rétt hjá forsetanum að það er önnur af tveimur leiðum til að bæta samkeppnisstöðuna. En er það hyggilegasta leiðin fyrir Ísland? Þeir sem boða gengislækkun sem eina ráðið gegn lélegri samkeppnisstöðu landsins eru í raun að skipa sér undir merki forseta Íslands. Hinn kosturinn er að halda áfram að byggja á þeim grunni sem lagður var með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, Fríverslunarsamtökunum og síðast innri markaði Evrópusambandsins. Hann felur það í sér að vinna saman með þeim ríkjum sem næst okkur standa að því að bæta samkeppnisstöðuna án þess að fórna lífskjörunum. Ráðin eru að halda áfram að ryðja viðskiptahindrunum úr vegi, tryggja sömu leikreglur og nýta sameiginlegan stöðugan gjaldmiðil.Tvær leiðir Hugmyndirnar um fríverslun milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru miklu víðtækari og róttækari en hefðbundnir samningar sem bera þessa yfirskrift. Það verður flókið að finna lausnir og alls ekki víst að þær verði að veruleika innan þeirra tímamarka sem sett eru. En hvað sem öllum vandkvæðum líður kalla þessi áform á að íslensk stjórnmál svari þeirri spurningu eftir hvorri leiðinni á að fara til að bæta samkeppnisstöðuna. Ýmsir kunna að segja að Ísland geti gerst þriðji aðili að slíku samkomulagi síðar. Á þessu stigi er óvarlegt að leggja dóm á hversu raunhæft það er. Utanríkisráðherra hefur þó þegar gert ráðstafanir til að lýsa áhuga Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Fríverslunarsamtökunum. Kjarni málsins er eigi að síður sá að öruggasta leiðin til að tryggja hagsmuni Íslands í þessu efni er að taka fullan þátt í samstarfi Evrópusambandsríkjanna. Forsætisráðherra Bretlands hefur stigið ölduna milli Evrópusinna og efahyggjumanna í breska Íhaldsflokknum. Hann sagði í merkri Evrópuræðu á dögunum að Bretlandi væri mikilvægt að halda aðildinni áfram til þess að geta talað með meiri þunga en ella bæði við Kína og Bandaríkin. Gilda einhver önnur lögmál um stöðu Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Kína? Sannleikurinn er vitaskuld sá að hafi Bretland þörf á Evrópusambandsaðild til að styrkja stöðu sína gagnvart þessum voldugu ríkjum er þörf Íslands ekki minni. Reynslan sýnir að sérhvert nýtt skref til aukinnar efnahagssamvinnu hefur styrkt Ísland.Verðbólga eða bætt samkeppnisstaða Snemma á þessu kjörtímabili fluttu þingmenn úr þremur flokkum, og allir í röðum Heimssýnar, tillögu um fríverslunarsamning við Bandaríkin. Rökrétt var að álykta sem svo að þeir væru hlynntir frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum en andvígir ef þær kæmu frá Evrópu. En í pólitík er ekki alltaf samhengi milli þess sem er rökrétt og rétt. Þingmennirnir eru á móti fríverslun með landbúnaðarvörur. Enginn þeirra meinti því nokkurn skapaðan hlut með tillögunni. Hún var flutt í þeim eina tilgangi að drepa Evrópusambandsumræðunni á dreif. Með henni átti að sýna að andstæðingar Evrópusamvinnunnar væru ekki endilega einangrunarsinnar. Í sjálfu sér er gott til þess að vita að þeir vilja líta betur út að þessu leyti en efni standa til. Hagur heimila, fyrirtækja og velferðarkerfis mun ekki vænkast nema samkeppnisstaða landsins styrkist til muna. Að því marki eru tvær leiðir: Ný skref í átt til Kína og Indlands eða ný skref til að dýpka þátttökuna í vestrænni samvinnu. Óbreytt staða út á við jafngildir stöðnun. En á Alþingi er um það eitt rifist hversu mikið eigi að auka verðbólguna. Ætla menn í alvöru að svara með verðbólgu þegar aðilar vinnumarkaðarins banka upp á og krefjast sterkari samkeppnisstöðu landsins til að bæta kjör heimilanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun
Mikilvægasta pólitíska umræða liðinnar viku fór fram á fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins um stöðu Íslands gagnvart fyrirhuguðum fríverslunarviðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Við þetta mat er hvorki undanskilin "rökræðan" um vantraust á ríkisstjórnina né kappræðan á eldhúsdegi Alþingis. Stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum er að bæta samkeppnisstöðu landsins. Áform Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru einhver umfangsmesta og metnaðarfyllsta tilraun sem gerð hefur verið til að bæta samkeppnisstöðu vestrænna ríkja. Á fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins voru menn að hefja umræðu um hvernig Ísland kæmi ár sinni best fyrir borð í því samhengi. Á Alþingi virðast spurningar af því tagi vera jafn fjarlægar og tunglið. Forseti Íslands hefur á hinn bóginn skýra sýn. Hans áform eru að Ísland tengist fremur Kína og Indlandi en Evrópu og Bandaríkjunum. Sterk samkeppnisstaða þeirra ríkja gagnvart vestrænum þjóðum byggist á lágum launum. Það er vissulega rétt hjá forsetanum að það er önnur af tveimur leiðum til að bæta samkeppnisstöðuna. En er það hyggilegasta leiðin fyrir Ísland? Þeir sem boða gengislækkun sem eina ráðið gegn lélegri samkeppnisstöðu landsins eru í raun að skipa sér undir merki forseta Íslands. Hinn kosturinn er að halda áfram að byggja á þeim grunni sem lagður var með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, Fríverslunarsamtökunum og síðast innri markaði Evrópusambandsins. Hann felur það í sér að vinna saman með þeim ríkjum sem næst okkur standa að því að bæta samkeppnisstöðuna án þess að fórna lífskjörunum. Ráðin eru að halda áfram að ryðja viðskiptahindrunum úr vegi, tryggja sömu leikreglur og nýta sameiginlegan stöðugan gjaldmiðil.Tvær leiðir Hugmyndirnar um fríverslun milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru miklu víðtækari og róttækari en hefðbundnir samningar sem bera þessa yfirskrift. Það verður flókið að finna lausnir og alls ekki víst að þær verði að veruleika innan þeirra tímamarka sem sett eru. En hvað sem öllum vandkvæðum líður kalla þessi áform á að íslensk stjórnmál svari þeirri spurningu eftir hvorri leiðinni á að fara til að bæta samkeppnisstöðuna. Ýmsir kunna að segja að Ísland geti gerst þriðji aðili að slíku samkomulagi síðar. Á þessu stigi er óvarlegt að leggja dóm á hversu raunhæft það er. Utanríkisráðherra hefur þó þegar gert ráðstafanir til að lýsa áhuga Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Fríverslunarsamtökunum. Kjarni málsins er eigi að síður sá að öruggasta leiðin til að tryggja hagsmuni Íslands í þessu efni er að taka fullan þátt í samstarfi Evrópusambandsríkjanna. Forsætisráðherra Bretlands hefur stigið ölduna milli Evrópusinna og efahyggjumanna í breska Íhaldsflokknum. Hann sagði í merkri Evrópuræðu á dögunum að Bretlandi væri mikilvægt að halda aðildinni áfram til þess að geta talað með meiri þunga en ella bæði við Kína og Bandaríkin. Gilda einhver önnur lögmál um stöðu Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Kína? Sannleikurinn er vitaskuld sá að hafi Bretland þörf á Evrópusambandsaðild til að styrkja stöðu sína gagnvart þessum voldugu ríkjum er þörf Íslands ekki minni. Reynslan sýnir að sérhvert nýtt skref til aukinnar efnahagssamvinnu hefur styrkt Ísland.Verðbólga eða bætt samkeppnisstaða Snemma á þessu kjörtímabili fluttu þingmenn úr þremur flokkum, og allir í röðum Heimssýnar, tillögu um fríverslunarsamning við Bandaríkin. Rökrétt var að álykta sem svo að þeir væru hlynntir frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum frá Bandaríkjunum en andvígir ef þær kæmu frá Evrópu. En í pólitík er ekki alltaf samhengi milli þess sem er rökrétt og rétt. Þingmennirnir eru á móti fríverslun með landbúnaðarvörur. Enginn þeirra meinti því nokkurn skapaðan hlut með tillögunni. Hún var flutt í þeim eina tilgangi að drepa Evrópusambandsumræðunni á dreif. Með henni átti að sýna að andstæðingar Evrópusamvinnunnar væru ekki endilega einangrunarsinnar. Í sjálfu sér er gott til þess að vita að þeir vilja líta betur út að þessu leyti en efni standa til. Hagur heimila, fyrirtækja og velferðarkerfis mun ekki vænkast nema samkeppnisstaða landsins styrkist til muna. Að því marki eru tvær leiðir: Ný skref í átt til Kína og Indlands eða ný skref til að dýpka þátttökuna í vestrænni samvinnu. Óbreytt staða út á við jafngildir stöðnun. En á Alþingi er um það eitt rifist hversu mikið eigi að auka verðbólguna. Ætla menn í alvöru að svara með verðbólgu þegar aðilar vinnumarkaðarins banka upp á og krefjast sterkari samkeppnisstöðu landsins til að bæta kjör heimilanna?