Grái fiðringurinn fer Grant vel Kristján Hjálmarsso skrifar 18. mars 2013 06:00 John Grant átti frábæra tónleika í Silfurbergi Hörpu á laugardaginn var. Mynd/Mummi Lú Tónlist. John Grant. Útgáfutónleikar Pale Green Ghost í Silfurbergi í Hörpu Um miðbik útgáfutónleika Johns Grant í Hörpu á laugardaginn var sýndi hann áhorfendum nýja strigaskó sem hann hafði verið að kaupa sér. Á sinni ágætu íslensku sagði hann áhorfendum að líklega væri hann kominn með gráa fiðringinn. Bætti svo við að lýsingin á því ástandi sem miðaldra menn ganga stundum í gegnum sé miklu fallegri á íslensku en ensku. Gray tinkle, eins og vinur Grants orðaði það, hljómar vissulega betur en midlife crisis. Að vissu leyti má segja að John Grant sé kominn með gráa fiðringinn í tónlistarsköpun sinni. Á nýju plötunni, Pale Green Ghost, leitar hann í það minnsta á töluvert önnur mið en á síðustu plötu, hinni frábæru Queen of Denmark. Nýja platan er unnin í samstarfi við Birgi Þórarinsson, Bigga Veiru úr Gus Gus, og það er óhætt að segja að hann setji sterkan svip á hana með hljóðheimi sínum. Grant hóf tónleikana á rólegri lögum plötunnar en gaf svo í með lögum á borð við GMF (Greatest mother fucker), titillaginu Pale green ghost og Black belt. Uppbyggingin var úthugsuð og bjó til frábæra stemningu meðal áhorfenda. Það fer ekki fram hjá neinum að tvö síðastnefndu lögin eru beint úr smiðju Gus Gus. Hvert frábæra lagið rak svo annað, meðal annars Sensitive new age guy, sem fjallar um vin Grants sem framdi sjálfsmorð fyrir um ári síðan. Uppklappslögin voru heldur ekki af verri endanum, I wanna go to Marz og Queen of Denmark, sem hljómsveitin flutti af ótrúlegum krafti. Frábær endir á frábærum tónleikum. Hljómsveitin sem var Grant til halds og trausts á laugardaginn stóð sig með eindæmum vel. Ekki oft sem maður upplifir svo ótrúlega þétta sveit. Það sem stóð hins vegar upp úr var söngur Grants og var sérstaklega gaman að sjá hann syngja áðurnefnt Sensitive new age guy, þar sem hann sýnir á sér algjörlega nýja hlið. John Grant hélt tónleika í Austurbæ fyrir tæpu ári þar sem hann lék meðal annars nokkur lög af nýju plötunni. Þá átti hann á köflum erfitt með að kynna lögin, sagði sögurnar á bak við þau og felldi tár, enda eru lögin hans, eins og svo oft áður, uppgjör við fortíðina. Að þessu sinni sagði Grant þó færri sögur en var jafn einlægur og alltaf. Þannig hreif hann áhorfendur með, kynnti lögin stundum á íslensku og svaraði köllum einstaka áhorfanda úr sal. Það er erfitt að fylgja eftir jafn frábærri plötu og Queen of Denmark var. Grant gerir það þó mjög vel á Pale Green Ghost og sama má segja um útgáfutónleikana. Grái fiðringurinn fer honum bara ansi vel. Niðurstaða: Frábærir útgáfutónleikar, með þéttri hljómsveit og ótrúlega einlægum og góðum söngvara. Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. John Grant. Útgáfutónleikar Pale Green Ghost í Silfurbergi í Hörpu Um miðbik útgáfutónleika Johns Grant í Hörpu á laugardaginn var sýndi hann áhorfendum nýja strigaskó sem hann hafði verið að kaupa sér. Á sinni ágætu íslensku sagði hann áhorfendum að líklega væri hann kominn með gráa fiðringinn. Bætti svo við að lýsingin á því ástandi sem miðaldra menn ganga stundum í gegnum sé miklu fallegri á íslensku en ensku. Gray tinkle, eins og vinur Grants orðaði það, hljómar vissulega betur en midlife crisis. Að vissu leyti má segja að John Grant sé kominn með gráa fiðringinn í tónlistarsköpun sinni. Á nýju plötunni, Pale Green Ghost, leitar hann í það minnsta á töluvert önnur mið en á síðustu plötu, hinni frábæru Queen of Denmark. Nýja platan er unnin í samstarfi við Birgi Þórarinsson, Bigga Veiru úr Gus Gus, og það er óhætt að segja að hann setji sterkan svip á hana með hljóðheimi sínum. Grant hóf tónleikana á rólegri lögum plötunnar en gaf svo í með lögum á borð við GMF (Greatest mother fucker), titillaginu Pale green ghost og Black belt. Uppbyggingin var úthugsuð og bjó til frábæra stemningu meðal áhorfenda. Það fer ekki fram hjá neinum að tvö síðastnefndu lögin eru beint úr smiðju Gus Gus. Hvert frábæra lagið rak svo annað, meðal annars Sensitive new age guy, sem fjallar um vin Grants sem framdi sjálfsmorð fyrir um ári síðan. Uppklappslögin voru heldur ekki af verri endanum, I wanna go to Marz og Queen of Denmark, sem hljómsveitin flutti af ótrúlegum krafti. Frábær endir á frábærum tónleikum. Hljómsveitin sem var Grant til halds og trausts á laugardaginn stóð sig með eindæmum vel. Ekki oft sem maður upplifir svo ótrúlega þétta sveit. Það sem stóð hins vegar upp úr var söngur Grants og var sérstaklega gaman að sjá hann syngja áðurnefnt Sensitive new age guy, þar sem hann sýnir á sér algjörlega nýja hlið. John Grant hélt tónleika í Austurbæ fyrir tæpu ári þar sem hann lék meðal annars nokkur lög af nýju plötunni. Þá átti hann á köflum erfitt með að kynna lögin, sagði sögurnar á bak við þau og felldi tár, enda eru lögin hans, eins og svo oft áður, uppgjör við fortíðina. Að þessu sinni sagði Grant þó færri sögur en var jafn einlægur og alltaf. Þannig hreif hann áhorfendur með, kynnti lögin stundum á íslensku og svaraði köllum einstaka áhorfanda úr sal. Það er erfitt að fylgja eftir jafn frábærri plötu og Queen of Denmark var. Grant gerir það þó mjög vel á Pale Green Ghost og sama má segja um útgáfutónleikana. Grái fiðringurinn fer honum bara ansi vel. Niðurstaða: Frábærir útgáfutónleikar, með þéttri hljómsveit og ótrúlega einlægum og góðum söngvara.
Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira