Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 09:00 Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir eru í sigurhljómsveit Músíktilrauna, Vök. Mynd/Stefán Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn." Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. "Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuðum hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang." Voruð þið ekki stressuð? "Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst." Einsdæmi er að dúett vinni Músíktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt alltaf að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tónlist en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktilraunir nálguðust. Bresku hljómsveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á listabraut. Hún er uppalin á Akranesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktilraunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spilaði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. "Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung," segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. "Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við vonandi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn."
Tengdar fréttir Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. 26. mars 2013 10:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið