Fjórar leiðir að lægra vöruverði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. apríl 2013 06:00 Vöruverð í landinu var til umræðu á aðalfundi Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ) fyrir páska, enda standa mörg spjót á verzluninni í landinu, nú þegar verðbólgan lætur enn og aftur á sér kræla. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, kveinkaði sér á fundinum undan verðlagseftirlitsátaki Alþýðusambandsins, Vertu á verði, sem ætlað er til að vekja athygli á verðhækkunum og veita verzlunar- og þjónustufyrirtækjum aðhald. Slíkt aðhald er af hinu góða, en hitt er rétt sem Margrét benti á, að það er ákveðinn tvískinnungur í því fólginn af hálfu ASÍ að skamma verzlunarfyrirtæki fyrir að velta út í verðlagið óraunhæfum launahækkunum síðustu kjarasamninga, sem þau sögðust strax í upphafi ekki hafa efni á. Ein leið til að halda verðbólgunni í skefjum er klárlega sú að gera skynsamlega kjarasamninga. Aðra leið til að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma kom formaður SVÞ líka inn á; að skipta um gjaldmiðil og losna við krónuna sem "heldur verðgildi sínu verr en Matadorpeningur". Lækkun gengis krónunnar á drjúgan hluta í verðhækkunum, sem dunið hafa á landsmönnum að undanförnu. Þeir sem dásama sveigjanleika krónunnar eru um leið að segja að þeir vilji viðhalda þessum verðbólguvaka. Þriðja leiðin sem Margrét gerði að umtalsefni er lækkun á tollum á landbúnaðarvörur, sem eru talsverður hluti af innkaupum heimilanna. Hún hefur rétt fyrir sér í því að tilraunir til að hrófla við ofurtollunum, sem lagðir eru á innfluttar búvörur, rekast iðulega á varnarmúr, sem er samsettur úr vel skipulögðum hagsmunasamtökum og að því er virðist öllum stjórnmálaflokkum. Það má gera athugasemdir við þá útreikninga sem formaður SVÞ kastaði fram, eins og fulltrúar landbúnaðarins hafa gert undanfarna daga, en enginn vafi leikur á að afnám tollanna myndi auka samkeppni við innlendan landbúnað og lækka verðið – annars væru hagsmunahóparnir ekki á móti því. Það væri góð byrjun að afnema tolla á kjúklinga- og svínakjöti, því að eins og Margrét benti á er sú framleiðsla tollvernduð þrátt fyrir að hún eigi fátt sameiginlegt með hefðbundnum landbúnaði hér á landi. Það eru engin rök fyrir að vernda verksmiðjuframleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Ef svína- og kjúklingaframleiðendur hafa rétt fyrir sér í því að vara þeirra sé betri og hollari en sú innflutta, hafa þeir varla miklar áhyggjur af að tollarnir fari. Í grein hér í blaðinu á skírdag dró Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, í efa að afnám tolla myndi lækka vöruverð mikið. "Spyrja má hvort verslunin eigi ekki aðra og nærtækari möguleika til að færa heimilunum slíkan sparnað. Afgreiðslutími verslana er t.d. óvíða jafnlangur og þekkist hér á landi og fjárfesting í verslunarhúsnæði er mikil," skrifaði Erna. Nú útilokar það að sjálfsögðu ekki afnám tollverndarinnar þótt verzlunin eigi aðra möguleika á að hagræða og lækka þannig verð. Bezt er að sjálfsögðu að gera hvort tveggja. En Erna vekur athygli á fjórðu leiðinni sem á að fara að því að lækka vöruverð. Í McKinsey-skýrslunni á dögunum var vakin athygli á því að framleiðni í verzlun og þjónustu á Íslandi er afleit og verzlunarhúsnæði alltof stórt. Ein leið til að halda niðri vöruverði er að taka á þeim vanda – og þar þurfa samtök eins og SVÞ að horfa í eigin barm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Vöruverð í landinu var til umræðu á aðalfundi Samtaka verzlunar og þjónustu (SVÞ) fyrir páska, enda standa mörg spjót á verzluninni í landinu, nú þegar verðbólgan lætur enn og aftur á sér kræla. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, kveinkaði sér á fundinum undan verðlagseftirlitsátaki Alþýðusambandsins, Vertu á verði, sem ætlað er til að vekja athygli á verðhækkunum og veita verzlunar- og þjónustufyrirtækjum aðhald. Slíkt aðhald er af hinu góða, en hitt er rétt sem Margrét benti á, að það er ákveðinn tvískinnungur í því fólginn af hálfu ASÍ að skamma verzlunarfyrirtæki fyrir að velta út í verðlagið óraunhæfum launahækkunum síðustu kjarasamninga, sem þau sögðust strax í upphafi ekki hafa efni á. Ein leið til að halda verðbólgunni í skefjum er klárlega sú að gera skynsamlega kjarasamninga. Aðra leið til að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma kom formaður SVÞ líka inn á; að skipta um gjaldmiðil og losna við krónuna sem "heldur verðgildi sínu verr en Matadorpeningur". Lækkun gengis krónunnar á drjúgan hluta í verðhækkunum, sem dunið hafa á landsmönnum að undanförnu. Þeir sem dásama sveigjanleika krónunnar eru um leið að segja að þeir vilji viðhalda þessum verðbólguvaka. Þriðja leiðin sem Margrét gerði að umtalsefni er lækkun á tollum á landbúnaðarvörur, sem eru talsverður hluti af innkaupum heimilanna. Hún hefur rétt fyrir sér í því að tilraunir til að hrófla við ofurtollunum, sem lagðir eru á innfluttar búvörur, rekast iðulega á varnarmúr, sem er samsettur úr vel skipulögðum hagsmunasamtökum og að því er virðist öllum stjórnmálaflokkum. Það má gera athugasemdir við þá útreikninga sem formaður SVÞ kastaði fram, eins og fulltrúar landbúnaðarins hafa gert undanfarna daga, en enginn vafi leikur á að afnám tollanna myndi auka samkeppni við innlendan landbúnað og lækka verðið – annars væru hagsmunahóparnir ekki á móti því. Það væri góð byrjun að afnema tolla á kjúklinga- og svínakjöti, því að eins og Margrét benti á er sú framleiðsla tollvernduð þrátt fyrir að hún eigi fátt sameiginlegt með hefðbundnum landbúnaði hér á landi. Það eru engin rök fyrir að vernda verksmiðjuframleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Ef svína- og kjúklingaframleiðendur hafa rétt fyrir sér í því að vara þeirra sé betri og hollari en sú innflutta, hafa þeir varla miklar áhyggjur af að tollarnir fari. Í grein hér í blaðinu á skírdag dró Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, í efa að afnám tolla myndi lækka vöruverð mikið. "Spyrja má hvort verslunin eigi ekki aðra og nærtækari möguleika til að færa heimilunum slíkan sparnað. Afgreiðslutími verslana er t.d. óvíða jafnlangur og þekkist hér á landi og fjárfesting í verslunarhúsnæði er mikil," skrifaði Erna. Nú útilokar það að sjálfsögðu ekki afnám tollverndarinnar þótt verzlunin eigi aðra möguleika á að hagræða og lækka þannig verð. Bezt er að sjálfsögðu að gera hvort tveggja. En Erna vekur athygli á fjórðu leiðinni sem á að fara að því að lækka vöruverð. Í McKinsey-skýrslunni á dögunum var vakin athygli á því að framleiðni í verzlun og þjónustu á Íslandi er afleit og verzlunarhúsnæði alltof stórt. Ein leið til að halda niðri vöruverði er að taka á þeim vanda – og þar þurfa samtök eins og SVÞ að horfa í eigin barm.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun