Tónlist

Fyrsta platan tilbúin

Fyrsta plata Robert the Roommate, sem er samnefnd hljómsveitinni, kemur út í dag. Öll lögin eru frumsamin og má helst lýsa tónlistinni sem þjóðlagaskotinni popp- og rokktónlist undir áhrifum frá Led Zeppelin, Fleet Foxes og fleiri böndum.

Robert the Roommate var stofnuð vorið 2010, fyrst með það í huga að spila tónlist eftir gömlu og góðu meistarana á borð við Bob Dylan og Leonard Cohen. Um haustið tók hljómsveitin þátt í Lennon-ábreiðulagasamkeppni Rásar 2 og bar hún sigur úr býtum.

Meðlimir sveitarinnar eru Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Daníel Helgason, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Jón Óskar Jónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.