Kippir í kynið Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. apríl 2013 07:00 Feðgar lenda í bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er fluttur á spítala og í aðgerð. Þá segir læknirinn: „Ég get ekki framkvæmt aðgerðina því hann er sonur minn." Hvernig má svo vera? Ég rifjaði upp þessa gömlu gátu á dögunum og taldi að hún væri barn síns tíma. Eftir að hafa gert ófaglega skoðanakönnun virðist hún ekki vera eins úrelt og ég hafði haldið þar sem merkilega margir stóðu á gati.Já, læknirinn er móðir hans. Ég skil vel þá sem sitja núna svolítið miður sín yfir að hafa ekki kveikt á lausninni strax. Ég upplifði það fyrir nokkrum árum þegar ég horfði á íslenska auglýsingu þar sem karlmaður spyr ritara hvort forstjórinn sé við en fær það svar að hún sé erlendis. Það situr í mér að það kom mér á óvart í sekúndubrot að forstjórinn væri kona en ekki karl, eins og það væri eitthvað óeðlilegt við að kona væri í valdamiklu starfi – og ég sem hafði þá leyst læknagátuna fyrir löngu. Viss orð hafa mátt til að vekja með okkur ómeðvituð hugrenningatengsl. Í nýlegum bandarískum fræðibókum má sjá tilhneigingu til að reyna að stemma stigu við þessu. Mark A. Lemley, lagaprófessor við Stanford-háskóla, notar í skrifum sínum iðulega kvenkyn í dæmum þar sem yfirleitt er karlkyn, til dæmis: „Ef meirihlutaeigandi hlutabréfa vill selja bréfin verður hún að…" Með þessu er hann á einfaldan og áhrifaríkan hátt að sporna meðvitað við þeirri tilhneigingu að hugsa ósjálfrátt um karla þegar rætt er um áhrifastöður í þjóðfélaginu. Íslenskan er slungin að þessu leyti þar sem málfræðilegt kyn starfsheitisins ræður en ekki líffræðilegt kyn þess sem gegnir starfinu. Lengi vel var þetta sjálfsagt ekki vandamál, þar sem karlar voru meira eða minna í öllum valdastöðum. En á því hefur orðið breyting og starfsheiti kvennastétta hafa jafnvel breyst í karlkyn. Það má velta upp afleiðingum þess að með íslenskunni séu send þau óbeinu skilaboð að áhrifastöður í þjóðfélaginu hljóti að ráðast af körlum vegna þess veruleika að þar fylgja reglur tungumálsins körlum án vandkvæða en konur eru oft einhvers konar undantekning sem þarf að tækla. Kannski hefur sá veruleiki einhver áhrif eða afleiðingar sem við sjáum ekki nú. Kannski skiptir hann engu máli – er í versta falli kynlegur. Kannski er hann efniviður næstu gátu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Feðgar lenda í bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er fluttur á spítala og í aðgerð. Þá segir læknirinn: „Ég get ekki framkvæmt aðgerðina því hann er sonur minn." Hvernig má svo vera? Ég rifjaði upp þessa gömlu gátu á dögunum og taldi að hún væri barn síns tíma. Eftir að hafa gert ófaglega skoðanakönnun virðist hún ekki vera eins úrelt og ég hafði haldið þar sem merkilega margir stóðu á gati.Já, læknirinn er móðir hans. Ég skil vel þá sem sitja núna svolítið miður sín yfir að hafa ekki kveikt á lausninni strax. Ég upplifði það fyrir nokkrum árum þegar ég horfði á íslenska auglýsingu þar sem karlmaður spyr ritara hvort forstjórinn sé við en fær það svar að hún sé erlendis. Það situr í mér að það kom mér á óvart í sekúndubrot að forstjórinn væri kona en ekki karl, eins og það væri eitthvað óeðlilegt við að kona væri í valdamiklu starfi – og ég sem hafði þá leyst læknagátuna fyrir löngu. Viss orð hafa mátt til að vekja með okkur ómeðvituð hugrenningatengsl. Í nýlegum bandarískum fræðibókum má sjá tilhneigingu til að reyna að stemma stigu við þessu. Mark A. Lemley, lagaprófessor við Stanford-háskóla, notar í skrifum sínum iðulega kvenkyn í dæmum þar sem yfirleitt er karlkyn, til dæmis: „Ef meirihlutaeigandi hlutabréfa vill selja bréfin verður hún að…" Með þessu er hann á einfaldan og áhrifaríkan hátt að sporna meðvitað við þeirri tilhneigingu að hugsa ósjálfrátt um karla þegar rætt er um áhrifastöður í þjóðfélaginu. Íslenskan er slungin að þessu leyti þar sem málfræðilegt kyn starfsheitisins ræður en ekki líffræðilegt kyn þess sem gegnir starfinu. Lengi vel var þetta sjálfsagt ekki vandamál, þar sem karlar voru meira eða minna í öllum valdastöðum. En á því hefur orðið breyting og starfsheiti kvennastétta hafa jafnvel breyst í karlkyn. Það má velta upp afleiðingum þess að með íslenskunni séu send þau óbeinu skilaboð að áhrifastöður í þjóðfélaginu hljóti að ráðast af körlum vegna þess veruleika að þar fylgja reglur tungumálsins körlum án vandkvæða en konur eru oft einhvers konar undantekning sem þarf að tækla. Kannski hefur sá veruleiki einhver áhrif eða afleiðingar sem við sjáum ekki nú. Kannski skiptir hann engu máli – er í versta falli kynlegur. Kannski er hann efniviður næstu gátu.