Fordómar Þingvallanefndar Mikael Torfason skrifar 8. apríl 2013 09:00 Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa „góðglaða" veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig „ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði". Vissulega má taka undir með því sjónarmiði Þingvallanefndar að það fari ekki endilega vel saman fjölskyldulíf í tjaldbúðum og sukk og svínarí. Það vitum við öll sem höfum ferðast með börn um tjaldstæði landsins. Hins vegar er það svo að fátt er jafn skemmtilegt og að vera við veiði í Þingvallavatni á bjartri sumarnóttu. Eins og gefur að skilja er mikil reiði meðal stangveiðifólks vegna ákvörðunar Þingvallanefndar. Á Vísir.is um helgina var rætt við Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóra Flugur.is, og hann sagði viturlegra að banna drykkjulæti í þjóðgarðinum en að banna veiði í vatninu á nóttunni. „Margir veiðimenn segja þá sögu að þarna á Þingvöllum að nóttu til komist menn næst alvaldinu ef hægt er að orða það svo með því að fá að vera í friði þar og njóta veiða," sagði Stefán Jón Hafstein og fullyrti að veiðimenn myndu ekki una þessari nýju samþykkt Þingvallarnefndar. Það er óhætt að taka undir orð Stefáns Jóns um fegurðina sem birtist fólki eftir miðnætti á Þingvöllum í sumarbirtunni. Í raun er það með ólíkindum að Þingvallanefnd tengi silungsveiði að nóttu til við drykkjulæti. Næturveiðin er hluti af íslenskri náttúrurómantík og ekki tengd drykkju. „Það er ekkert beint orsakasamband milli silungsveiða og drykkjuláta," sagði Stefán Jón um helgina og stakk upp á því að nefndin herti frekar eftirlit og reglur almennt hvað varðar drykkjuskap í þjóðgarðinum. Auðvitað sér hver heilvita manneskja að það er rökvilla í niðurstöðu Þingvallanefndar. Niðurstaða nefndarinnar er að banna veiðarnar þegar allt bendir til þess að það sé fylliríið sem sé vandamálið. Í ákvörðuninni felast líka miklir fordómar gegn fólki sem stundar stangveiði. Þetta lyktar af hundalógík og er á pari við það ef yfirvöld kæmust að þeirri niðurstöðu að best væri að banna tónlistarfólki að keyra um helgar því það væri alþekkt að það drykki svo mikið þegar það væri að spila. Við verðum öll að sporna við svona vitleysu og mótmæla kröftuglega. Stefán Jón boðar að veiðimenn muni safna liði. Gott hjá þeim. Og svona til að bíta höfuðið af skömminni þá ákvað Þingvallanefnd að hækka verð veiðileyfa í vatninu um þriðjung við þessi tímamót. Verðið fer úr 1.500 krónum í 2.000 krónur á sama tíma og veiðin í vatninu er takmörkuð. Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa „góðglaða" veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig „ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði". Vissulega má taka undir með því sjónarmiði Þingvallanefndar að það fari ekki endilega vel saman fjölskyldulíf í tjaldbúðum og sukk og svínarí. Það vitum við öll sem höfum ferðast með börn um tjaldstæði landsins. Hins vegar er það svo að fátt er jafn skemmtilegt og að vera við veiði í Þingvallavatni á bjartri sumarnóttu. Eins og gefur að skilja er mikil reiði meðal stangveiðifólks vegna ákvörðunar Þingvallanefndar. Á Vísir.is um helgina var rætt við Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóra Flugur.is, og hann sagði viturlegra að banna drykkjulæti í þjóðgarðinum en að banna veiði í vatninu á nóttunni. „Margir veiðimenn segja þá sögu að þarna á Þingvöllum að nóttu til komist menn næst alvaldinu ef hægt er að orða það svo með því að fá að vera í friði þar og njóta veiða," sagði Stefán Jón Hafstein og fullyrti að veiðimenn myndu ekki una þessari nýju samþykkt Þingvallarnefndar. Það er óhætt að taka undir orð Stefáns Jóns um fegurðina sem birtist fólki eftir miðnætti á Þingvöllum í sumarbirtunni. Í raun er það með ólíkindum að Þingvallanefnd tengi silungsveiði að nóttu til við drykkjulæti. Næturveiðin er hluti af íslenskri náttúrurómantík og ekki tengd drykkju. „Það er ekkert beint orsakasamband milli silungsveiða og drykkjuláta," sagði Stefán Jón um helgina og stakk upp á því að nefndin herti frekar eftirlit og reglur almennt hvað varðar drykkjuskap í þjóðgarðinum. Auðvitað sér hver heilvita manneskja að það er rökvilla í niðurstöðu Þingvallanefndar. Niðurstaða nefndarinnar er að banna veiðarnar þegar allt bendir til þess að það sé fylliríið sem sé vandamálið. Í ákvörðuninni felast líka miklir fordómar gegn fólki sem stundar stangveiði. Þetta lyktar af hundalógík og er á pari við það ef yfirvöld kæmust að þeirri niðurstöðu að best væri að banna tónlistarfólki að keyra um helgar því það væri alþekkt að það drykki svo mikið þegar það væri að spila. Við verðum öll að sporna við svona vitleysu og mótmæla kröftuglega. Stefán Jón boðar að veiðimenn muni safna liði. Gott hjá þeim. Og svona til að bíta höfuðið af skömminni þá ákvað Þingvallanefnd að hækka verð veiðileyfa í vatninu um þriðjung við þessi tímamót. Verðið fer úr 1.500 krónum í 2.000 krónur á sama tíma og veiðin í vatninu er takmörkuð. Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun