Handbolti

Upplifum ekki annan svona slæman dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Máni Gestsson í leiknum í fyrradag.
Máni Gestsson í leiknum í fyrradag. fréttablaðið/valli
Þriðju leikirnir í undanúrslitarimmunum tveimur í úrslitakeppni N1-deildar karla fara fram í kvöld en staðan í þeim báðum er jöfn, 1-1. FH tekur á móti Fram í Kaplakrika og deildarmeistarar Hauka mæta bikarmeisturum ÍR á Ásvöllum.

ÍR tók forystuna í einvíginu um helgina en fékk svo skell á í Breiðholtinu á þriðjudag er liðið tapaði með tíu mörkum, 29-19. Bjarki Sigurðsson segir að sínir menn séu klárir í slaginn í kvöld þrátt fyrir að stutt sé á milli leikja.

„Það var svo margt sem fór úrskeðis í þessum leik,“ sagði Bjarki í samtali við Fréttablaðið í gær. „Menn voru vitanlega mjög súrir eftir leikinn enda hræðilegt að tapa svona illa á heimavelli fyrir fullu húsi áhorfenda. En við erum búnir að fara yfir leikinn og það er ljóst að við þurfum að bæta okkur til muna í kvöld, bæði í vörn og sókn.“

Það lið sem vinnur leikinn í kvöld er komið í kjörstöðu en Bjarki segir að úr þessu séu allir leikir eins og bikarúrslit. Og að hans menn séu tilbúnir fyrir þann slag.

„Við áttum skelfilegan dag í gær [fyrradag] en ég hef ekki trú á því við munum upplifa annað eins nú. Menn vita vel hvað klikkaði og við getum gert miklu betur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og ég hef trú á því að dagsformið muni ráða úrslitum. Það lið sem mætur betur stemmt til leiks mun bera sigur úr býtum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×