Sport

Fengu fimm milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fimm afreksíþróttamenn fengu styrk frá Viljastyrki í ár.
Fimm afreksíþróttamenn fengu styrk frá Viljastyrki í ár. Mynd/Vilhelm
Fimm íþróttamenn fengu samtals fimm milljónir í styrkveitingu frá nýjum sjóði, Viljastyrki, sem er fjármagnaður af veitingastaðakeðjunni Saffran.

Fyrsta úthlutunin fór fram í gær en framvegis verður hægt að sækja um úthlutun á hverju ári. Það er sérstakt fagráð sem tekur ákvörðun um hverjir njóti styrkjanna hverju sinni.

Fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum að það sé von aðstandenda Viljastyrks að fleiri styðji við unga íslenska íþróttamenn, enda mikill kostnaður sem fylgi bæði því að fjármagna þjálfun og ferðalög sem fylgir því að vera afreksmaður í fremstu röð.

Þau sem fengu úthlutun nú eru Kári Steinn Karlsson, hlaupari, Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, Þorbjörg Ágústsdóttir, skylmingarkona, Jón Margeir Sverrisson, sundkappi, og Vignir Sverrisson sem keppir í þríþraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×