Ævintýri við Grænlandsstrendur 30. apríl 2013 10:00 Skonnorta Norðursiglingar liggur við akkeri í Scoresby-sundi. Í dag gerir Norðursigling út þrjár skonnortur og hefur á undanförnum árum verið að auka framboðið af lengri siglingum. Þriðja skonnortan, Opal, bættist í flota Norðursiglingar á dögunum þegar hún kom heim til Húsavíkur en þangað var hún keypt frá Danmörku. Opal er stærsta skonnortan í eigu Norðursiglingar, 32 metrar að lengd og sjö metra breið. Um borð er gistirými fyrir tólf farþega í sex tveggja manna klefum, auk áhafnar. „Við bjóðum upp á tveggja daga ferðir frá Húsavík til Grímseyjar þar sem farið er norður fyrir heimskautsbaug. Í þessum ferðum gistir fólk í skútunum og upplifir lífið um borð,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri og einn eigenda Norðursiglingar. Einnig hefur fyrirtækið í meiri mæli verið að bjóða upp á sérferðir sem sniðnar eru að þörfum hvers hóps. „Þá hefur fólk samband við okkur með sínar hugmyndir um lengd ferðar og hvað það langar að upplifa og við skipuleggjum ferðina,“ segir Heimir og bætir við að í ár verði í þriðja sinn boðið upp á viku langar siglingar um Scoresby-sund á Norðaustur-Grænlandi. Grænlandsferðirnar eru ævintýralegar að sögn Heimis, sem lýsir ferðalaginu nánar: „Flogið er til Constable Point, flugvallarins í Scoresby-sundi. Þar er farið beint um borð í skútuna og leiðangurinn hefst. Siglingin er sjö dagar og gist er í sjö nætur um borð í skonnortunni en flogið heim á áttunda degi. Í Scoresby-sundi er tæplega 500 manna þorp, Ittoqqortoormiit, sem við heimsækjum. Siglt er um sundið, sem er 350 kílómetra langt, umhverfis eyjuna Milne Land við borgarísjaka, himinháa kletta og skriðjökla sem falla til sjávar. Njótum kyrrðar og næðis í villtri náttúrunni. Í Harefjord köstum við akkerum til tveggja nátta og verjum heilum degi í landi þar sem við göngum um, litumst um eftir sauðnautum, snæhérum, rjúpum og öðru villtu dýralífi. Þeir hraustustu geta skellt sér í sjósund. Um kvöldið kveikir áhöfnin svo eld í fjörunni og grillar ofan í mannskapinn. Setið er við eldinn, sungið og sagðar sögur. Staldrað er við í kofa veiðimanna við Sydkap, fylgst með dýralífinu og stórbrotinni náttúrunni. Að morgni áttunda dags vaknar fólk við Constable Point. Þá er snæddur morgunverður, skipst á netföngum og skrifað í gestabók skipsins áður en haldið er í land þaðan sem flogið er til Íslands.“ Laust er í ferðir Norðursiglingar um Scoresby-sund með nýju skonnortunni Opal 14.-21. ágúst og 21.-28. ágúst. „Okkur langar til að bjóða Íslendingum að taka þátt í þessum ferðum okkar sem hingað til hafa aðallega verið bókaðar af útlendingum,“ segir Heimir. Sigling Norðursiglingar um Scoresby-sund kostar 590.000 krónur. Veittur er afsláttur ef bókað er fyrir fjóra eða fleiri í hóp. Innifalið er flug frá Íslandi til Constable Point og til baka, leiðsögn, fæði og gisting í uppábúnum rúmum í tveggja manna klefum um borð í skonnortunni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu North Sailing og í síma 464 7250 og 862 0551. Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Í dag gerir Norðursigling út þrjár skonnortur og hefur á undanförnum árum verið að auka framboðið af lengri siglingum. Þriðja skonnortan, Opal, bættist í flota Norðursiglingar á dögunum þegar hún kom heim til Húsavíkur en þangað var hún keypt frá Danmörku. Opal er stærsta skonnortan í eigu Norðursiglingar, 32 metrar að lengd og sjö metra breið. Um borð er gistirými fyrir tólf farþega í sex tveggja manna klefum, auk áhafnar. „Við bjóðum upp á tveggja daga ferðir frá Húsavík til Grímseyjar þar sem farið er norður fyrir heimskautsbaug. Í þessum ferðum gistir fólk í skútunum og upplifir lífið um borð,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri og einn eigenda Norðursiglingar. Einnig hefur fyrirtækið í meiri mæli verið að bjóða upp á sérferðir sem sniðnar eru að þörfum hvers hóps. „Þá hefur fólk samband við okkur með sínar hugmyndir um lengd ferðar og hvað það langar að upplifa og við skipuleggjum ferðina,“ segir Heimir og bætir við að í ár verði í þriðja sinn boðið upp á viku langar siglingar um Scoresby-sund á Norðaustur-Grænlandi. Grænlandsferðirnar eru ævintýralegar að sögn Heimis, sem lýsir ferðalaginu nánar: „Flogið er til Constable Point, flugvallarins í Scoresby-sundi. Þar er farið beint um borð í skútuna og leiðangurinn hefst. Siglingin er sjö dagar og gist er í sjö nætur um borð í skonnortunni en flogið heim á áttunda degi. Í Scoresby-sundi er tæplega 500 manna þorp, Ittoqqortoormiit, sem við heimsækjum. Siglt er um sundið, sem er 350 kílómetra langt, umhverfis eyjuna Milne Land við borgarísjaka, himinháa kletta og skriðjökla sem falla til sjávar. Njótum kyrrðar og næðis í villtri náttúrunni. Í Harefjord köstum við akkerum til tveggja nátta og verjum heilum degi í landi þar sem við göngum um, litumst um eftir sauðnautum, snæhérum, rjúpum og öðru villtu dýralífi. Þeir hraustustu geta skellt sér í sjósund. Um kvöldið kveikir áhöfnin svo eld í fjörunni og grillar ofan í mannskapinn. Setið er við eldinn, sungið og sagðar sögur. Staldrað er við í kofa veiðimanna við Sydkap, fylgst með dýralífinu og stórbrotinni náttúrunni. Að morgni áttunda dags vaknar fólk við Constable Point. Þá er snæddur morgunverður, skipst á netföngum og skrifað í gestabók skipsins áður en haldið er í land þaðan sem flogið er til Íslands.“ Laust er í ferðir Norðursiglingar um Scoresby-sund með nýju skonnortunni Opal 14.-21. ágúst og 21.-28. ágúst. „Okkur langar til að bjóða Íslendingum að taka þátt í þessum ferðum okkar sem hingað til hafa aðallega verið bókaðar af útlendingum,“ segir Heimir. Sigling Norðursiglingar um Scoresby-sund kostar 590.000 krónur. Veittur er afsláttur ef bókað er fyrir fjóra eða fleiri í hóp. Innifalið er flug frá Íslandi til Constable Point og til baka, leiðsögn, fæði og gisting í uppábúnum rúmum í tveggja manna klefum um borð í skonnortunni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu North Sailing og í síma 464 7250 og 862 0551.
Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira