Er þrýstingurinn í lagi? Teitur Guðmundsson skrifar 30. apríl 2013 07:00 Það mætti segja mér að ventilinn hafi flautað á nokkrum undanfarna daga og er ekki að undra miðað við þá spennu sem fylgir kosningum, sérstaklega fyrir þá sem eru í framboði til hins háa Alþingis. Ekki komust þó allir að sem vildu, enn aðrir þurftu að yfirgefa leikvöllinn, svipað eins og að vera dæmdur úr leik, í bili að minnsta kosti. Það er vel þekkt fyrirbæri að blóðþrýstingur hækkar við spennu og streitu, líka við áreynslu og hreyfingu auk margra annarra þátta og er það eðlilegt. Hann er ekki föst tala heldur sveiflast yfir sólarhringinn og er það okkur nauðsynlegt. Það væri til að mynda ansi bagalegt ef við myndum ekki auka trukkið á kerfinu þegar á reyndi, en þar koma ýmsar aðstæður upp í hugann. Til dæmis er verulega vont ef við ætlum okkur að standa hratt upp af stól eða úr rúmi og æða af stað inn í daginn, þá er eins gott að hjarta og æðakerfið elti mann, enn betra ef það er aðeins á undan manni sem talið er líklegast að gerist og algerlega ómeðvitað. Ef þrýstingurinn hækkar ekki og æðarnar þrengjast ekki til að bregðast við þessu tímabundna álagi missir maður meðvitund og liggur kylliflatur. Við læknar köllum það vasovagal syncope eða réttstöðublóðþrýstifall og hvorugt orðanna er sérlega þjált.Vitum ekki af hverju Þegar rætt er um blóðþrýsting getur hann verið of lágur en flestir tengja þó slíka umræðu við hækkaðan blóðþrýsting sem hefur býsna margar orsakir, en sú algengasta er að við hreinlega vitum ekki af hverju. Mikill meirihluti þeirra sem greinast eru með svokallaða óútskýrða blóðþrýstingshækkun og því algengt að sjúklingar upplifi að ekki sé frekar skoðað hvað veldur og viðkomandi skellt á lyf sem alla jafna eru fyrir lífstíð. Þetta er auðvitað ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi eru ákveðin mörk sem teljast eðlileg en þau eru á bilinu 100-120 í efri mörkum og 60-80 í neðri mörkum á svokölluðum kvikasilfursskala. Almenna reglan var að miða við að vera undir 140/90 mmHg en rannsóknir undanfarin ár gefa vísbendingar um að nauðsynlegt sé að grípa inn fyrr og meðhöndla eða breyta þeim lífsstílsþáttum sem eru að ýta þrýstingnum upp og fylgjast vel með viðkomandi. Það dugar því sjaldnast ein mæling og mikilvægt er að gefa þeim fjöldamörgu umhverfisþáttum gaum sem og öðrum áhættuþáttum viðkomandi. Ég man eftir ungum strák með alltof háan blóðþrýsting sem ætlaði allt að sprengja. Hann hafði drukkið fimm orkudrykki áður en hann kom til skoðunar sem skýrði málið. Sömuleiðis eldri kona sem var hrifin af lakkrís og þurftu bæði einfaldar ráðleggingar til að laga ástandið. Enn annar sem hafði tekið lyfin sín samkvæmt fyrirmælum en svo rann lyfseðillinn út og hann hætti að taka þau inn og kom þremur árum seinna í mælingu! Stundum er þetta flóknara og er því nauðsynlegt að vita um hina ýmsu þætti sem geta gefið villandi mælingar. Hins vegar má ekki bíða endalaust með ákvörðun um framhald og eftirfylgni hjá þeim sem sannarlega eru með háan blóðþrýsting án skýringar. En hvers vegna þarf að eiga við of háan blóðþrýsting? Svarið við því er að of hár blóðþrýstingur er einn af megin áhættuþáttum æðakölkunar sem aftur er algengasta dánarorsök á Vesturlöndun, en slíkar breytingar á æðaveggjum slagæðanna leiða til hjarta- og heilaáfalla. Þróun þessara sjúkdóma gerist alla jafna á löngum tíma hjá flestum og því hefur hár blóðþrýstingur stundum verið kallaður hinn þögli dauði því einstaklingurinn getur verið einkennalaus um árabil og jafnvel fram að alvarlegu atviki eins og hjarta- eða heilaáfalli. Vafalaust eru þeir mjög margir sem ekki eru í nægjanlega góðu eftirliti, aðrir sem vita hreinlega ekkert hvernig staða þeirra er og svo enn aðrir sem kæra sig kollótta.Látið fylgjast með Greiningin byggir að sjálfsögðu á að mæla blóðþrýstinginn, sem er einföld og fljótleg aðferð til að átta sig. Best er að venja sig á að láta fylgjast með blóðþrýstingi og öðrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma með skipulögðum hætti. Ef þú þarft lyf þarf að fylgjast reglubundið með þér og endurmeta lyfjaþörfina og skammtastærðir. En burtséð frá lyfjum er mikilvægt að koma reglu á neyslu matar og drykkjar með því að draga úr salti, fituríkri fæðu og áfengi auk þess að fylgja almennum leiðbeiningum um hollt mataræði. Stunda skal reglubundna hreyfingu þar sem hjartað fær aðeins að spretta úr spori og að sjálfsögðu hætta að reykja ef þú stundar þann ósið. Þið alþingismenn, sem eruð að klambra saman ríkisstjórn í þessum töluðu orðum, andið djúpt, passið þrýstinginn og munið að forvarnir eru aðalatriði þegar kemur að lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun
Það mætti segja mér að ventilinn hafi flautað á nokkrum undanfarna daga og er ekki að undra miðað við þá spennu sem fylgir kosningum, sérstaklega fyrir þá sem eru í framboði til hins háa Alþingis. Ekki komust þó allir að sem vildu, enn aðrir þurftu að yfirgefa leikvöllinn, svipað eins og að vera dæmdur úr leik, í bili að minnsta kosti. Það er vel þekkt fyrirbæri að blóðþrýstingur hækkar við spennu og streitu, líka við áreynslu og hreyfingu auk margra annarra þátta og er það eðlilegt. Hann er ekki föst tala heldur sveiflast yfir sólarhringinn og er það okkur nauðsynlegt. Það væri til að mynda ansi bagalegt ef við myndum ekki auka trukkið á kerfinu þegar á reyndi, en þar koma ýmsar aðstæður upp í hugann. Til dæmis er verulega vont ef við ætlum okkur að standa hratt upp af stól eða úr rúmi og æða af stað inn í daginn, þá er eins gott að hjarta og æðakerfið elti mann, enn betra ef það er aðeins á undan manni sem talið er líklegast að gerist og algerlega ómeðvitað. Ef þrýstingurinn hækkar ekki og æðarnar þrengjast ekki til að bregðast við þessu tímabundna álagi missir maður meðvitund og liggur kylliflatur. Við læknar köllum það vasovagal syncope eða réttstöðublóðþrýstifall og hvorugt orðanna er sérlega þjált.Vitum ekki af hverju Þegar rætt er um blóðþrýsting getur hann verið of lágur en flestir tengja þó slíka umræðu við hækkaðan blóðþrýsting sem hefur býsna margar orsakir, en sú algengasta er að við hreinlega vitum ekki af hverju. Mikill meirihluti þeirra sem greinast eru með svokallaða óútskýrða blóðþrýstingshækkun og því algengt að sjúklingar upplifi að ekki sé frekar skoðað hvað veldur og viðkomandi skellt á lyf sem alla jafna eru fyrir lífstíð. Þetta er auðvitað ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi eru ákveðin mörk sem teljast eðlileg en þau eru á bilinu 100-120 í efri mörkum og 60-80 í neðri mörkum á svokölluðum kvikasilfursskala. Almenna reglan var að miða við að vera undir 140/90 mmHg en rannsóknir undanfarin ár gefa vísbendingar um að nauðsynlegt sé að grípa inn fyrr og meðhöndla eða breyta þeim lífsstílsþáttum sem eru að ýta þrýstingnum upp og fylgjast vel með viðkomandi. Það dugar því sjaldnast ein mæling og mikilvægt er að gefa þeim fjöldamörgu umhverfisþáttum gaum sem og öðrum áhættuþáttum viðkomandi. Ég man eftir ungum strák með alltof háan blóðþrýsting sem ætlaði allt að sprengja. Hann hafði drukkið fimm orkudrykki áður en hann kom til skoðunar sem skýrði málið. Sömuleiðis eldri kona sem var hrifin af lakkrís og þurftu bæði einfaldar ráðleggingar til að laga ástandið. Enn annar sem hafði tekið lyfin sín samkvæmt fyrirmælum en svo rann lyfseðillinn út og hann hætti að taka þau inn og kom þremur árum seinna í mælingu! Stundum er þetta flóknara og er því nauðsynlegt að vita um hina ýmsu þætti sem geta gefið villandi mælingar. Hins vegar má ekki bíða endalaust með ákvörðun um framhald og eftirfylgni hjá þeim sem sannarlega eru með háan blóðþrýsting án skýringar. En hvers vegna þarf að eiga við of háan blóðþrýsting? Svarið við því er að of hár blóðþrýstingur er einn af megin áhættuþáttum æðakölkunar sem aftur er algengasta dánarorsök á Vesturlöndun, en slíkar breytingar á æðaveggjum slagæðanna leiða til hjarta- og heilaáfalla. Þróun þessara sjúkdóma gerist alla jafna á löngum tíma hjá flestum og því hefur hár blóðþrýstingur stundum verið kallaður hinn þögli dauði því einstaklingurinn getur verið einkennalaus um árabil og jafnvel fram að alvarlegu atviki eins og hjarta- eða heilaáfalli. Vafalaust eru þeir mjög margir sem ekki eru í nægjanlega góðu eftirliti, aðrir sem vita hreinlega ekkert hvernig staða þeirra er og svo enn aðrir sem kæra sig kollótta.Látið fylgjast með Greiningin byggir að sjálfsögðu á að mæla blóðþrýstinginn, sem er einföld og fljótleg aðferð til að átta sig. Best er að venja sig á að láta fylgjast með blóðþrýstingi og öðrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma með skipulögðum hætti. Ef þú þarft lyf þarf að fylgjast reglubundið með þér og endurmeta lyfjaþörfina og skammtastærðir. En burtséð frá lyfjum er mikilvægt að koma reglu á neyslu matar og drykkjar með því að draga úr salti, fituríkri fæðu og áfengi auk þess að fylgja almennum leiðbeiningum um hollt mataræði. Stunda skal reglubundna hreyfingu þar sem hjartað fær aðeins að spretta úr spori og að sjálfsögðu hætta að reykja ef þú stundar þann ósið. Þið alþingismenn, sem eruð að klambra saman ríkisstjórn í þessum töluðu orðum, andið djúpt, passið þrýstinginn og munið að forvarnir eru aðalatriði þegar kemur að lýðheilsu.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun