Sport

Bragð sem þjálfarar þreytast ekki á að nota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Þetta er rangur bolti,“ öskraði leikstjórnandi hjá menntaskólaliði í amerískum fótbolta á dögunum. Enginn skildi hvað var í gangi.

Varnarmenn andstæðinganna voru hins vegar fljótir að átta sig á því að verið væri að leika allhressilega á þá andartökum síðar. Leikstjórnandinn hélt í átt að hliðarlínunni líkt og hann væri ósáttur við boltann en tók svo á rás.

Tilþrifin vöktu skiljanlega mikla athygli vestanhafs og Fox fjallaði um leikkerfið. Það má sjá hér að neðan. Þótt liðin hafi skorað stigin má velta upp þeirri spurningu hvort bragðið sé að vissu leyti siðlaust. Þjálfarar hjá viðkomandi liðum virðast í það minnsta ekki sammála því.

Bragðið er nokkuð þekkt hjá skólaliðum vestanhafs og má sjá aðra útgáfu af því hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×