Huga verður að grunninum Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 06:00 Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni. Um leið var upplýst að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefði tvöfaldað fjárfestingu sína í CLARA frá því fyrir einu ári þegar sjóðurinn keypti í fyrirtækinu átján prósenta hlut. Við söluna nú hefur sjóðurinn væntanlega fengið til sín tæpar 190 milljónir króna, sem nýtast til áframhaldandi fjárfestingar í sprotafyrirtækjum hér á landi. Velgengni eins og þessi er ekki gripin úr loftinu. Grunnurinn að henni er meðal annars lagður í skólakerfinu, en hér á landi hafa samtök vinnumarkaðarins hins vegar um nokkurt skeið bent á að til starfa vanti vel menntað fólk á þeim sviðum sem helst er horft til að geti örvað hagvöxt til framtíðar. Ljóst er að svokallaðar undirstöðuatvinnugreinar (jafnvel að ferðamennsku meðtalinni) nálgast efri mörk í framleiðni. Þar setja náttúra og umhverfi skorðurnar. Góður árangur í að jafna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja sýnir að með skýrri sýn og markvissum aðgerðum er hægt að koma á breytingum til batnaðar. Þar þrýsta ekki síst á ný lög um kynjahlutföll sem taka gildi í september. Um leið er ljóst að ekki er hægt að kippa hverju sem er í liðinn með einfaldri lagasetningu. Mikilvægt er að beina fólki í réttan farveg í námi, þannig að nýtist samfélaginu sem best. Hagvöxtur framtíðar kemur úr hugverkageira, nýsköpun og tækni. Rúmu hálfu ári eftir hrun, í maí 2009, voru kynntar niðurstöður erlendrar sérfræðinganefndar sem í byrjun ársins var falið að koma fram með tillögur um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Fyrir nefndinni fór Christoffer Taxell, kanslari við háskólann í Åbo í Finnlandi. Hann var ráðherra vísinda- og tæknimála í Finnlandi í bankahruninu í byrjun tíunda áratugarins. Lögð var til svipuð leið og skilaði Finnum árangri eftir hrun með því að viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum skólastigum og aukinni áherslu á nýsköpun. Þá var kallað eftir mannauðsstefnu í menntamálum þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Lögð var til fækkun háskóla úr sjö í tvo. Lítið sem ekkert hefur verið gert með þessar tillögur og þá ekki heldur tillögur Vísinda- og tækniráðs frá því í fyrravor þar sem meðal annars var lögð til fækkun háskóla í fjóra. Lengi hefur legið fyrir hvaða skref þurfi að stíga í uppstokkun og breyttum áherslum í íslensku menntakerfi og löngu tímabært að hefja þá vegferð. Það verkefni, með fleirum, bíður væntanlega nýs ráðherra menntamála. CLARA sýnir hvers getur verið að vænta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni. Um leið var upplýst að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefði tvöfaldað fjárfestingu sína í CLARA frá því fyrir einu ári þegar sjóðurinn keypti í fyrirtækinu átján prósenta hlut. Við söluna nú hefur sjóðurinn væntanlega fengið til sín tæpar 190 milljónir króna, sem nýtast til áframhaldandi fjárfestingar í sprotafyrirtækjum hér á landi. Velgengni eins og þessi er ekki gripin úr loftinu. Grunnurinn að henni er meðal annars lagður í skólakerfinu, en hér á landi hafa samtök vinnumarkaðarins hins vegar um nokkurt skeið bent á að til starfa vanti vel menntað fólk á þeim sviðum sem helst er horft til að geti örvað hagvöxt til framtíðar. Ljóst er að svokallaðar undirstöðuatvinnugreinar (jafnvel að ferðamennsku meðtalinni) nálgast efri mörk í framleiðni. Þar setja náttúra og umhverfi skorðurnar. Góður árangur í að jafna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja sýnir að með skýrri sýn og markvissum aðgerðum er hægt að koma á breytingum til batnaðar. Þar þrýsta ekki síst á ný lög um kynjahlutföll sem taka gildi í september. Um leið er ljóst að ekki er hægt að kippa hverju sem er í liðinn með einfaldri lagasetningu. Mikilvægt er að beina fólki í réttan farveg í námi, þannig að nýtist samfélaginu sem best. Hagvöxtur framtíðar kemur úr hugverkageira, nýsköpun og tækni. Rúmu hálfu ári eftir hrun, í maí 2009, voru kynntar niðurstöður erlendrar sérfræðinganefndar sem í byrjun ársins var falið að koma fram með tillögur um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Fyrir nefndinni fór Christoffer Taxell, kanslari við háskólann í Åbo í Finnlandi. Hann var ráðherra vísinda- og tæknimála í Finnlandi í bankahruninu í byrjun tíunda áratugarins. Lögð var til svipuð leið og skilaði Finnum árangri eftir hrun með því að viðhalda fjárfestingu í menntun á öllum skólastigum og aukinni áherslu á nýsköpun. Þá var kallað eftir mannauðsstefnu í menntamálum þar sem áherslur yrðu mótaðar eftir þjóðarhag. Lögð var til fækkun háskóla úr sjö í tvo. Lítið sem ekkert hefur verið gert með þessar tillögur og þá ekki heldur tillögur Vísinda- og tækniráðs frá því í fyrravor þar sem meðal annars var lögð til fækkun háskóla í fjóra. Lengi hefur legið fyrir hvaða skref þurfi að stíga í uppstokkun og breyttum áherslum í íslensku menntakerfi og löngu tímabært að hefja þá vegferð. Það verkefni, með fleirum, bíður væntanlega nýs ráðherra menntamála. CLARA sýnir hvers getur verið að vænta.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun