Við Garðar eigum eftir að skora slatta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2013 08:00 Fyrir tíu árum Veigar Páll Gunnarsson var frábær með KR-liðinu þegar liðið varð Íslandsmeistari 2002 og 2003. Mynd/E.Ól. Pepsi-deildin fór af stað í gær og í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar. Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR, en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum fremur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í Vesturbæinn árið 2003.Vanur að vinna á KR-vellinum Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár, það er gaman að spila þarna og ég lít eiginlega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“ segir Veigar. Hann segir að það hafi tekið tíma að koma sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera kominn í fínt stand núna og formið verður bara betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“ Það er engin meistarapressa í Garðabænum þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim. Skynsamlegar spárVeigar Páll Gunnarsson var kynntur til leiks í vetur og þá brostu Garðbæingar skiljanlega út að eyrum.Fréttablaðið/valli„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum. Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess að komast hærra,“ segir Veigar Páll. Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deildinni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt skemmtanagildið hafi verið mikið í leikjum Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa. „Ég held að við séum búnir að styrkja vörnina verulega með því að fá þessa tvo Dani, miðvörðinn Martin Rauschenberg og svo Michael Præst sem er afturliggjandi miðjumaður. Præst bindur vörnina og miðjuna saman og hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“ segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp í sóknarleiknum.Gott að spila með Garðari Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný. „Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora mörk og eigum eftir að skora slatta af mörkum. Mér finnst rosalega gott að spila með honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel, gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar. „Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum. Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona ég geti haldið því áfram hérna heima. Það gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis standi og líður vel. Ég býst við einhverju af mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von á skemmtilegum söngvum um sig frá Silfurskeiðinni. „Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitthvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því að heyra hver útkoman verður þegar dómarinn flautar leikinn á. Það er oft talað um að áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleiðis hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sekúndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Pepsi-deildin fór af stað í gær og í kvöld mætast á KR-vellinum tvö af þeim liðum sem er spáð hvað bestu gengi í sumar. Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stjörnunni heimsækja þá hans gömlu félaga í KR, en það er örugglega öllum alvöru KR-ingum í fersku minni þegar Veigar Páll sá öðrum fremur til þess að 24. Íslandsmeistaratitilinn kom í Vesturbæinn árið 2003.Vanur að vinna á KR-vellinum Veigar Páll snýr nú heim eftir áratug í atvinnumennsku í Noregi og Frakklandi og byrjar á sínum gamla heimavelli. „Ég er vanur að vinna á KR-vellinum,“ segir Veigar Páll í léttum tón. „Ég spilaði þarna í tvö ár, það er gaman að spila þarna og ég lít eiginlega þannig á þetta að ég byrji á heimaleik,“ segir Veigar. Hann segir að það hafi tekið tíma að koma sér í gang. „Það byrjaði rosalega brösuglega hjá mér en það var vegna þess að ég ákvað að taka mér rúmlega eins og hálfs mánaðar frí til þess að hreinsa hausinn. Mér finnst ég vera kominn í fínt stand núna og formið verður bara betra með tímanum. Maður er klár í sumarið.“ Það er engin meistarapressa í Garðabænum þrátt fyrir að Veigar Páll sé kominn heim. Skynsamlegar spárVeigar Páll Gunnarsson var kynntur til leiks í vetur og þá brostu Garðbæingar skiljanlega út að eyrum.Fréttablaðið/valli„Ég held að þessar spár sem ég hef verið að kíkja á séu bara skynsamlegar hjá spámönnum. Fjórða til fimmta sætið er kannski eðlilegt en við vitum að ef þetta byrjar að ganga vel frá fyrsta leik erum við með nógu gott lið til þess að komast hærra,“ segir Veigar Páll. Sóknarleikurinn ætti að vera í góðu lagi enda vandfundin önnur eins sóknarlína í deildinni (Veigar Páll, Garðar Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart) en þótt skemmtanagildið hafi verið mikið í leikjum Stjörnuliðsins hefur liðið oftast varist illa. „Ég held að við séum búnir að styrkja vörnina verulega með því að fá þessa tvo Dani, miðvörðinn Martin Rauschenberg og svo Michael Præst sem er afturliggjandi miðjumaður. Præst bindur vörnina og miðjuna saman og hann er gríðarlega mikilvægur. Maður sér að hann er með reynslu og veit alveg hvernig hann á að spila það hlutverk. Hann talar mikið og ég held að hann eigi eftir að binda okkur saman,“ segir Veigar Páll, en hann fær síðan góða hjálp í sóknarleiknum.Gott að spila með Garðari Vinirnir og æskufélagarnir Veigar Páll og Garðar Jóhannsson spila nú hlið við hlið á ný. „Ég og Garðar vitum alveg hvernig á að skora mörk og eigum eftir að skora slatta af mörkum. Mér finnst rosalega gott að spila með honum. Við finnum hvor annan vel og ég hef trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel, gamlingjarnir þarna frammi,“ segir Veigar. „Ég býst við því af sjálfum mér að ég eigi eftir að eiga þátt í flestum af okkar mörkum. Það hefur verið þannig úti í Noregi og ég vona ég geti haldið því áfram hérna heima. Það gekk gríðarlega vel hjá mér hjá KR enda var maður líka keyptur út eftir það. Ég er orðinn tíu árum eldri en engu að síður er ég í ágætis standi og líður vel. Ég býst við einhverju af mér í sumar,“ segir Veigar. Hann á einnig von á skemmtilegum söngvum um sig frá Silfurskeiðinni. „Ég held að þeir séu byrjaðir að semja eitthvað þannig að ég bíð bara spenntur eftir því að heyra hver útkoman verður þegar dómarinn flautar leikinn á. Það er oft talað um að áhorfendurnir séu tólfti maðurinn á vellinum og Silfurskeiðin sér til þess að það er svoleiðis hjá Stjörnunni. Það er rosalegt að heyra í þeim enda er ekki þögn uppi í stúku í eina sekúndu,“ segir Veigar Páll, fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira