Varúð, sjúkur í sykur Teitur Guðmundsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Ég hef stundum fengið þá spurningu hvort einstaklingur sé með sykursýki ef honum finnst sætindi og sykur agalega góð og viðkomandi borði að eigin mati of mikið af sætindum. Í þessum ágæta orðaleik felst auðvitað misskilningur um eðli vanda þeirra sem glíma við þennan alvarlega sjúkdóm. Við heyrum hann oft nefndan í tengslum við aðra sjúkdóma, sem áhættuþátt til dæmis fyrir hjarta- og æðasjúkdómum eða nýrnabilun, taugavanda og jafnvel blindu. Þá er orðið algengt að við tengjum saman offitu og líkurnar á að þróa sykursýki, sérstaklega á meðgöngu og þannig mætti lengi telja. Hann hlýtur því að vera algengur, ekki satt? Það er rétt, sykursýki er eitt alvarlegasta og jafnframt að verða eitt algengasta heilsufarsvandamál í heiminum. Ef við skoðum tölurnar eru þær sláandi og hræða mann í raun og veru, vegna þess að meginvandi þróunar þessa sjúkdóms byggir á lífsstílsþáttum og neyslumynstri. Samkvæmt gögnum IDF (International Diabetes Foundation) er talið að ríflega 370 milljónir manna glími við sjúkdóminn á heimsvísu og tíðni sjúkdómsins er áætlað um 8,3% sem stendur. Það er feiknahá tala og fer vaxandi. Gögn frá WHO (World Health Organization) áætla að tæplega 200 milljónir manna viti ekki af sjúkdómnum, eða um 50%, og því má gera að því skóna að um hálfur milljarður manna sé í dag með sykursýki. Aðeins áfram um tölur áður en ég útskýri sjúkdóminn. Árið 2012 létust að minnsta kosti 4,8 milljónir manna af völdum sykursýki og við eyddum á heimsvísu rúmlega 470 milljörðum dollara það árið í meðferð fyrir þá sem eru með slíka greiningu. Um helmingur þeirra sem lést var yngri en 60 ára. Þróunin á næstu 20 árum sýnir tvöföldun þessara talna. Það er því óhætt að segja að við séum að glíma við faraldur.Veikluð starfsemi En eins og ég kom inn á í upphafi hefur sykursýki ekki neitt að gera með neyslu á sykri í þeim skilningi, heldur er það svo að innkirtlastarfssemi sykursýkissjúklinga er veikluð eða biluð og þeim tekst ekki að vinna úr næringarefnunum sem við innbyrðum á eðlilegan hátt. Brisið leikur þarna lykilhlutverk en ákveðnar frumur í því framleiða insúlín, hormón sem hefur það verkefni að hjálpa frumum að taka til sín glúkósa, en einnig að ýta undir forðasöfnun í lifrinni. Þá hefur insúlín talsverð áhrif á blóðfitu- og próteinefnaskipti okkar en einnig saltbúskap og gerir það þannig að einu mikilvægasta hormóni líkamans. Sykursýki sem sjúkdómur er aftur á móti skilgreindur í tvær tegundir sem eru nefndar 1 og 2 og svo einnig það sem kalla má forstig. Þeir sem eru með tegund 1 framleiða ekkert insúlín, greinast yfirleitt ungir og eru á milli 5-10% af öllum tilfellum. Ástæðan getur verið margvísleg; ættgengi, umhverfisþættir og veirusjúkdómar, auk þess sem ástæðan er oft ekki þekkt. Þeir sem eru með tegund 1 þurfa að fá insúlín í sprautuformi alla jafna ævilangt. Hinn hópurinn, sem er margfalt stærri og fellur undir tegund 2, er sá þar sem framleiðsla á insúlíni er ekki nægjanleg, eða nýting þess skert. Ástæðurnar eru mjög margar en sú algengasta að talið er byggir á lífsstílsvanda; offitu, lélegu mataræði, lítilli hreyfingu, streitu og samblöndu slíkra þátta. Þó er þekkt að ákveðin ættlægni er til staðar auk þess sem ákveðnir sjúkdómar geta ýtt undir þróun slíkrar sykursýki. Einkennin geta verið lítil sem engin um langan tíma, en í flestum tilvikum verður vart við aukinn þorsta, þvaglát, hungurtilfinningu, munnþurrk, þreytu og slappleika, þyngdartap og einbeitingarskort. Í versta falli geta komið upp alvarleg einkenni eins og truflanir á öndun, kviðverkir, krampar og dá sökum alvarlegra salt- og sykurtruflana. Greiningin er einföld í báðum tilvikum, hún felst í læknisviðtali og blóðrannsókn sem allir ættu að fara í með reglubundnu millibili. Meðferðin á tegund 2 sykursýki byggir á lyfjum í töfluformi og jafnvel insúlíni í erfiðum tilvikum en fyrst og fremst í að breyta og bæta lífsstíl viðkomandi einstaklings til hins betra í öllum tilvikum og gefast aldrei upp við það verkefni. Vanastjórnun og lífsstílsbreyting er ódýrasta og besta leiðin til að glíma við þennan tröllvaxna vanda sem við stöndum frammi fyrir í aukningu tíðni sykursýki á heimsvísu. Því má aldrei gleyma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Ég hef stundum fengið þá spurningu hvort einstaklingur sé með sykursýki ef honum finnst sætindi og sykur agalega góð og viðkomandi borði að eigin mati of mikið af sætindum. Í þessum ágæta orðaleik felst auðvitað misskilningur um eðli vanda þeirra sem glíma við þennan alvarlega sjúkdóm. Við heyrum hann oft nefndan í tengslum við aðra sjúkdóma, sem áhættuþátt til dæmis fyrir hjarta- og æðasjúkdómum eða nýrnabilun, taugavanda og jafnvel blindu. Þá er orðið algengt að við tengjum saman offitu og líkurnar á að þróa sykursýki, sérstaklega á meðgöngu og þannig mætti lengi telja. Hann hlýtur því að vera algengur, ekki satt? Það er rétt, sykursýki er eitt alvarlegasta og jafnframt að verða eitt algengasta heilsufarsvandamál í heiminum. Ef við skoðum tölurnar eru þær sláandi og hræða mann í raun og veru, vegna þess að meginvandi þróunar þessa sjúkdóms byggir á lífsstílsþáttum og neyslumynstri. Samkvæmt gögnum IDF (International Diabetes Foundation) er talið að ríflega 370 milljónir manna glími við sjúkdóminn á heimsvísu og tíðni sjúkdómsins er áætlað um 8,3% sem stendur. Það er feiknahá tala og fer vaxandi. Gögn frá WHO (World Health Organization) áætla að tæplega 200 milljónir manna viti ekki af sjúkdómnum, eða um 50%, og því má gera að því skóna að um hálfur milljarður manna sé í dag með sykursýki. Aðeins áfram um tölur áður en ég útskýri sjúkdóminn. Árið 2012 létust að minnsta kosti 4,8 milljónir manna af völdum sykursýki og við eyddum á heimsvísu rúmlega 470 milljörðum dollara það árið í meðferð fyrir þá sem eru með slíka greiningu. Um helmingur þeirra sem lést var yngri en 60 ára. Þróunin á næstu 20 árum sýnir tvöföldun þessara talna. Það er því óhætt að segja að við séum að glíma við faraldur.Veikluð starfsemi En eins og ég kom inn á í upphafi hefur sykursýki ekki neitt að gera með neyslu á sykri í þeim skilningi, heldur er það svo að innkirtlastarfssemi sykursýkissjúklinga er veikluð eða biluð og þeim tekst ekki að vinna úr næringarefnunum sem við innbyrðum á eðlilegan hátt. Brisið leikur þarna lykilhlutverk en ákveðnar frumur í því framleiða insúlín, hormón sem hefur það verkefni að hjálpa frumum að taka til sín glúkósa, en einnig að ýta undir forðasöfnun í lifrinni. Þá hefur insúlín talsverð áhrif á blóðfitu- og próteinefnaskipti okkar en einnig saltbúskap og gerir það þannig að einu mikilvægasta hormóni líkamans. Sykursýki sem sjúkdómur er aftur á móti skilgreindur í tvær tegundir sem eru nefndar 1 og 2 og svo einnig það sem kalla má forstig. Þeir sem eru með tegund 1 framleiða ekkert insúlín, greinast yfirleitt ungir og eru á milli 5-10% af öllum tilfellum. Ástæðan getur verið margvísleg; ættgengi, umhverfisþættir og veirusjúkdómar, auk þess sem ástæðan er oft ekki þekkt. Þeir sem eru með tegund 1 þurfa að fá insúlín í sprautuformi alla jafna ævilangt. Hinn hópurinn, sem er margfalt stærri og fellur undir tegund 2, er sá þar sem framleiðsla á insúlíni er ekki nægjanleg, eða nýting þess skert. Ástæðurnar eru mjög margar en sú algengasta að talið er byggir á lífsstílsvanda; offitu, lélegu mataræði, lítilli hreyfingu, streitu og samblöndu slíkra þátta. Þó er þekkt að ákveðin ættlægni er til staðar auk þess sem ákveðnir sjúkdómar geta ýtt undir þróun slíkrar sykursýki. Einkennin geta verið lítil sem engin um langan tíma, en í flestum tilvikum verður vart við aukinn þorsta, þvaglát, hungurtilfinningu, munnþurrk, þreytu og slappleika, þyngdartap og einbeitingarskort. Í versta falli geta komið upp alvarleg einkenni eins og truflanir á öndun, kviðverkir, krampar og dá sökum alvarlegra salt- og sykurtruflana. Greiningin er einföld í báðum tilvikum, hún felst í læknisviðtali og blóðrannsókn sem allir ættu að fara í með reglubundnu millibili. Meðferðin á tegund 2 sykursýki byggir á lyfjum í töfluformi og jafnvel insúlíni í erfiðum tilvikum en fyrst og fremst í að breyta og bæta lífsstíl viðkomandi einstaklings til hins betra í öllum tilvikum og gefast aldrei upp við það verkefni. Vanastjórnun og lífsstílsbreyting er ódýrasta og besta leiðin til að glíma við þennan tröllvaxna vanda sem við stöndum frammi fyrir í aukningu tíðni sykursýki á heimsvísu. Því má aldrei gleyma!
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun