Busta Rhymes notaði lag Jakobs án leyfis Freyr Bjarnason skrifar 18. maí 2013 09:00 „Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira