Bíó og sjónvarp

Grétu yfir íslenskri stuttmynd

Freyr Bjarnason skrifar
Stuttmyndin We Are Weather er sýnd á einkasýningu Maríu í London.
Stuttmyndin We Are Weather er sýnd á einkasýningu Maríu í London.

Stuttmynd Maríu Kjartans og tónlistarmannsins Birgis Hilmarssonar, We Are Weather, var frumsýnd í DegreeArt Gallery í London á dögunum. Hún er hluti af einkasýningu Maríu, Spiritual Landscapes. Myndin var tekin upp í brjáluðu veðri á Suðurlandi rétt fyrir síðustu jól.

„Hún er búin að fá rosalega góð viðbrögð. Það fóru tveir að gráta. Ég bjóst ekki við því að Ísland væri svona fallegt,“ segir María og hlær. „Ég held að fólk sem býr í London og er umvafið múrsteinum fatti hvað náttúran skiptir það miklu máli og finnur hvað það er nauðsynlegt að tengjast því sem okkur Íslendingum finnst alveg sjálfsagt.“

Myndin verður líklega sýnd á listahátíð Zürich í næsta mánuði og svo verður hún í Edinborgarhúsinu á Ísafirði frá 2. ágúst.

Sýningin Spiritual Landscapes samanstendur af þrettán stórum ljósmyndaprentum og þremur stuttmyndum. Hluti verkanna er unninn í blandaðri tækni í samstarfi við listakonuna Hörpu Einarsdóttur, sem myndskreytir hluta ljósmyndanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×