Konur og kynlíf Teitur Guðmundsson skrifar 4. júní 2013 09:05 Opinber umræða um kynlíf er oftast feimnismál og oft er erfitt að koma orðum að því sem kann að angra viðkomandi. Við vitum að það á við um slíkar umræður við maka, vini, kunningja og að sjálfsögðu heilbrigðisstarfsfólk. Því getur verið snúið að fá aðstoð eða leita sér upplýsinga. Í þessu efni er ekki sérlega mikill munur á milli kynja, en mögulega eru konur þó opnari og reiðubúnari að tjá sig en karlar. Í dag er talið að allt að 45% kvenna þjáist á einhverjum tímapunkti af svokallaðri kynlífs- eða kynhvatartruflun (Female Sexual Disorder, FSD). Til eru nokkrar skilgreiningar á vandanum en í grunninn snýst hann um viðvarandi eða endurtekna minnkun á kynhvöt og löngun, lélega eða ónóga örvun, vanda við að fá fullnægingu og verki eða óþægindi við samfarir. Konur geta fundið fyrir þessu hvenær sem er á lífsleiðinni í sjálfu sér en algengast er þó að slíkt komi upp eftir barnsburð eða við tíðahvörf. Þá er þekkt tenging við ýmsa sjúkdóma og lyf, auk þess sem sálfélagslegar aðstæður, streita og vanlíðan eiga stóran þátt í að skapa grundvöll fyrir slíku. Einkennin geta verið sambland af öllum þeim sem voru nefnd hér að ofan eða bara eitt þeirra. Þrátt fyrir að slík truflun geti haft mikil áhrif á konur er rétt að átta sig á því að hægt er að meðhöndla flestar orsakir þessa vanda, ef vandinn er greindur rétt.Margvíslegar orsakir Mikilvægt er að hafa í huga að einstaklingarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Það eru ekki til nein viðmið um hvað er eðlilegt varðandi samlíf einstaklinga, nema ef vera skyldu einhver óljós samfélagsleg viðmið sem eru býsna ólík eftir því hvar maður er staddur í heiminum í menningarlegu tilliti. Ef við skoðum hinn vestræna heim, sem við berum okkur einmitt oftast saman við, kemur í ljós að vandi sem þessi byggir oft á upplifun konunnar og orsakast af því að hún finnur fyrir vanlíðan og neikvæðum tilfinningum þegar kemur að áhuga og framkvæmd kynlífs. Orsakirnar geta verið margvíslegar og er hægt að skipta þeim niður í nokkra flokka, sem er skynsamlegt þegar á að nálgast vandann á skipulegan hátt. Hin líkamlegu tengjast einna helst sjúkdómum eða ástandi sem getur haft umtalsverð áhrif. Þar ber einna helst að nefna ójafnvægi í hormónabúskapnum við tíðahvörf eða í kjölfar fæðingar með tilheyrandi slímhúðarþurrki; þynnri, viðkvæmari slímhúð með minni teygjanleika en einnig bólguástandi og verkjum í kjölfar fæðingar með rofi á fæðingarvegi. Hjarta- og æðasjúkdómar, skjaldkirtilsvandi, sykursýki, krabbamein og aukaverkanir við meðferð þeirra, verkir og dofi í gigtar- og taugasjúkdómum eins og MS eða liðagigt, þvag og/eða hægðavandi, aðgerðir á umræddu svæði og ýmislegt fleira getur komið til. Oft er lyfjum, eða öllu heldur aukaverkunum þeirra, kennt um og eru þar einna algengust þunglyndislyf, blóðþrýstingslyf og ofnæmislyf. Sálræn vandamál geta verið býsna margvísleg, allt frá þunglyndi og kvíða yfir í alvarlegri geðsjúkdóma, misnotkunarsögu og/eða andleg áföll. Þess konar sálræn vandamál geta haft geysimikil áhrif á upplifun kvenna sem kynverur. Hin félagslegu tengsl og samskiptamynstur í samböndum skipta líka miklu máli, ekki síst samspil allra þessara þátta. Kona sem finnur fyrir þessari truflun getur lent í frekari vítahring í samskiptum við maka sinn eða lífsförunaut, bæði meðvitað og ómeðvitað.Samsett meðferð Greining á þessum vanda fer að mestu leyti fram í ítarlegum samtölum þar sem reynt er að átta sig á samspili ofangreindra þátta, auk læknisskoðunar og rannsókna. Þannig er reynt að tryggja sem réttasta meðferð fyrir hverja konu, sem byggir á undirliggjandi vanda og leiðréttingu á honum, en oft er meðferðin samsett. Þar getur margt komið til, til dæmis sleipiefni, til þess að koma enn frekar í veg fyrir sársauka vegna þurrks, kynlífsleiktæki, nálastungumeðferð, jóga og þjálfun á grindarbotni og aðlægum vöðvum. Auk þessa eru stundum gefin sértæk lyf eins og kvenhormón eða karlhormón en einnig stinningarlyf viðlíka þeim sem karlar nota. Hér vantar þó enn rannsóknir til að styðja verulega notkun slíkra lyfja. Það lyf sem hefur verið mest rannsakað í dag er samsett af karlhormóni og stinningarlyfi. Líklegast er þó að heilbrigður lífsstíll eins og að reykja ekki, drekka sem minnst áfengi, borða hollan mat, hreyfa sig reglubundið og stuðla að andlegri og félagslegri heilsu, auk þess að vera í eðlilegu samskiptamynstri við maka sinn, sé það mikilvægasta í þessu samhengi. Því þurfum við öll að rækta þessi atriði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Opinber umræða um kynlíf er oftast feimnismál og oft er erfitt að koma orðum að því sem kann að angra viðkomandi. Við vitum að það á við um slíkar umræður við maka, vini, kunningja og að sjálfsögðu heilbrigðisstarfsfólk. Því getur verið snúið að fá aðstoð eða leita sér upplýsinga. Í þessu efni er ekki sérlega mikill munur á milli kynja, en mögulega eru konur þó opnari og reiðubúnari að tjá sig en karlar. Í dag er talið að allt að 45% kvenna þjáist á einhverjum tímapunkti af svokallaðri kynlífs- eða kynhvatartruflun (Female Sexual Disorder, FSD). Til eru nokkrar skilgreiningar á vandanum en í grunninn snýst hann um viðvarandi eða endurtekna minnkun á kynhvöt og löngun, lélega eða ónóga örvun, vanda við að fá fullnægingu og verki eða óþægindi við samfarir. Konur geta fundið fyrir þessu hvenær sem er á lífsleiðinni í sjálfu sér en algengast er þó að slíkt komi upp eftir barnsburð eða við tíðahvörf. Þá er þekkt tenging við ýmsa sjúkdóma og lyf, auk þess sem sálfélagslegar aðstæður, streita og vanlíðan eiga stóran þátt í að skapa grundvöll fyrir slíku. Einkennin geta verið sambland af öllum þeim sem voru nefnd hér að ofan eða bara eitt þeirra. Þrátt fyrir að slík truflun geti haft mikil áhrif á konur er rétt að átta sig á því að hægt er að meðhöndla flestar orsakir þessa vanda, ef vandinn er greindur rétt.Margvíslegar orsakir Mikilvægt er að hafa í huga að einstaklingarnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Það eru ekki til nein viðmið um hvað er eðlilegt varðandi samlíf einstaklinga, nema ef vera skyldu einhver óljós samfélagsleg viðmið sem eru býsna ólík eftir því hvar maður er staddur í heiminum í menningarlegu tilliti. Ef við skoðum hinn vestræna heim, sem við berum okkur einmitt oftast saman við, kemur í ljós að vandi sem þessi byggir oft á upplifun konunnar og orsakast af því að hún finnur fyrir vanlíðan og neikvæðum tilfinningum þegar kemur að áhuga og framkvæmd kynlífs. Orsakirnar geta verið margvíslegar og er hægt að skipta þeim niður í nokkra flokka, sem er skynsamlegt þegar á að nálgast vandann á skipulegan hátt. Hin líkamlegu tengjast einna helst sjúkdómum eða ástandi sem getur haft umtalsverð áhrif. Þar ber einna helst að nefna ójafnvægi í hormónabúskapnum við tíðahvörf eða í kjölfar fæðingar með tilheyrandi slímhúðarþurrki; þynnri, viðkvæmari slímhúð með minni teygjanleika en einnig bólguástandi og verkjum í kjölfar fæðingar með rofi á fæðingarvegi. Hjarta- og æðasjúkdómar, skjaldkirtilsvandi, sykursýki, krabbamein og aukaverkanir við meðferð þeirra, verkir og dofi í gigtar- og taugasjúkdómum eins og MS eða liðagigt, þvag og/eða hægðavandi, aðgerðir á umræddu svæði og ýmislegt fleira getur komið til. Oft er lyfjum, eða öllu heldur aukaverkunum þeirra, kennt um og eru þar einna algengust þunglyndislyf, blóðþrýstingslyf og ofnæmislyf. Sálræn vandamál geta verið býsna margvísleg, allt frá þunglyndi og kvíða yfir í alvarlegri geðsjúkdóma, misnotkunarsögu og/eða andleg áföll. Þess konar sálræn vandamál geta haft geysimikil áhrif á upplifun kvenna sem kynverur. Hin félagslegu tengsl og samskiptamynstur í samböndum skipta líka miklu máli, ekki síst samspil allra þessara þátta. Kona sem finnur fyrir þessari truflun getur lent í frekari vítahring í samskiptum við maka sinn eða lífsförunaut, bæði meðvitað og ómeðvitað.Samsett meðferð Greining á þessum vanda fer að mestu leyti fram í ítarlegum samtölum þar sem reynt er að átta sig á samspili ofangreindra þátta, auk læknisskoðunar og rannsókna. Þannig er reynt að tryggja sem réttasta meðferð fyrir hverja konu, sem byggir á undirliggjandi vanda og leiðréttingu á honum, en oft er meðferðin samsett. Þar getur margt komið til, til dæmis sleipiefni, til þess að koma enn frekar í veg fyrir sársauka vegna þurrks, kynlífsleiktæki, nálastungumeðferð, jóga og þjálfun á grindarbotni og aðlægum vöðvum. Auk þessa eru stundum gefin sértæk lyf eins og kvenhormón eða karlhormón en einnig stinningarlyf viðlíka þeim sem karlar nota. Hér vantar þó enn rannsóknir til að styðja verulega notkun slíkra lyfja. Það lyf sem hefur verið mest rannsakað í dag er samsett af karlhormóni og stinningarlyfi. Líklegast er þó að heilbrigður lífsstíll eins og að reykja ekki, drekka sem minnst áfengi, borða hollan mat, hreyfa sig reglubundið og stuðla að andlegri og félagslegri heilsu, auk þess að vera í eðlilegu samskiptamynstri við maka sinn, sé það mikilvægasta í þessu samhengi. Því þurfum við öll að rækta þessi atriði!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun