Bíó og sjónvarp

Lærði að skjóta af byssu

Helena Bonham Carter segist taka að sér hlutverk til þess að læra eitthvað nýtt.
Helena Bonham Carter segist taka að sér hlutverk til þess að læra eitthvað nýtt. Nordicphotos/getty

Breska leikkonan Helena Bonham Carter fer með hlutverk hórumömmu í vestranum The Lone Ranger.

Í viðtali við breska Vogue segist leikkonan hafa mjög gaman af því að undirbúa sig fyrir hlutverk og rýna í persónur sínar. Bonham Carter kveðst hafa lært ýmislegt við leik sinn í The Lone Ranger.

„Ég lærði að leika dömu frá Suðurríkjunum, mig hefur lengi langað að fara með slíkt hlutverk. Og ég lærði að skjóta af byssu. Maður upplifir sig skelfilega máttugan þegar maður skýtur af byssu. Því miður var það líka eitthvað sem ég lærði,“ sagði leikkonan sérvitra.

Bonham Carter er nú að búa sig undir að leika Elizabeth Taylor í nýrri sjónvarpsmynd sem framleidd er af BBC. „Ég fæ mest út úr rannsóknarstarfinu. Mamma mín er sálfræðingur og ég er lík henni að mörgu leyti. Mér finnst fátt skemmtilegra en að reyna að átta mig á persónu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.