Íslenski boltinn

Vildi koma í veg fyrir væl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason. Fréttablaðið/Ernir

„Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar.

Óhætt er að segja að hin marksækna Danka sé leikmaður af allt öðrum toga en hinar baráttuglöðu Gunnhildur Yrsa, sem leikur nú í Noregi, og Edda María, sem er í barnseignarleyfi.

„Ég var á þeirri skoðun að við þyrftum allt öðruvísi leikmann svo liðið væri ekki alltaf að miða sig við þær og væla yfir brotthvarfi þeirra,“ segir Þorlákur.

Danka hefur fallið afar vel inn í leik Garðabæjarliðsins eins og augljóst er af tölfræðinni.

„Auðvitað tók það tíma en það er eins og hún hafi alltaf verið í Stjörnunni, bæði félagslega og á vellinum. Fyrirliðinn á miðjunni, Ásgerður Stefanía (Baldursdóttir), stýrir þessu og leikmenn eru fljótir að komast inn í hlutina með hana við hliðina á sér.“




Tengdar fréttir

Ekki boðið upp á hamborgara

Danka Podovac hefur farið á kostum í Pepsi-deild kvenna í sumar. Danka er markahæst í deildinni þrátt fyrir að leika sem framliggjandi miðjumaður. Íslenski ríkisborgarinn saknar kærastans og fjölskyldunnar heima í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×