Sabbath snýr aftur Freyr Bjarnason skrifar 6. júní 2013 09:00 13 er fyrsta hljóðversplata Ozzy Osbourne með Black Sabbath í 35 ár. nordicphotos/getty Breska þungarokksveitin Black Sabbath gefur út nítjándu hljóðversplötu sína, sem ber nafnið 13, eftir helgi. Platan er fyrsta hljóðversplata þessarar fornfrægu sveitar síðan platan Forbidden kom út árið 1995 og sú fyrsta með upphaflega söngvaranum Ozzy Osbourne og bassaleikaranum Geezer Butler síðan tónleikaplatan Reunion, sem hafði að geyma tvö ný lög, kom út árið 1998 Í raun er þetta fyrsta hreinræktaða hljóðversplatan með Osbourne í 35 ár, eða síðan Never Say Die! kom út árið 1978 og sú fyrsta með Butler síðan Cross Purposes kom út árið 1994. Upptökustjóri 13 er sjálfur Rick Rubin, sjöfaldur Grammy-verðlaunahafi sem hefur starfað með mörgum af þeim stærstu í bransanum, til dæmis Metallica, Red Hot Chili Peppers, Slayer, Slipknot og Johnny Cash. Átta lög eru á plötunni, þar á meðal End of the Beginning, Loner og Dear Father, og fimm þeirra eru yfir átta mínútna löng. Upphaflegir meðlimir Black Sabbath byrjuðu að vinna að nýrri hljóðversplötu árið 2001 með aðstoð Rick Rubin. Upptökunum var frestað vegna þess að Osbourne var sjálfur að vinna að sólóplötu og á endanum ákváðu hinir meðlimirnir að einbeita sér að öðru, þar á meðal rokksveitinni Heaven & Hell. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem Black Sabbath tilkynnti að hún ætlaði að hefja vinnu við nýju plötuna á nýjan leik, og enn var Rubin á sínum stað. Upptökurnar fóru fram í Los Angeles og auk upphaflegu meðlimanna Osbourne, Butler og gítarleikarans Tony Iommi spilaði Brad Wilk úr Rage Against the Machine og Audioslave með þeim á trommur eftir að upphaflegi trymbillinn Bill Ward hafði dregið sig út úr verkefninu. Vefsíðan Allmusic er yfir sig hrifin af 13 og gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á meðan tímaritið Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa af fimm. Metal Hammer segir plötuna betri en nokkur hefði búist við og gefur henni níu af tíu mögulegum. Black Sabbath hefur auglýst tónleikaferð um Bretland í desember. Fyrstu tónleikarnir verða í O2-höllinni í London 10. desember. Þeir síðustu verða í gamla heimabæ sveitarinnar, Birmingham, tíu dögum síðar. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Breska þungarokksveitin Black Sabbath gefur út nítjándu hljóðversplötu sína, sem ber nafnið 13, eftir helgi. Platan er fyrsta hljóðversplata þessarar fornfrægu sveitar síðan platan Forbidden kom út árið 1995 og sú fyrsta með upphaflega söngvaranum Ozzy Osbourne og bassaleikaranum Geezer Butler síðan tónleikaplatan Reunion, sem hafði að geyma tvö ný lög, kom út árið 1998 Í raun er þetta fyrsta hreinræktaða hljóðversplatan með Osbourne í 35 ár, eða síðan Never Say Die! kom út árið 1978 og sú fyrsta með Butler síðan Cross Purposes kom út árið 1994. Upptökustjóri 13 er sjálfur Rick Rubin, sjöfaldur Grammy-verðlaunahafi sem hefur starfað með mörgum af þeim stærstu í bransanum, til dæmis Metallica, Red Hot Chili Peppers, Slayer, Slipknot og Johnny Cash. Átta lög eru á plötunni, þar á meðal End of the Beginning, Loner og Dear Father, og fimm þeirra eru yfir átta mínútna löng. Upphaflegir meðlimir Black Sabbath byrjuðu að vinna að nýrri hljóðversplötu árið 2001 með aðstoð Rick Rubin. Upptökunum var frestað vegna þess að Osbourne var sjálfur að vinna að sólóplötu og á endanum ákváðu hinir meðlimirnir að einbeita sér að öðru, þar á meðal rokksveitinni Heaven & Hell. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem Black Sabbath tilkynnti að hún ætlaði að hefja vinnu við nýju plötuna á nýjan leik, og enn var Rubin á sínum stað. Upptökurnar fóru fram í Los Angeles og auk upphaflegu meðlimanna Osbourne, Butler og gítarleikarans Tony Iommi spilaði Brad Wilk úr Rage Against the Machine og Audioslave með þeim á trommur eftir að upphaflegi trymbillinn Bill Ward hafði dregið sig út úr verkefninu. Vefsíðan Allmusic er yfir sig hrifin af 13 og gefur henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á meðan tímaritið Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa af fimm. Metal Hammer segir plötuna betri en nokkur hefði búist við og gefur henni níu af tíu mögulegum. Black Sabbath hefur auglýst tónleikaferð um Bretland í desember. Fyrstu tónleikarnir verða í O2-höllinni í London 10. desember. Þeir síðustu verða í gamla heimabæ sveitarinnar, Birmingham, tíu dögum síðar.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira