Lífið

Mikið fjör á Flateyri

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Prins Póló og Helgi Björnsson verða á Flateyri.
Hljómsveitin Prins Póló og Helgi Björnsson verða á Flateyri.

„Við ætlum að enda vinnuvikuna okkar á því að slá upp tónleikum og dansleik,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló.

Hljómsveitin er stödd á Flateyri um þessar mundir en þar standa tökur yfir á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París norðursins. Prins Póló og söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson semja tónlist fyrir myndina, en hún skartar meðal annars Helga og Birni Thors í aðalhlutverkum.

Á laugardaginn fara fram tónleikar í Vagninum á Flateyri þar sem Prins Póló, Helgi Björnsson, stórsveit Óla Popp og gleðisveitin Hlaupkarlarnir leika fyrir dansi. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og er aðgangseyrir kr. 1.500. Fyrr um daginn verður vöffluveisla á Vagninum fyrir alla aldurshópa og hefst skemmtunin kl. 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.